23.9.2010 | 15:46
Kannski ekki sérhæfð, EN mikilvæg
Ég er kannski ekki endilega sammála því að starfið hennar Jussnam sé sérhæft, í skilningi laganna. En ég er ekki heldur á því að þarna sé nýr aðili að sækja um nýtt atvinnuleyfi hér á landi.
Atvinnuveitandinn er sá sami og verið hefur; virðist vilja hafa hana áfram í starfi og börnum á frístundaheimilinu virðist þykja vænt um hnana. Einu forsendubreytingarnar varðandi starfsleyfi hennar virðast vera þær, að Jussnam er að slíta hjónabandi við Íslending sem hún var gift.
Spurningin er því sú. Var atvinnuleyfið veitt manninum sem hún var gift, fyrir eiginkonu sína?? Einhvern veginn virðist eins og Jusnam sé ekki sjálfstæð og ábyrg persóna í því atvinnuleyfi sem hún hafði. Er þá kannski hægt að líta svo á, að með giftingunni hafi hún verið svipt sjálfstæði og sjálfsforræði og verið seld undir þrælkunarvald eignmannsins? Er hugsanlegt að svona mannréttindabrot séu framin á grundvelli íslenskra laga? Sem beinínis kveði á um svona vinnubrögð?
Kveði Íslensk lög á um þrælkunarvald eiginmanna á eiginkonum sínum af erlendum uppruna, eins og hér virðist vera, ætti það beinlínis að vera skylda þingmanna að bregðast hratt við og afnema svona vanvirðu úr lagasafni okkar.
Starf Jussanam er sérhæft | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Hann er merkilegur MANNVONSKUSTUÐILLINN hjá útlendingastofnu, barnaverndarnefnd og öðrum fyrirhyggjunefndum. Væri gaman að vita hvað fólk þarft að vera mikið VONT til að fá störf þar.......
Biggi (IP-tala skráð) 23.9.2010 kl. 15:57
Ef þessi kona er með hreint sakavottorð o.s.frv. þá á Vinnumálastofnun að leysa málið og veita henni atvinnuleyfi strax og þá er málið dautt. Hún virðist plumma sig vel hér á landi og tel ég ástæðulaust að vísa henni úr landi vegna einhverra reglna sem einhverjir ókunnir menn samþykktu einhverstaðar útí Evrópu.
Helgi (IP-tala skráð) 23.9.2010 kl. 16:06
Ef hún væri handboltamaður fengi hún ögugglega fljótt atvinnuleyfi, en ég legg samt til að þeir sem vinni með börnum tali íslensku.
Nína (IP-tala skráð) 23.9.2010 kl. 16:36
Með jafn hátt atvinnuleysi og er á Íslandi í dag á ekki að hika við að synja útlendingum um atvinnuleyfi. Ég veit um fullt af fólki sem myndi vel vilja taka þetta verkefni að sér og við sem búum hér og höfum gert það alla ævi eigum forgang á atvinnu!
Laxinn, 23.9.2010 kl. 16:40
Ég veit ekki betur en að það sé verið að senda börn heim af Leikskólum vegna manneklu
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 23.9.2010 kl. 19:15
Þetta er rétt túlkun þín á Íslenskum lögum því miður, ég hef sjálfur aðstoðað fólk við þessi atvinnuleyfi. Þau eru hálf ógeðsleg...vinnuveitandi og maki EIGA þessar manneskjur og oftast konur.
Einhver Ágúst, 23.9.2010 kl. 19:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.