Eru lög um ráðherraábyrgð misskilin??

Af því sem ég get lesið út úr lögum um ráðherraábyrgð, fjalla þau eingöngu um ábyrgð starfandi ráðherra. Hvergi í lögum þessum er minnst á ábyrgð fyrrverandi ráðherra, enda heyra þeir, líkt og aðrir landsmenn, undir hið almenna dómskerfi.

En, hvenær eru menn þá orðnir "fyrrverandi" ráðherrar? Af 14. gr. laga um ráðherraábyrgð, má ráða að ráðherra sé friðhelgur vegna málshöfðunaar fyrir almennum dómstól í 6 mánuði eftir reglulegar alþingiskosningar. Það er, að í 6 mánuði eftir að látið er af ráðherraembætti.

Allt bendir því til þess að eftir að 6 mánuðir eru liðnir, frá því ráðherra lét af embætti, falli niður friðhelgi ráðherrans og eftir það sé hægt að sækja hann til ábyrgðar, fyrir almennum dómstól, gagnvart broti í opinberu starfi, sem ráðherra. Enda segir svo í 2. málsgrein 1. greinar laga um ráðherraábyrgð. - "Ákvæði almennra hegningarlaga um brot í opinberu starfi taka einnig til ráðherra eftir því, sem við getur átt."

Málshöfðun sú sem til umfjöllunar var á Alþingi að undanförnu, var tillaga rannsóknarnefndar sem Alþingi kaus, samkvæmt ákvæðum 39. greinar stjórnarskrár. Ákvæði 2. málsgreinar 14. greinar laga um ráðherraábyrgð hljóðar svo: (áhersluletur er mitt)

"Nú samþykkir Alþingi, áður en málshöfðunarfrestur er liðinn, að kjósa rannsóknarnefnd samkvæmt 39. gr. stjórnarskrárinnar til athugunar á störfum ráðherra, og getur Alþingi þá jafnan samþykkt málshöfðun innan árs frá kosningu rannsóknarnefndar."  

Sé það svo, líkt og lagatextinn virðist segja, að friðhelgi ráðherra gegn málssókn fyrir almennum dómstól, nái 6 mánuði aftur fyrir almennar þingkosningar, þar sem kjörtímabili ráðherra lauk, líkur á sama tímapunkti lögsaga Landsdóms yfir hinum meintu brotum. Landsdómur er eingöngu til þess ætlaður, að hægt sé að sækja starfandi ráðherra til saka, þó hann sé friðhelgur gagnvart málssókn fyrir almennum dómstól.

Alþingiskosningar voru haldnar þann 25. apríl 2009. Sex mánaða friðhelgi þeirra ráðherra sem störfuðu á því kjörtímabili sem þar lauk, rann út þann 25. október 2009. Á þeim tíma var Alþingi ekki búið að kjósa viðkomandi rannsóknbarnefnd. Hún var ekki kosin fyrr en 30. desember 2009. Það er 66 dögum eftir að friðhelgi ráðherra rann út og hægt var að lögsækja þá fyrir almennum dómstól.

Ég sé ekki betur en allt tal um málshöfðun fyrir Landsdómi sé reist á misskilningi, óðagoti, eða pólitík. Síðan má víkja huganum að því að lög um ráðherraábyrgð eru fyrst og fremst hugsuð sem tæki í höndum stjórnarandstöðunnar, til öflugrar vaktgæslu gegn misnotkun ráðherra á embættisstöðu sinni. Því má spyrja hvar stjórnarandstaðan hafi verið, öll þau ár sem vitleysan á verðbréfa- og fjármagnsmarkaði var að hlaðast upp? Ég benti fyrst á þessa hættu árið 1997, og endirinn varð nákvæmlega eins og ég benti á þá.

Er alltaf jafn vitlaust að hugleiða það sem ég segi, þó þær hugleiðingar hafi iðulega orðið að raunveruleika nokkrum árum síðar?     


mbl.is „Gátum ekki setið undir þessu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áhugaverðar pælingar.

Stebbi (IP-tala skráð) 30.9.2010 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband