Hrunið, alfarið á ábyrgð bankanna

Bankamenn geta á engan hátt skotið sér undan fullri ábyrgð á þeim verkum og aðstæðum sem ollu bankahruninu hér.  Þeir viðhöfðu blekkingar, óheiðarleika og alvarlega sniðgöngu laga, í þeim eina tilgangi að auka veltu bankanna sem mest.

Sá óvitaskapur sem felst í því að taka háar fárhæðir á skammtímalánum frá erlendum lánastofnunum, og endurlána þetta fjármagn til innlendra aðila, til langtímafjárfestinga án raunverulegra veðtrygginga, er stærsta og erfiðasta viðfangsefni þessa hruns okkar.

Stærstu mistök stjórnvalda í þessu hruni, voru að yfirtaka bankana,sem heild, í október 2008, þegar hrunið varð. Ef stjórnmálamenn hefðu haft rænu á að leita sér alvöru leiðsagnar, hefði þeim verið bent á að yfirtaka einungis innlánsdeildir og skuldabréf í höfuðbókum 74 og 66. Þannig hefði öll vitleysa og óvitaskapur bankamannanna orðið eftir í gömlu bönkunum og eigendur þeirra og stjórnendur látnir fást við að gera upp vitleysurnar eftir sjáfa sig.

Þetta var ekki gert, því miður. Sömu aðilarnir eru, að mestu, enn að reka og stjórna fjármálakerfi okkar, að frátöldum fáeinum einstaklingum. Sama hugmyndafræðin virðist enn vera í gangi, og var allsráðandi fyrir hrun. Í það minnsta er tilgangslaust að bera á borð fyrir þetta fólk heilbrigða skynsemi, því hún er minna metin en skíturinn undir skóm þeirra.

En hvað er þá hægt að gera?  Bankarnir hafa þegar sýnt að þeir hafa engan áhuga á að koma atvinnulífi þjóðarinnar aftur í gang. Sagt er að þeir safni inneignum hjá Seðlabanka, sem þjóðin þarf svo að borga þeim vexti fyrir. Fyrst áhugi þeirra er enginn, á eðlilegum skyldum sínum gagnvart þjóðinni, á Alþingi að gera, eins og við hrunið, að setja á einum degi lög þar sem öll útlán lánastofnana til heimila og framleiðslufyrirtækja verði fryst, og nauðungasölur íbúða bannaðar, til bráðabyrgða, meðan lánafjárhæðir eru endurreiknaðar til raunvirðis, og áhrif hrunsins þurkuð út.

Ég hef margoft útskýrt vitleysurnar sem eru í verðtryggingu lánsfjár. Þessar vitleysur verða ekki auðveldlega útskýrðar í stuttum texta, en ég hef einnig marg lýst því yfir að ég sé tilbúinn að mæta á fund eða aðra samkomu, til að sýna, með útreikningum á skjávarpa, hvernig vitleysan er, og hvernig hún virkar til hækkunar lána.

Bankamenn eiga að hafa þá skynsemi til að bera, að reyna ekki þann blekkingaleik sem bankastjóri Íslandsbanka reynir í viðkomandi frétt. Ábyrgð hurnsins er HVERGI að finn utan æðstu stjórna bankanna.                  


mbl.is Ómakleg gagnrýni á bankana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Sammála að bankarnir fá að sleppa frá þessu billega. Þeir ættu að vera skotspónninn í mótmælum fjöldans.. það eru þeir sem leggja fram kröfur um lögtak og útburð.

Gísli Ingvarsson, 5.10.2010 kl. 11:01

2 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Mikið rétt, það hefur nákvæmlega ekkert bryeist.

Eyjólfur G Svavarsson, 5.10.2010 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband