10.10.2010 | 17:50
Ríkisstjórnin treystir sér ekki til að framkvæma réttlæti
Megin skuldavandinn er af tvennum toga. Annars vegar tvöföldunar á upphæð gengistryggðra lána, í krónum talið, vegna þess að bankarnir yfirkeyrðu greiðslugetuna með augljósum kjánaskap, þar sem ekki var gætt að greiðslugetu lántakenda ofurskuldanna. Öll þessi lán voru ólögmæt, en stjórnvöld hafa liðið bönkunum ýmiskonar óraunhæf undanskot undan eðlilegri leiðréttingu höfuðstóls hinna gengistryggðu lána.
Á hinn veginn hafa stjórnvöld, ekki bara þau sem nú eru við völd, heldur stjórnvöld undanfarinna tveggja áratuga, ekki treyst sér til að leiðrétta hinn ranga útreikning verðtryggingar lánsfjár. Mörgum sinnum er búið að senda inn í stjórnkerfið leiðbeiningar um, á hvern hátt verðbótaþáttur er vitlaust reiknaður á lánsfé. Alltaf hafa stjórnvöld stungið höfðinu í sandinn og neitað að horfa á raunveruleikann. Og svo virðist enn vera.
Árið 2000 tók ég húsnæðislán hjá Íbúðalánasjóði. Samhliða greiðslum afborgana, hef ég haldið skrá, í tölvunni minni, þar sem ég hef látið afborganir lánsins reiknast út, samkvæmt eðlilegri verðtryggingu. Eftirstöðvar lánsins telur Íbúðarlánasjóður nú vera að lokinni septemberafborgun, með verðbótum kr. 8.631.944. Afborgun, eins og íbúðalánasjóður reiknar hana fyrir september 2010, er kr. 39.468.
Ef lánið hefði verið reiknað eftir réttum forsendum verðtryggingar, hefði afborgun í september 2010 verið kr. 26.709, og eftirstöðvar lánsins verið kr. 2.808.277.
Eins og fólk getur séð af þessum mismun, er gífurlega miklar óraunhæfar uppsafnanir í verðtryggðu skuldunum. Þessa uppsöfnun hafa stjórnvöld aldrei haft kjark til að takast á við, og því sífellt verið haldið áfram að reikna verðbætur lána vitlaust, og afar óhagstætt fyrir skuldara.
Jafnframt hefur verið afar mikilvægt að koma fólki til að trúa því að ég sé rugludallur, sem ekkert mark sé takandi á. Það hefur tekist ágætlega hingað til, og skilað lánastofnunum og lífeyrissjóðum ágætis arðsemi.
![]() |
Niðurfærsla rædd í vikunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Breytt s.d. kl. 19:07 | Facebook
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.3.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 165908
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
alla
-
framtid
-
mammzan
-
hallgrimurg
-
huldumenn
-
jaxlinn
-
johanneliasson
-
maggij
-
photo
-
haukurn
-
runar-karvel
-
sigrunsigur
-
skodunmin
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
athb
-
thjodarsalin
-
seiken
-
skinogskurir
-
bjarkitryggva
-
bjarnimax
-
brahim
-
gattin
-
einarhardarson
-
einarorneinars
-
bofs
-
dramb
-
haddi9001
-
heimssyn
-
tofraljos
-
don
-
hordurvald
-
fun
-
visaskvisa
-
huxa
-
jonasphreinsson
-
jonl
-
jobbi1
-
jonvalurjensson
-
jonthorolafsson
-
josefsmari
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kolbrunerin
-
kristbjorg
-
liu
-
skrafarinn
-
maggiraggi
-
markusth
-
os
-
raksig
-
rosaadalsteinsdottir
-
fullvalda
-
siggileelewis
-
duddi9
-
siggith
-
saemi7
-
tryggvigunnarhansen
-
vga
-
thjodarheidur
Athugasemdir
Það var reyndar Hæstiréttur en ekki stjórnvöld, sem ákváðu hvernig gera skuli upp gengistryggð bílalán.
Getur þú útskýrt hvað er rangt við útreikning neysluvísitölunnar að þínu mati?
Sigurður M Grétarsson, 10.10.2010 kl. 18:35
Sæll Sigurður. Hæstiréttur dæmdi ólöglegt að verðtryggja lán með gengistryggingu. Réttur til verðtrygginga fer ekki eftir einstökum lánum. Slíkt gengur yfir öll lán.
Ég hef vandaða úttekt á vitleysunum í framkvæmd verðtryggingar. Lánskjaravísitalan var lögð niður vegna gagnrýni minnar og átti að villa um fyrir fólki með því að taka upp viðmið við neysluvísitölu. Útskýringarnar eru flo´knari en svo að þær veði útskýurðar í bloggfærslu. Ég hef, ég veit ekki hve oft, boðið fram að koma á fund eða aðrar samkomur, þar sem skjávarpi er til staðar, og sýna fólki vitleysurnar og hvað áhrif þær hafa.
Guðbjörn Jónsson, 10.10.2010 kl. 19:14
Ég biðst afsökunar á að röng tala lenti í upphafi inn sem rétt afborgun september 2010. Rétt afborgun er kr. 26,709, og er nú komin inn í pistilinn.
Guðbjörn Jónsson, 10.10.2010 kl. 19:16
Í færslunni segir þú Guðbjörn,, Ef lánið hefði verið reiknað eftir réttum forsendum verðtryggingar,o.frv.
Mér leikur forvitni á að vita í hverju mismunurinn liggur í aðalatriðum að þínu mati. Þarna munar 6 millum.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 10.10.2010 kl. 19:23
Guðbjörn, þú átt þakkir skildar fyrir óþrjótandi þolinmæði við að benda á þetta "svindl" sem ekki er gott að skýra í stuttu máli.
Ég hvet fólk til að lesa bók Ingólfs Ingólfssonar fjármálaráðgjafa "Þú átt nóg af peningum". Þar skýrir hann út skekkjuna í vísitölunni og hvernig virkar til hækkunar, auk þess að gefa fólki ráð um hvernig má lágmarka tjónið.
Magnús Sigurðsson, 11.10.2010 kl. 08:13
Magnús. Ég hef lesið þessa bók Ingólfs enda aðstoðaði ég hann við gerð hennar enda stópr hluti talnaefnis mínir útreikningar. Það eru reyndar nokkur ár síðan ég las hana en ég man ekki eftir úttekt á neinum skekkjum í vístölu en hins vegar man ég eftir útskýringum á hvernig hún hækkar lán í verðbólgu.
Guðbjörn. Þú ættir nú að geta nefnt helstu atriði, sem að þínu mati eru röng í vísitölunni.
Sigurður M Grétarsson, 11.10.2010 kl. 10:10
Íslenskir stjórnmálamenn eru því miður upp til hópa hallærislegir, fávísir og gjörspilltir lýðsskrumarar sem vita ekkert i sinn haus.
Hvernig er hægt að ætlast til þess að Jóhanna, Steingrímur og Árni Páll geri eitthvað af viti? Tveir aflóga pólitíkusar sem hafa ekki menntun , þekkinguné reynslu til þess að sinna sínum störfum. Síðan er það Efnahags- og Viðskiptaráðherrann Árni Páll.
Gylfi var nú slæmur þrátt fyrir sína menntun en að skipta honum út fyrir einhvern illa gefinn lögfræðings spjátrung var að fara úr öskunni í eldinn.
Sama máli gegnir um hina ráðherrana. Þetta er alveg ótrúlega illa menntað, illa upplýst og þröngsýnt pakk sem hefur þann eina metnað að hanga á völdum eins og hundur á roði. Þetta spillta og vanhæfa pakk mun aldrei geta gert neitt af viti. Það er öllu hugsandi fólki löngu ljóst.
Guðmundur Pétursson, 11.10.2010 kl. 10:22
Það er vont að búa í reiðu samfélagi og vera alla daga reiður sjálfur. Verst er þó að þetta er máttvana reiði því eins og síðuritari benti á þá er stjórnsýsla og embættismannakerfi lamaðar stofnanir. Ástæðan er vond því hún á rætur í vanhæfni og spillingu, jöfnu báðu.
Fjöldi alþingismanna er fulltrúar hagsmunasamtaka og þar með bæði vanhæfir og hættulegir þjóðinni.
Árni Gunnarsson, 11.10.2010 kl. 13:10
Sigurður, lestu bókina aftur. Ef mig misminnir ekki þá skýrt hvernig 100.000 kr verða að 104.000 kr á einu ári án verðbólgu með verðtyggingu.
Ef rétt er þá geta menn rétt ímyndað sér hvað 20 millj verða á 40 árum með snjóboltaáhrifum verðtryggingar sem leggst við höfuðstól mánaðarlega. Þess vegna var söngurinn sannleikanum samkvæmur " ég fæ vexti og vaxtar vexti og vexti líka af þeim".
Magnús Sigurðsson, 11.10.2010 kl. 21:17
Magnús. Það er alveg rétt að í bókinni var sýnt hvernig verðtryggð lán hækka í verðtryggingu. Ég man hins vegar ekki eftir neinni fullyrðingu í bókinni um að verðtryggingin væri rangt reiknuð. Getur þú sagt mér á hvaða blaðsíðu sú fullyrðing er?
Sigurður M Grétarsson, 16.10.2010 kl. 03:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.