Ógerningur annað en flokka lánin

Vegna reynslu minnar við að greiða úr skuldavanda heimila á árunum 1989 - 1993, tel ég augljóst að flokka verði skuldir fóks eftir tryggingum og greiðslugetu.  Ekki er stætt á því að gera sömu afskriftakröfur til lánsfjár á veðréttum innan 70% af markaðslegu söluvirði eigna, eins og gert væri til lána sem lánuð voru út gegn litlum eða egnum tryggingum, eða óljósri greiðslugetu lántaka.

Þetta eru grundvallarreglur heilbrigðrar skynsemi, sem aldrei verða umflúnar. Fólk getur eytt tímanum í að reyna aðrar leiðir, en augljóst er að þær þvingi ríkisstjórnin fram afskriftir á lánsfé innan framangreindra tryggingamarka söluverð veðandlags, mun ríkissjóður verða að bæta það tjón.

Ég á í fórum mínum mjög vandað skipulag yfir svona afskriftaferli, sem þróaðist á árunum 1989 - 1993 og skilaði góðum árangri og sanngjörnum niðurstöðum, sem bankarnir voru hættir að reyna að mótmæla. Strax eftir hrunið, bauð ég stjórnvöldum aðgang að þessum forsendum og gögnum, en fram til þessa hefur því ekki verið sýndur neinn áhugi.

Maður hefur ekki getað annað en hrist hausinn yfir því rugli og þekkingarleysi sem auðkennir hin fálmkenndu tilþrif stjónrvalda, sem fram til þessa hafa skapað meiri rugling en leiðarljós.

Ég segi bara eins og Geir: Guð blessi Ísland, á komandi árum.             


mbl.is Líst illa á almenna niðurfærslu skulda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Spurning um að þú bjóðir stjórnvöldum þessi gögn aftur, bara til að minna á þig. Þessi lausn hljómar mjög skynsamlega hjá þér.

Bjöggi (IP-tala skráð) 13.10.2010 kl. 21:55

2 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Hef nokkrum sinnum bent á þetta undanfarin 2 ár

Guðbjörn Jónsson, 13.10.2010 kl. 22:26

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Aldrei er góð vísa of oft kveðinn! Ætli það sé ekki eins með lýðræðið að það þarf að troða þessu uppí stjórnvöld svo þau nái því!

Sigurður Haraldsson, 13.10.2010 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband