16.10.2010 | 17:33
Það er einungis ein leið fær út úr skuldavandanum.
Í litlu-kreppunni, eins og ég kalla kreppuna sem varð á árabilinu 1985 til 1993, þróaði ég aðferð til að takast á við skuldavanda heimila, þar sem skuldir urðu verulega umfram eignamörk og greiðslugetu.
Aðferð þessi er í sjálfu sér einföld, og hefðu stjórnvöld fallist á að fara þá leið, strax við hrun, væri meira en ár síðan allur skuldavandi heimila hefði verið leystur varanlega og uppbygging þjóðfélagsins hafin.
Það sem undrar mig mest, er að á þeim árum sem ég var að leysa úr skudlavanda heimilanna, var Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra, og vissi vel af þeim harða slag sem ég stóð í við lánastofnanir og lögfræðinga. Hvað veldur því að hún vilji ekki nú, nýta þá reynslu og þekkingu sem ég bý yfir, getur ekki annað en vakið spurningar um raunverulegan áhuga hennar til lausnar vandanum.
Það hefur alltaf legið fyrir hver vandinn er, hvaðan hann er kominn og hverjir bera meginþunga ábyrgðar á þeim ósköpum sem yfir dundu. Á sama hátt hefur alltaf verið ljóst að engin samstaða mundi nást um alsherjar niðurfellingu einhvers hluta allra lána, því það eru ekki öll lán sem valda vandanum.
Í grófum dráttum má segja að íbúðalán frá Íbúðalánasjóði og sjóðsfélagalán lífeyrissjóðanna, séu þau lán sem fullkomlega eiga að vera undanskilin niðurfellingum. Ástæðan er sú að þessi lán eru öll tryggð með traustum veðum, innan söluverðs fasteignanna sem þau hvíla á.
Í grófum dráttum mætti segja að undanskilja ætti niðurfellingu eða breytingum framangreind lán, upp að 70% verðgildi viðkomandi fasteignar. Lán sem væru á veðbilinu 70 - 110% raunvirðis fasteignar, ætti að setja í biðflokk, meðan náð væri utan um heildarpakkann.
Lán sem væru fyrir utan framangreind veðmörk, hefðu engar aðrar rauntryggingar og væru þar að auki fyrir utan greiðslugetu fjölskyldunnar, væru þegar felld niður og afskrifuð formlega.
Lán sem væru á veðbilinu 70 -110% yrðu síðan endurskipulögð innan greiðslugetu og staðan tekin til endurskoðunar að 5 árum liðnum. Lán sem væru utan raunhæfra veðtrygginga, en innan eðlilegrar greiðslugetu fjölskyldunnar, yrðu endurskipulögð og afborganir stilltar af móti tekjustreymi. Stæðist skuldari slíkt greiðsluplan í 5 ár, yrðu eftirstöðvar lánanna felld niður of afskrifaðar á formlegan og lögfullnægjandi hátt. Eins konar óformlegir nauðasamningar.
Samhliða þessu yrði ráðist í breytingar á útreikningum verðtryggingar, þannig að útreikningurinn væri í samræmi við upphafleg áform, að einungis greiðslur afborgana yrðu verðbættar, en verðbætur ekki lagðar ofan á höfuðstól, áður en afborgun væri reiknuð. Sú aðferð hefur aldrei verið lögleg og því alla tíð verið ólöglegt rán, með skipulegum hætti. (Sjá hér á síðunni í fyrri færslum)
Samhliða ætti einnig að setja á Alþingi lög til verndar heimilum manna. Í lögum þessum ætti að vera ákvæði um að óheimilt væri að setja heimil fólks að veði fyrir öðru fjármagni en því sem beinlínis væri til byggingar, öflunar, eða meiriháttar viðgerða heimilisins. Einnig væri óheimilt að gera fjárnám í heimilim fólks, fyrir öðrum lánum en þeim er beinlínis voru til öfunar heimilisins.
Einnig ætti á sama tíma að setja lög þar sem lánsviðskiptum yrðu takmörk sett, þannig að seljandi gæti aldrei tekið annað, sem veð eða tryggingu fyrir eftirstöðvum söluverðs, en það sem selt var í lánsviðskiptunum.
Að lokum ætti svo að leysa úr niðurskurðarvanda ríkissjóðs, með því að fella með öllu niður innheimtu virðisaukaskatts, með skýrslum út um allt þjóðfélag. Ríkssjóður hefur engar nettótekjur út úr þeirri innheimtu.
Slíkt myndi færa verðlag niður um samsvarandi hlutfall, auk þess að afnám virðisaukaskatts mundi auka ráðstöfunartekjur heimilanna og leysa úr yfirvofandi vanda vegna kjarasamninga.
Þetta er bara lítið brot af því sem mér sýnist þurfa að gera strax í þessu þjóðfélagið, svo þjóðin geti aftur farið að brosa mót framtíðinni.
Hagsmunasamtökin dregin á asnaeyrunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Góður pistill og góð aðferð sem þú lýsir þarna. Og ég veit að þú kannt þetta út og inn. Síðan hitt.
Er ekki skynsamlegast að bíða eftir að bankaræningjarnir fari úr bankanum áður enn gjaldkerakassarnir eru fylltir upp á nýtt? Akkúrat núna eru þeir með Ríkisstjórnina í gíslingu og segja þeim fyrir verkum...
Óskar Arnórsson, 16.10.2010 kl. 18:07
Sæll Óskar. Jú það er rétt hjá þér að nauðsynlegt er að skipta um alla yfir- og millistjórnendur bankanna hið fyrsta. Ef mín aðferð yrði farin, myndu vitleysur þeirra koma berskjaldaðar fram í dagsljósið, og þeir standa ábyrgir gagnvart því að hafa lánað allt þetta fé út í loftið, án tryggrar endurgreiðslu. Einnig myndi opinberast að þeir hefðu enga hugsun haft á því hvaða afleiðingar það hefði fyrir landið og þjóðina, að þeir höfðu enga þekkingu á fjármálahringrás þjóðfélagsins.
Kannski er það er rétt hjá þér að fjármálamennirinir séu með ríkisstjórnina ó gíslingu. Mér sýnist þó meira bera á því að ríkisstjórn og alþingi, skilji ekki hvað gerðist í raunveruleikanum, og hafi ekki vit á hvað þurfi til að koma aftur af stað eðlilegu fjárstrreymi um þjóðfélagið. Meðan svo er, er vart við því að búast að mannlífið hér rétti úr kútnum.
Guðbjörn Jónsson, 16.10.2010 kl. 21:02
Menn skilja eigilega ekki það sem er að ske. Ég hef nú mestar áhyggjur að rangir aðilar verði dregnir til ábyrgðar og aðalmennirnir leiki lausum hala í sýsteminu. Sé ekkert gert í því skipulega, hrynur það jafnóðum sem byggt er upp. T.d. getur lántaka gengið fyrir sig svona: "Kalli bissnessmaður vantar pening. Hann býður Bjána bankastjóra í partý.
Bjáni kallinn vill ekki þyggja kókaín, enn þyggur gjarna wiskey og stelpu með því, sem síðan verður vídeómynd af sem notað er á hann eins og svipu. Auðvitað lána bankastjórinn auranna...
Jóhanna og Steingrímur hlusta síðan á ráðgjafa þeirra sem mestra hagsmuna hafa að gæta...engin vill tapa neinu. Það er í lagi ef "allir hinir" gera það.
Óskar Arnórsson, 16.10.2010 kl. 22:19
Þetta er ekki svo slæmt handrit hjá þér, Óskar. Þetta gæti verið raunverulegt. En til að fyrirbyggja svona rugl, verður að gera lagaumhverfi fyrir starfsemi lánastofnana mikið skilvirkara en það er í dag. Og til þess þarf nýtt fólk, sem ekki er þegar orðið fast í snörum spillingarinnar.
Guðbjörn Jónsson, 16.10.2010 kl. 22:49
Málið er að þetta er ekki handrit. Svona var þetta á Íslandi og er að hluta til enn. Ekki eins mikið því menn passa sig meira. Ég sé þetta bara eins og vitstola sjúklingur inn í miðri fjölskyldu, engin veit hvað hann á að gera og af því að sá veiki er ekki með nálina í hendini er tekið mark á honum.
Þetta er smá hópur manna sem þarf að taka hreinlega úr umferð. Þetta er svo alvarlegt að það er full ástæða til að krefjast pissuprufu af fólki í ólíklegstu stöðum í þjóðfélaginu.
Enmitt. Það þarf að skipta út fólki út um allt. Og völdin eru í höndum kjána eins og Steingríms og Jóhönnu sem eru mötuð með kjaftæði og ráðum úr kolrugluðu fólki. Ég hélt að það væri allt í lagi með þessi lög um lánastofnanir. Enn ef þau eru ekki í lagi, hvers vegna er þá það ekki lagað?
Óskar Arnórsson, 17.10.2010 kl. 00:08
Sæll Guðbjörn og þið báðir.
Þetta hljómar ekki illa í mín eyru og finnst mér sanngjarnt. Því miður tel ég ekki líklegt að þessi stjórn beri gæfu til að fara út í þessar aðgerðir.
Kv. Sigurjón
Sigurjón, 17.10.2010 kl. 03:49
Guðbjörn:Hjartanlega samál þér, þetta er það sem gera þarf, og í raun ertu hér með lausn á vandanum, ég tók mér það bessaleyfi að benda fólki á þessa grein þína á Facebook.
Magnús Jónsson, 17.10.2010 kl. 19:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.