Bréf til Steingríms fjármálaráðherra

Hr. Fjármálaráðherra,
Steingrímur J. Sigfússon.

Reykjavík 12. október

Heill og sæll Steingrímur.
Ekki fer það framhjá mér, frekar en öðrum, hve draga þarf saman veltuna í þjóðfélaginu, eftir að lokaðist fyrir erlend lán til að fjármagna neysluna. Ég sé samt ekki betur en að sérfræðingum ráðuneytisins hafi sést yfir afar áhrifaríka leið til að draga úr veltu þjóðfélagsins, þ. e. útgjöldum almennings, fyrirtækja og ríkisins, með einni og sömu aðgerðinni.

Felst sú aðgerð í því að fella með öllu niður innheimtu virðisaukaskatts út um allt þjóðfélagið, en taka þess í stað einungis upp lágt gjald á innflutning.  Þetta er ekki sagt út í loftið, því þetta var kannað á árinu 1995, þegar unnin var skýrsla á vegum fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík, um svarta atvinnustarfsemi og gerviverktöku.

Í ljós kom að ríkissjóður er sjálfur afar stór greiðandi virðisaukaskatts. Bæði er hann afar stór vinnuveitandi, auk þess sem hann greiðir virðisaukaskatt af marskonar rekstrarkostnaði í sínum fasta rekstri.  Þar fyrir utan sýnir raunveruleikinn að ríkissjóður hefur sjálfur verið aðal fjármögnunaraðili flestra stórframkvæmda, annað hvort beint eða í gegnum félög og stofnanir í B hluta ríkisreiknings.

Í sambandi við gerð framangreindrar skýrslu, var gerð úttekt á ríkisreikningum fyrir árin 1991 og 1992, en það voru þá síðustu ríkisreikningar sem voru tiltækir. Niðurstöðurnar voru síðan bornar undir embætti skattstjórans í Reykjavík, Ríkisskattstjóra og Ríkisendurskoðunar, með beiðni um ábendingar um villur. Engin slík ábending barst, en við munnlega beiðni til Ríkisendurskoðunar um sundurliðun inn- og útskatts í ríkisreikningum, var beðist undan að fá slíka beiðni skriflega, því þeir liðir væru ekki færðir sérstaklega í bókhaldi ríkisins. Vakti það nokkra furðu, þar sem landslög kveða á um slíka skráningu.

Eins og meðfylgjandi gögn sýna, var árið 1991, nettó innheimtur virðisaukaskattur af vöruinnflutningi samtals kr. 24.189.100.000. Ekki var kannað hvernig þessi upphæð skiptist milli neysluvara annars vegar og hins vegar fjárfestinga.

Virðisaukaskattur innheimtur samkvæmt skýrslum í öllum rekstrargreinum þjóðfélagsins skilaði brúttó kr. 17.664.616.000. Að frádregnum endurgreiðslum, eins og þær voru tilgreindar í ríkisreikning og upptaldar í meðfylgjandi samantekt, reyndist nettó innheimta virðisaukaskatts, samkvæmt skýrslum, vera kr. 14.736.137.000.

Þar sem ekki var hægt að fá uppgefna veltufjárhæð inn- og útskatts í rekstri ríkisins, var farin sú leið að grandskoða útgjöld hvers ráðuneytis fyrir sig og greina útgjöld hvers eftir launum, gjöld án VSK, gjöld með VSK og síðan reiknaður virðisaukaskattur af þeirri upphæð.

Eins og meðfylgjandi samantekt sýnir, reyndust virðisaukaskattskyld rekstrargjöld ríkissjóðs árið 1991, vera hjá A hluta kr. 76.279.974.000, hjá B hluta kr. 28.788.500.000, eða samtals kr. 105.068.474.000. Virðisaukaskattur af þessari upphæð reynist ver kr. 20.677.475.683.

Eins og að framan sagði, var nettó innheimta með skýrslum kr. 14.736.137.000.

Virðisaukaskattur í rekstrargjöldum ríkissjóðs reyndist  kr.        20.677.475.683.

VSK fjármagnaður af ríkissjóði, umfram innh. skv. skýrslum kr. 5.941.929.083


 Þegar þessar staðreyndir eru skoðaðar, virðist augljóst að skattkerfi eins og virðisaukaskattur, innheimtur út um allt þjóðfélagið, sé ekki til þess fallinn að skila ríkissjóði nettó tekjum.  Virðisaukaskattur af vöruinnflutningi virðist greiða hallarekstur þessa kerfis, og rýra þannig tekjur ríkissjóðs af gjaldstofni virðisaukaskatts af innflutningi.

Á árinu 1992 er ekki alveg jafn mikill halli á  innheimtu virðisaukaskatts samkvæmt skýrslum, en halli samt. Lausleg athugun fleiri ára virðist benda til svipaðar niðurstöðu. Einnig má líta til þess að umtalsverð aukning útgjalda ríkissjóðs undanfarin áratug, virðist einnig benda til að greiðslur ríkissjóðs á virðisaukaskatti, umfram innheimtu samkvæmt skýrslum, hafi heldur aukist.

Ef farin væri sú leið að hætta innheimtu virðisaukaskatts út um allt þjóðfélagið, myndi það koma út sem niðurfærsla verðlags á neyslu- og rekstrarvörum heimila og fyrirtækja. Þetta yrði afar gagnleg staða gagnvart væntanlegum kjarasamningum, þar sem brottfall virðisaukaskatts úr neyslu- og rekstrarvörum heimila, kæmi út sem kaupmáttaraukning. Þessi aðgerð myndi einnig lækka rekstrarútgjöld ríkissjóðs, og gæti orið til þess að auka skatttekjur, þar sem aðgerðin virkaði jákvætt á rekstrarumhverfi fyrirtækja.

Margir fleiri jákvæðir þættir tengjast svona aðgerð. Með henni væri t. d. tekinn burtu helsti hvati að svarti atvinnustarfsemi og ásókn í sviksamlegt atferli, til að ná út endurgreiðslu frá ríkissjóði í formi innskatts.

Vegna þröngrar stöðu okkar í erfiðum samdrætti, vil ég vekja athygli þína á þessum möguleika,  sem mér sýnist geta dekkað þann hallarekstur sem tiltekin er í fjárlagafrumvarpinu.
Með kveðju,
Guðbjörn Jónsson
f.v. ráðgjafi



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Emil Arngrímsson

Góður punktur, og nokkuð skiljanlegur ef menn kunna að leggja saman og draga frá.

Guðjón Emil Arngrímsson, 17.10.2010 kl. 03:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband