17.10.2010 | 15:04
Hvernig réttum við stöðu allra skuldara?
Í pistli hér á undan rakti ég grófa flokkun á skuldum heimila, sem líklegast væri að mest samstaða næðist um. Að vísu gleymdi ég þar að geta um hin svokölluðu "gengistryggðu lán". Þar var kannski vegna þess að ég hef áður sagt að öll lán, í íslenskum krónum, sem beri gengistryggingu miðaða við erlenda mynt, séu ólögleg. Þau skulu öll tekin til hliðar og fryst, meðan önnur lánamál eru afgreidd. Ástæða hliðarsetningar og frystingar er fyrst og fremst sú, að til þessara lána var stofnað með ólögmætum hætti, því eiga þau í raun ekki lögvarða réttarstöðu, eins og hin lánin. Bankarnir brutu lög með því að bjóða, eða gefa kost á slíkum tryggingum íslenskrar krónu.
Í fyrri pistli mínum sagði ég að lán frá Íbúðalánasjóði og sjóðsfélagalán lífeyrissjóðanna, væru undanþegin niðurfellingum. En það þýðir ekki að þau muni ekki taka breytingum, yrði farin sú leið sem ég sting upp á.
Breytingin fælist í því að við leiðréttingu á útreikniforsendum verðtryggingar, þar sem þær væru færðar að upphaflegum lagagrundvelli, yrði höfuðstóll og uppsafnaðar verðbætur, færðar aftur til þess sem þær voru 1. ágúst 2008. Frá þeim tíma tæki ný reikniaðferð verðtryggingar við, og hún látin reikna afborganir og verðbætur lána frá þeim tíma.
En hvernig er þá verðtryggingin núna rangt reiknuð, og hvernig segja lögin að hafi átt að reikna hana. Í pistli hér framar á síðu minni greini ég frá hinni röngu útreiknireglu, þar sem verðbætur eru reiknaðar á allt lánið, fyrir hvern gjalddaga. Það er rant og sú reikniaðferð hefur aldrei verið sett í lög.
En hvað segir þá í lögunum? Það ákvæði er að finna í 34. grein laga nr. 13/1979, lög um stjórn efnahagsmála o.fl. eða svonefndum "Ólafslögum". Þau lög voru í gildi til ársins 2009, er þau voru felld úr gildi með lögum frá Alþingi. En, 34. greinin hljóðar svo: (leturbreytingar eru mínar)
"Stefna skal að því að verðtryggja sparifé landsmanna og almannasjóða. Í því skyni er heimilt, eins og nánar greinir í þessum kafla, að mynda sparifjárreikninga og stofna til lánsviðskipta í íslenskum krónum eða öðrum verðmæli með ákvæðum þess efnis, að greiðslur, þar með taldir vextir, skuli breytast í hlutfalli við verðvísitölu eða gengi erlends gjaldeyris, sbr. 39. gr."
Eins og þarna kemur skýrt fram er það greiðslan hverju sinni,(þ.e. afborgunin), sem skal verðbætast. Hvergi er heimilað að uppreikna höfuðstólinn eða eftirstöðvarnar. Sá sem á útistandandi verðtryggt lán hjá einhverjum skuldara fær, við uppgjör á eignastöðu sinni reiknireglu til að uppfæra í bókhaldi sínu þau rauneignarverðmæti sem í hinu útistandandi láni felast.
Hin rétta reikniregla er því sú að höfuðstóll ALLRA verðtryggðra lána, á að lækka í réttu hlutfalli við afborgun hverju sinni. Í dæmunum sem ég tek í pistlinum hér framar á síðunni, kemur glöggt í ljós hve mikill munur er á réttum útreikning eða þeim ólöglega útreikning verðtryggingar og vaxta, sem stundaður hefur verið frá upphafi.
Þagnarmúrinn um þennan þjófnað hefur verið gríðarlega samstilltur, og virðist jafnt ná inn í raðir stjórnenda stéttarfélaga og lífeyrissjóða, sem og til ráðandi afla í hinum svokölluðu "velferðarflokkum" sem nú sitja við völd.
Það gæti verið ómaksins vert að berja svolítið fleiri tunnur til að rjúfa þennan þagnarmúr, þó ekki væri nema að rjúfa þagnarmúr fjölmiðla, svo hægt væri að kynna þessa aðferð þjófnaðar með skýrum hætti fyrir fólkinu í landinu.
Gylfi furðar sig á ummælum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Fjármál, Vefurinn | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
þetta er góður pistill er þá ekki málið að fara mer þennan útreikning í dómstóla??
Magnús Ágústsson, 18.10.2010 kl. 02:21
Sæll Magnús og takk fyrir innlitið. Ég hef nokkuð leitað að lögmanni til að fara með þetta fyrir dóm, en ekki orðið ágengt. Einn ágætur lögmaður svaraði mér, munnlega, að ef hann færi með þetta fyrir dóm, fengi hann líklega ekki fleiri mál fyrir oinbera aðila. Ég sýndi Birni Þorra þetta fyrir nokkrum mánuðum, en hann hefur svo mikið á sinni könnu að hann kemst líklega ekki yfir meira.
Verði svona mál vel upp byggt, á grundvelli rétts útreiknings afborgana af raunverulegu láni, og þannig fengnar fram réttar eftirstöðvar, fæ ég ekki séð hvernig dómarar gætu dæmt á annan veg, þar sem engin lög eru til fyrir þeirri aðferð sem notuð hefur verið til útreiknina á verðtryggingu lánsfjár.
En, mikilvægast er að missa ekki af því tækifæri sem nú gefst, til þess að breyta útreikniaðferðum og færa þær í löglegt og rétt horf, sem hluta af þeim breytingum og leiðréttingum sem gerðar verða vegna hrunsins.
Guðbjörn Jónsson, 18.10.2010 kl. 13:56
Hvað segirðu um sleipan erlendan lögmann til að flytja málið fyrir dómstól og hæstarétti ? Síðan etv. EB-dómstól ?
Árni Þór Björnsson, 18.10.2010 kl. 17:14
Það er sama hvaða gott kemur. Spurningin er hvort erlendur lögmaður hafi málflutningsleyfi hér.
Guðbjörn Jónsson, 18.10.2010 kl. 18:09
ég þekki konu sem er á Íslandi en er frá Japan hún er lærð sem lögfræðingur í Japan og á íslandi líka útskrifuð frá HÍ sem lögmaður
hún er ekki að vinna sem lögmaður á íslandi , vinnur við annað ég skal senda þetta á hana hún getur kanski farið í málið
Magnús Ágústsson, 19.10.2010 kl. 01:33
Sæll Guðbjörn. Ég hef oft kíkt á pistlana þína og fundist þú hafa mjög margt til þíns máls. En ég var að fá ábendingu um að í gömlu Ólafslögunum hafi verið ákvæði til bráðabirgða sem hljóðaði um að höfuðstóll skuli verðbættur.
Ákvæðið fylgir hér á eftir. Ég get ekki ábyrgst að þetta sé alveg rétt eftir haft, þar sem ég fékk þetta úr skjali sem virtist vera skannað inn og sett í textabreytingarforrit. Bókstafir brengluðust og ég þurfti að slá þetta inn upp á nýtt. Gat ekki fundið Ólafslögin á netinu.
Vaxtaákvarðanir á árunum 1979 og 1980 skulu við það miðaðar að fyrir árslok 1980 verði í áföngum komið á verðtryggingu sparifjár og inn- og útlána, sbr VII kafla þessara laga um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár. Meginreglan verði sú að höfuðstóll skuldar breytist með verðlagsþróun en jafnframt verði nafnvextir lækkaðir. Afborganir og vextir reiknist af verðbættum höfuðstól. Verðtrygging verði reiknuð í hlutfalli við verðbreytingar. Samhliða verðtryggingu verði lánstími almennt lengdur og skal setja um þetta efni almennar reglur, þar á meðal eru heimildir til skuldabréfaskipta af þessu tilefni.
Theódór Norðkvist, 19.10.2010 kl. 01:46
Sæll Magnús. Ef þú getur fengið þessa konu til að líta á þessi mál, er það hið besta mál. Hefði gaman af að heyra hvað hún segir.
Sæll Theódór. Þakka þér fyrir þessa ábendingu. Ég man að vísu ekki eftir að hafa rekist á þetta, þó ég hafi nú æði oft lesið og handleikið þessi lög. Hins vegar getur það vart orkað tvímælis, sé um svona misræmi að ræða, að beint ákvæði lagagreinar, í lagabálknum sjálfum, sé rétthærra en ákvæði til bráðabyrgða, í viðauka við lögin. Ég ætla samt til gamans, á morgun, að líta í lagasafnið frá þessum tíma, og kíkja líka í stjórnartíðindin, þar sem lögin voru upphaflega birt. Verði ég einhvers vísari, bæti ég því hérna aftan við.
Guðbjörn Jónsson, 19.10.2010 kl. 18:02
Sæll aftur Theódór. Nú er ég búinn að kanna hin svokölluðu "Ólafslög", eins og þau birtust í stjórnartíðindum 1979, og fara yfir allar breytingar sem gerðar hafa verið á þeim lögum, fram til ársins 2009, er þau voru felld niður.
Skemmst er frá því að segja að engin ákvæði til bráðabyrgða voru nokkurn tíman tengd VII kafla þessara laga, en það er kaflinn um verðtrygginguna. Mér fannst líka ótrúlegt að slíkt hefði farið fram hjá mér, hefði það verið í lögunum.
Þá vitum við það og getum haldið áfram fullum hálsi að hrópa á leiðréttingu vegna rangs útreiknings verðtryggingar.
Guðbjörn Jónsson, 22.10.2010 kl. 15:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.