Vitleysan í upphafi hruns þvælist endalaust fyrir

Ákveðin alvarleg mistök voru gerð í upphafi, þegar gömlu bankarnir voru yfirteknir. Augljóslega voru þar engir við ákvarðanatökur, sem þekktu innra skipulag bankanna. Því fór sem fór.

Þegar gömlu bankarnir voru teknir yfir, voru þeir yfirteknir sem heild, með öllu ruglinu í svokölluðum fjárfestingarhluta starfsemi þeirra.  Þann hluta átti að skilja eftir hjá gömlu bönkunum.

Málið er, að á hverri nóttu, eftir virkan starfsdag banka, eru allir reikningar í bankakerfinu gerðir upp í gegnum tölvukerfið hjá Reiknistofu banaknna. Þannig er á hverjum morgni nákvæm niðurstaða allra hreyfinga, hvers einasta reiknings, í öllu bankakerfinu, frá deginum áður. Ný byrjun getur því hindrunarlaust hafist á hverjum morgni, varðandi alla venjulega bankastarfsemi viðskiptabanka. Öðru máli gegnir með fjárfestingabanka.

Til viðskiptabaka heyra allir innlánsreikningar, veltureikningar, víxlar og skuldabréf samkv. höfuðbókum 66 og 74.

Ef menn hefðu látið sér nægja að yfirtaka viðskiptasvið banknna, þ. e. innláns- og veltureikninga, víxla og framangreind skuldabréf, hefði þjóðfélagið verið losað við stærstu vitleysurnar úr fjármálakerfinu og það sjálft, þ. e. slitastjórnir og skiptaráðendur gömlu bankanna, haft einir það verkefni að gera upp sukkið. Ríkisstjórn og skattgreiðendur hefðu hvergi komið þar nærri.

Með þessu móti hefði strax, á fyrstu mánuðum eftir hrun, verið hægt að kortleggja leiðréttingaferli fyrir heimili og smærri fyrirtækin, sem eingöngu áttu í viðskiptum við viðskiptahluta bankakerfisins. Heimilin væru því fyrir meira en ári komin í varanlegt umhverfi og mörg fyrirtæki farin að leita leiða til vaxtar og framþróunar.

Önnur vitleysa, sem gerð var í upphafi, var að gera ekki strax úttekt á því hve miklu magni af íslenskum peningum hafði verið komið undan, með því að flytja þá úr landi. Hvað mikið átti þjóðin eftir, til að fjármagna rekstur þjóðfélagsins, eins og hann var á þeim tíma. Ljóst var að samdráttur var nauðsynlegur, því við höfðum aukið verulega umfang og veltu þjóðfélagsins, með erlendu lánsfé, sem nú var horfið úr hringrás fjármagns um þjóðfélag okkar.

Nauðsynlegt hefði því verið að ríkisstjórn og Alþingi hefðu strax, haustið 2008, tekið þá ákvörðun að gefa út nýja mynt; krónu sem væri 1/10 verðmætari en sú sem verið hafði í gildi.  Starx og myntin hefði verið tilbúin, hefði gamla myntin verið innkölluð, og fólk fengið 3ja mánaða frest til að skipta yfir í nýjum myntina. Að þeim tíma liðnum væri gamla myntin verðlaus.

Skilyrði myntskipta hefðu átt að vera þau að sá sem skipta vildi gömlum krónum fyrir nýjar, gæti sannað á hvern hátt hann eignaðist gömlu krónurnar og að af þeim hefði verið greiddur skattur og önnur opinber gjöld til ríkissjóðs.

Hefði þessu ferli verið fylgt, væri allt íslenskt fjármagn komið til skila, eða orðið ónýtt, þeim sem það fjarlægðu úr vörslu þjóðarinnar. Hefði tilkynning um myntskiptinguna verið tilkynnt strax eftir hrunið, hefðu engir bankar breytt gömlum íslenskum krónum í aðrar myntir. Þannig hefðu safnararnir  setið uppi með hið illa fengna fé, og ekki átt aðra leið en að skila því aftur, eða horfa á það verða að engu.

Samhliða þessu hefði átt að byggja upp flæðilíkan af rekstri þjóðfélagsins, og finna með því út hvað þjóðartekjurnar gætu borið uppi mikla samneyslu. Það er stærra og umfangsmeira viðfengs, en svo að því verið gerð skil í stuttum pistli.

Sjáum til síðar.     


mbl.is Verið að leggja mat á ýmsa kosti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið svakalega finnst mér sniðug hugmyndin með myntina, af hverju datt engum þetta í hug í hruninu?

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 20:04

2 identicon

Ég er hvorki Sjálfstæðis né Framsóknarmanneskja, vil helst kjósa X- eitthvað sem ekki er til, en ég er búin að koma 5 börnum til manns,  og þegar þau voru krakkar og allt var á hvolfi eftir þau þá fór ég ekki út í næsta hús til að fá nágrannabörnin í að tak til draslið eftir mín 5 . Ekki satt?

Þannig er það hjá okkur öllum! Við kennum börnunum okkar að taka til eftir sig! Enda vita þau best úr hvaða hillu draslið kom.

Ég er farin að hallast að því að Sjálfstæðis og Framsóknaflokkurinn eigi sjálfir að taka til eftir sig!  .................?

Með hjálp þjóðarinnar !!!!!

anna (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 21:32

3 identicon

Ég gleymdi aðal atriðinu  

Frábær pistill hjá þér! Af hverju ert þú ekki fjármálastjóri hér á landi???

anna (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband