Nokkuð gott, en hefði mátt vera betra.

Í sjálfu sér ætla ég ekki að draga úr mikilvægi þess að uppboðum sé frestað. Ég hefði hins vegar viljað sjá önnur formerki fyrir aðgerðinni; önnur en þau að skuldurum gæfist kostur á að semja um skuldir sínar.

Reynsla mín segir mér að helsta hindrun samninga sé viljaleysi lánastofnana til að horfast heiðarlega í augu við eigin vitleysu, og í því ljósi ganga heiðarlega til samninga við skuldara um raunverulega getu hans til greiðslu afborgana.

Helsta vandamálið í því ferli er, eins og ég hef áður rakið, heljartak lögfræðinga á þeim skuldum sem þeir hafa tekið til innheimtu. Þeir vilja ekki sleppa þeim mikilvæga tekjugjafa sem skuldirnar eru, því þó skuldarinn geti ekki greitt þeim fyrir þrákelkni og fyrirstöðu gegn eðlilegu lausnarferli, þá greiðir bankinn þeim á endanum þeirra reikning.

Ef viðskiptaráðherra og hans fók hefði í raun ætlað að setja lög til að greiða fyrir lausnum, hefðu þeir átt að setja lög um að bakarnir tækju aftur inn til sín, þær kröfur sem þeir hefðu sent til innheimtu hjá lögfræðingum.

Og í framhaldi þess hefði átt að setja skyldur á herðar bankanna, að leggja fram lausnatillögur, sem byggðar væru á raunverulegri greiðslugetu skuldara. 

Ef slík leið hefði verið farin, hefðu menn verið að feta sig áfram í átt til raunhæfra lausna. Biðstaða, eins og nú er verið að framlengja, leysir engan vanda.              


mbl.is Samstaða um að fresta uppboðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Uppgjöri frestað!

Enn einu sinni ætlar Nær-rænulausa-Helferðar-ríkisóstjórnin að fresta því óumflýjanlega.

Skaðinn á allur að reiknast á almenna launamenn eftir NÆSTU kosningar.

Þangað til þá á að teygja, toga og rissa á skinnið á fjósbitanum!

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband