Er þetta skref í áttina??

Ég er svolítið hugsi yfir því að skuld fyrnist á tveimur árum, eftir gjaldþrot. Þó slíkt gæti, í einhverjum tilvikum verið æskilegt, tel ég að áhrif slíks á t. d. afskriftareglur skattakerfis fyrirtækja, gæti orðið erfið í framkvæmd, vegna tapaðs veltufjár, sem miklar líkur eru einnig á að væri lánsfé hjá fyrirtækinu.

Svo er hins að gæta, að þó skuld fyrnist vegna gjaldþrots, geta verið fyrir hendi í lögunum heimild til að endurvekja þá skuld, batni hagur skuldara fáum árum eftir gjaldþrot.  Slíkt er algengt í dag, að skuldir séu ekki afskrifaðar, eftir gjaldþrot, heldur séu endurvaktar aftur og aftur. Og með þeim hætti er þeim sem lendir í gjaldþroti, haldið í fjörtum árum saman.

Ég teldi mikilvægast, samhliða því að heimila afskriftir lána, fáum árum eftir gjaldþrot, að samhliða væri sett ákvæði um skyldu skuldareiganda til að afskrifa kröfuna á sama tímapunkti og senda skiptastjóra tilkynningu þar um. Einnig þarf að setja í lög, að þær kröfur sem ekki er lýst við gjaldþrot, afskrifist sjálfkrafa um leið og úrskurður um gjaldþrot er kveðinn upp. Slíkt mundi útiloka að kröfur, sem ekki komu fram við gjaldþrot, komi fram í dagsljósið stuttu eftir gjaldþrotaúrskurð, öllum til leiðinda.

Svo heildarmyndin verði skýr, þarf samhliða að setja inn í lög um rekstur fjármálafyrirtækja, ákvæði um að þeim sé óheimilt að lána, í almennum lánaflokkum, útlán sem ekki er sannreynt að greiðslugeta sé fyrir hendi hjá lántaka, og að viðunandi trygging sé fyrir hendi.

Lánastofnunum væri heimilt, innan ramma 10% af arðsemi eða fjárhæðar óinnleystrar arðsemi, að lána fé án sannanlegrar greiðslugetu eða haldgóðrar tryggingar; lán sem væri að fullu á ábyrgð lánastofnunar, reyndist venjulegt innheimtuferli árangurslaust. Tap af slíkum lánum drægist frá heimildum til arðgreiðslu.

Þriðji þátturinn sem samhliða þyrfti að taka á, er lána/afborgunarviðskipti út um allt viðskiptasviðið. Setja þyrfti í lög um slík viðskipti, að einungis væri heimilt að taka veð, eða gera kröfu í hið selda, hverju sinni, en óheimilt væri að gera kröfur í aðrar eignir, eða skrá fjárnám á heimili viðkomandi skuldara.

Ef taka á heilstætt á skuldavanda heimila og fyrirtækja, verður að fara slíka heilsteypta leið, samstillingar allra áhrifa og afleiðinga. Annað er bara tilfærsla á vandmálum.               


mbl.is Skuldir fyrnist á tveimur árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 151
  • Frá upphafi: 165757

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 141
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband