20.10.2010 | 12:29
Tímaeyðsla
Við þær aðstæður sem nú eru fyrir hendi, þar sem aðildarviðræður að Evrópusambandinu eru í gangi, er þessi tillaga í besta falli tímaeyðsla. Ef þjóðin ákveður að ganga í ESB, mun Alþingi okkar ekki gera slíka milliríkjasamninga. Slíku verður stýrt frá Brussel, og ansi fjarlægur draumur að Evrópusambandið geri fríverslunarsamning við Bandaríkin.
Ef við ætluðum okkur að nýta viðskiptamöguleika okkar utan Evrópu, væri skynsamlegast fyrir okkur að segja upp EES samningnum en gera í hans stað tvíhliða samning við ESB, um þau viðskiptasambönd sem við þörfnumst. Þá væru okkur opnar allar dyr til fríverslunar- eða annarra viðskiptasamninga, við önnur efnahagssvæði, þar með talið ýmiskonar fullvinnslu þar sem orkan okkar nýttist á vistvænni hátt en nú er horft til.
Ef litið er á þessa þingsályktunartillögu út frá raunveruleika okkar í dag, og meðan þessi ríkisstjórn er við völd, er ekki hægt að líta á þetta öðruvísi en sem barnslega óskhyggju, eða áberandi dómgreindarbrest.
Vilja fríverslunarviðræður við Bandaríkin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Fjármál, Vefurinn | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Þetta er ekki tímaeyðsla. Tímaeyðslan er að standa í aðildarviðræðum við Evrópusambandið.
Björn (IP-tala skráð) 20.10.2010 kl. 12:42
Hver er að fara inn í ESB?
Þurfum ekkert að segja okkur úr EES til þess að fá fríverslunarsamning við USA og Kanada.
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 20.10.2010 kl. 12:46
Sæll Björn. Þú gleymir að taka tillit til þess hverjir mynda meirihluta á Alþingi og hver vilji þeirra er. Þú virðist því líka vera haldinn barnslegri óskhyggju, eða hvað?
Sæl Anna. Þó við séum með EES samninginn, getum við gert hvað milliríkjasamninga sem Alþingi samþykkir. Það er hins vegar spurning hve mikið gagn okkur væri að slíkum samningum, við ríki sem eru utan ESB. Slíkir samningar gagnast einungis með því að fyrirtæki í samningslöndunum vilji gera viðskiptasamninga við okkur. Meðan stjórnvöld okkar hafa þá yfirlýstu stefnu að ganga í ESB, fara engin fyrirtæki utan, ESB að gera viðskiptasamninga við okkur, vegna þess augljósa möguleika að ESB mundi rifta þeim samning, áður en fyrirtækið væri búið að hafa hagnað af viðskiptunum, til að greiða stofnkostnaðinn.
Við þurfum sem fyrst að fara að átta okkur á því að við erum líklega eina þjóðin sem keyrir inn í framtíðina, eingöngu horfandi í baksýnisspegilinn. Þess vega er allta eitthvað að koma okkur á óvart, líkt og bankahrunið, því stjórnendur okkar virðast ekki horfa til morgundagsins, hvað þá lengra fram í tímann.
Guðbjörn Jónsson, 20.10.2010 kl. 13:17
Adda, Ísland er nú þegar með fríverslunarsamning við Kanada, hann tók gildi í júlí í fyrra. Að auki var gerður tvíhliða samningur um viðskipti með landbúnaðarvörur.
Algjörlega sammála því sem Björn segir.
Haraldur (IP-tala skráð) 20.10.2010 kl. 13:22
Vissi af fríverslunarsamningnum við Kanada. Trúlegast er ekkert mál fyrir lítið land eins og Ísland að fá fríverslunarsamning við ríki sem ESB hefur enga möguleika til þ.á.m. USA. Við höfum landfræðilega legu og menningu sem gerir okkur kleift að njóta þess besta frá báðum. Lágmark að reyna fyrir sér í þessu.
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 20.10.2010 kl. 13:27
Það er sjálfsagt að gera viðskipta- og fríverslunarsamninga við sem flest ríki, en eins og Guðbjörn bendir á mun engin þjóð fara í þess háttar viðræður við okkur á meðan við erum að pissa utan í ESB. Sem dæmi eru fríverslunarviðræður okkar við Kína á ís þar sem það svarar ekki kostnaði fyrir okkur né Kína að klára þær ef Ísland myndi svo ákveða að gerast hluti af ESB.
Ef EFTA tæki sig hinsvegar til við að gera fríverslunarsamning við BNA (líkt og Kanada og Mexíkó) þá væri möguleiki að af því yrði því sá samningur myndi í það minnsta gagnast þeim aðildarríkjum sem hafa ekki verið íhuga ESB-aðild.
Axel Þór Kolbeinsson, 20.10.2010 kl. 14:04
Fyrirgefðu Adda, að af fljótfærni las ég nafnið þitt vitlaust áðan. Málið er, eins og hér hefur komið fram, að gerumst við aðilar að ESB, gerum við enga milliríkja viðskiptasamninga ein og sjálfstætt. Allir slíkir samningar yrðu gerðir í Brussel. Slíkir samningar eru þá fyrir ESB svæðið allt, en ekki einstök ríki þess. Sérhagsmunir okkar myndu þar vega ósköp lítið og vandséð að slíkt yrði okkur að miklu gagni.
Sæll Axel. Takk fyrir þitt innslag. Ég er sammál þér varðandi EFTA. Líklega yrðu sterkari hagsmunir okkar af slíkum fríverslunarsamning en samning sem ESB gerði. EFTA löndin eru færri og þar myndu hagsmunir okkar vega þyngra. Aðgengi að þeim samning ætti líklega að haldast opið, þó við gengjum í ESB, meðan EES samningnum við ESB væri haldið opnum. Spurningin er bara hvað hann héldist lengi opinn eftir að við gengjum í ESB.
Guðbjörn Jónsson, 20.10.2010 kl. 14:37
Guðbjörn, þú verður að viðurkenna að aðild verður ekki samþykkt nema með vilja þjóðarinnar. Nú sem stendur eru litlar líkur á slíku samþykki, hugsanlega á það eftir að breytast en það vitum við ekki ennþá.
Hitt er vitað að þetta ferli á eftir að taka minnst tvö til þrjú ár í viðbót, ef niðurstaðan þá verður að við viljum ekki inn í ESB erum við búin að kasta frá okkur þeim árum til einskis.
Það er ótrúlegur þvergirðingsháttur að vilja stöðva alla framþróun í landinu meðan þessar viðræður standa yfir. Við eigum að sjálf sögðu að halda okkar striki og vinna þjóðinni eins og best er. Þegar að atkvæðagreiðslu um ESB kemur tökum við afstöðu um hana. Það er enginn sem getur haldið því fram núna að við munum gangast undir ESB!!
Gunnar Heiðarsson, 20.10.2010 kl. 14:46
Sæll Gunnar. Það er nú þetta - með vilja þjóðarinanr - sem sniðgengin hefur verið með auðveldum og opnum hætti mörg undanfarin ár. Hægt væri að telja upp langan lista, þar sem stjórnvöld fara á skjön við vilja meirihluta þjóðarinnar. Það er frekar ólíklegat að slík siðbót verði í pólitíkinni á fáum árum, að stjórnmálafólk okkar fái heiðríkju í augun eða geislabaug um höfuðið.
Ég er hins vegar ekkert að velta þessum hlutum fyrir mér, út frá aðild eð ekki aðild. Ég er eingöngu að horfa á hagsmuni þjóðarinnar. Mér er óskiljanlegt hvernig þú getur lesið út úr skrifum mínum að ég vilji með "þvergirðingshætti" stöðva alla framþróun í landinu, meðan stjórnvöld standa í viðræðum sem eru andsnúnar meirihluta þjóðarinnar. Hvar er - vilji þjóðarinanr - í þeirri framkomu?????
Eina sem ég er verulega andvígur, er að stefna þjóðinni enn einu sinni í vandræði, vegna hruns stórs atvinnuvegar. Í slíka stöðu er þó stefnt með því að selja raforku okkar, á útsöluverði til álframleiðslu, á sama tíma og álframleiðsla er u. þ. b. að dragast verulega saman, vegna nýrra efna sem eru að skapa sér sess í stærstum hluta þess markaðar sem hefur notað ál. Þetta hljóta allir hugsandi menn að sjá, sem horfa, lesa og hlusta með opna vitund og skilning. Við eigum mörg betri tækifæri til heilsusamlegri nýtingar á orkunni okkar, þar sem c. a. 100 grömm af afurðinni gefa álíka þjóðartekjur og 1 tonn af áli.
Guðbjörn Jónsson, 20.10.2010 kl. 15:13
Íslendingar ættu að prófa nýja aðferðafræði, og einfaldlega senda Bandaríkjamönnum (og öllum öðrum) tölvupóst þess efnis, að Íslendingar hafi nú einhliða fellt niður allar takmarkanir og alla tolla á viðskiptum við Bandaríkin, og benda Bandaríkjamönnum góðfúslega á að endurgjalda greiðann. Ef þeir gera það ekki þá eru Íslendingar samt betur staddir en áður.
Geir Ágústsson, 20.10.2010 kl. 15:29
Sæll Geir. Þetta er nú kannski ekki alveg svona einfallt, sérstaklega vegna misvægis þjóða á möguleika til gjaldeyrisöflunar. Bandaríkin t. d. njóta gjadleyrisverndar vegna þess að gjaldmiðill þeirra er alþjóðleg viðskiptamynt, sem margar þjóðir standa að gæslu verðgildis.
Guðbjörn Jónsson, 20.10.2010 kl. 17:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.