Lánið var íslenskar krónur

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem alvarleg asnastrik sjást frá héraðsdómi Suðurlands. Undarlegt að greindarvísitala skuli ekki vera aukin í þessum héraðsdómi. Réttarríkinu stafar veruleg hætta af óvönduðum úrskurðum, sem þaðan koma. líkt og þeim dómi sem hér verður fjallað um.

Málið E-260/2010 fjallar um innheimtu eins skuldabréfs, sem gefið er út til Glitnis, banka, þann 5. september 2007. Eins og í dómnum segir er: "Skuldabréfið sé að fjárhæð CHF. 174.186.-, svissneskir frankar, og JPY. 16.345.211.-, japönsk yen. Jafnvirði þá kr. 20.000.000,00.

Strax þarna má vera ljóst að þarna er ekki um erlent lán að ræða. Ástæða þess er sú að um er að ræða einungis eitt skuldabréf, en ofangreindar myntir eru tvær.

Í löglegu skuldabréfaformi hérlendis, er skylt að heildarupphæð skuldabréfsins komi fram í tölustöfum, í til þess gerðum reit á eyðublaðinu. Einnig er á sama eyðublaði annar reitur þar sem heildarfjárhæð lánsins skal koma fram, rituð með bókstöfum.

Eins og að ofan greinir, segir dómarinn sjálfur í dómi sínum að lánið hafi verið CHF 174.186.   Hins vegar segir hann einnig að skuldabréfið hafi verið JPY. 16.345.211.  Í þriðja lagi segir dómarinn að lánið hafi verið að jafnvirði þá kr. 20.000.000,00.

Eins og að framan greinir, er einungis ein lína í skuldabréfaformi okkar, sem ætluð er til skráningar þeirrar fjárhæðar sem skuldari skuldar lánveitandanum, samkvæmt því skuldabréfi sem um ræðir. Ef lánveiting þessi hefði verið í þeim tveimur myntum sem tilgreindar eru, hefðu skuldabréfin þurft að vera tvö, fyrir sitt hvora myntina. Að skuldabréfið sé einungis eitt, og líklega með tilgreindri kr. 20.000.000,00 í viðkomandi fjárhæðarreitum skuldabréfsins, staðfestir að lánið var veitt í íslenskum krónum, en ekki erlendum myntum.

Þegar lengra er lesið í rituðum kröfuskýringum stefnanda, verða dómaranum á fleiri skissur. Lítum á hvað lögmaður Íslandsbanka segir um kröfur sínar.

"Skilmálar skuldabréfsins kveði svo á, að verði vanskil á greiðslu afborgana eða vaxta af skuldabréfinu eða aðrar vanefndir sé lánveitanda heimilt að fella alla skuldina í gjalddaga fyrirvaralaust og án uppsagnar."

Þetta er eðlilegt, og í fullu samræmi við löglega skuldabréfaform. Það sem á eftir kemur er hins vegar afar athyglisvert. Þar segir:

"Ennfremur að lánveitanda sé heimilt að umreikna skuldina í íslenskar krónur í lok gjaldfellingardags miðað við skráð sölugengi lánveitanda á þeim myntum sem skuldin samanstandi af."

Þetta ákvæði stenst ekki. Banki getur ekki áskilið sér rétt til breytinga á formi skuldar, sem er samkvæmt undirrituðu og þinglýstu skuldabréfi.  Bankanum ber að lýsa kröfunni í þeirri mynt sem rituð er í framangreindar fjárhæðarlínur skuldabréfsins. Til breytinga, eins og að framan greinir, þarf annað hvort samkomulag á jafnræðisgrunni eða dómsúrskurð. Enginn getur áskilið sér rétt til að fara, einhliða á sínum forsendum, inn í fjárræði annars aðila, þó sá aðili sé í skuld við hinn aðilann. Til slíks þarf alltaf dómsúrskurð.

Og áfram segir í kröfuskýringum stefnanda:

"Skilmálum skuldabréfsins hafi verið breytt með skilmálabreytingu þann 19. nóvember 2008, þannig að eftirstöðvarnar, þá CHF 166.633 og JPY 15.636.919, án vaxta skyldu framvegis endurgreiðast með 6 vaxtagjalddögum á eins mánaðar fresti, í fyrsta sinn 20. nóvember 2008 og 287 afborgunum á eins mánaðar fresti, í fyrsta sinn þann 20. maí 2009."

Þetta er nokkuð undarleg kröfuskýring stefnanda. Það er engin leið að átta sig á hvaða fjárhæð er ætlað að endurgreiðast með "6 vaxtagjalddögum á eins mánaðar fresti, í fyrsta sinn 20. nóvember 2008."  Og hins vegar hvaða fjárhæð er ætlað að endurgreiðast með "287 afborgunum á eins mánaðar fresti, í fyrsta sinn þann 20. maí 2009."

Og enn segir í kröfuskýringum stefnanda:

"Skuldabréf þetta sé í vanskilum frá vaxtagjalddaga 22. desember 2008. Skuldabréfið hafi verið gjaldfellt og eftirstöðvar skuldabréfsins umreiknaðar þann dag í íslenskar krónur, í samræmi við 10. gr. í skilmálum bréfsins, vegna vanskila. "Uppreiknaðar eftirstöðvar skuldabréfsins við gjaldfellingu, séu samtals kr. 39.913.111,00 sem sé stefnufjárhæð máls þessa."

Hafi skuldabréfið, sem gefið var út fyrir láninu, verið í erlendri mynt, var bankanum skylt að lýsa kröfunni og innheimta hana í þeirri mynt, því bankinn hefur ekki sjálfdæmi um að breyta einhliða skuldbindingum viðskiptamanna sinna.  Eins og að framan greinir, er 10. gr. skuldabréfsins andstæði íslenskum lögum, þar sem hún gengur þvert gegn ákveðnum fyrirmælum laga nr. 38/2001. Greinilega er lögmaður stefnanda meðvitaður um þetta, því hann vísar ekki til þess, í tilvísun sinni til 10 greinarinnar, að hún styðjist við einhver tiltekin lög.

Að lokum skal svo vísað til myntar og fjárhæðar í stefnu vegna málsins, en þar segir að: "Stefnufjárhæðin kr. 39.913.111,00"  Ef stefnt hefði verið vegna skuldar í erlendum myntum, hefði stefnufjárhæðin átt að vera samtala hverrar myntar fyrir sig.

Athyglisvert er að lögmaður stefnanda vísar í niðurstöðum stefnu sinnar til 10. gr. skuldabréfsins, en styður þá grein skuldabréfsins hvergi við nein lög. Það er að vísu skiljanlegt, þar sem 10. gr. skuldabréfsins gerir það sem algjörlega er andstætt lögum, að tryggja verðgildi íslenskrar lánsfjárhæðar, með tveimur erlendum gjaldmiðlum.

Eins og hér hefur verið rakið, ber málatilbúnaður lögmanns stefnanda svo augljóslega með sér að innheimtan snýst um íslenskt lán, sem verðtryggt er með viðmiði við tvo erlenda gjaldmiðla. Skuldabréfið er aðeins eitt, sem er fullnægjandi sönnun fyrir því að ekki er veriðað innheimta skuld tveggja erlendra mynta.

Að sinni ætla ég ekki að elta uppi barnalegan einfeldningsþátt í niðurstöðum dómarans, en lík þó þessari yfirferð, að sinni, á eftirfarandi orðum hans í niðurstöðunum:

"Með því að um var að ræða erlent lán þykir mismunur á gengi umræddra gjaldmiðla og íslenskri krónu ekki skipta máli í þessu sambandi."

Þetta segir blessaður óvitinn þó honum eigi að vera ljóst, samkvæmt gögnum málsins, að skuldabréfið er einungis eitt, með íslenskri krónutölu í upphæðarreit. Hann hefur engar þinglýstar löglega láns- eða fjárskuldbindingapappíra, sem gefa honum rétt til að tengja innheimtuna við eina tvo tilnefndu erlendu gjaldmiðla.

Ætlar kjánakap og hreinum asnagangi aldrei að linna?????

                 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; fornvinur góður, æfinlega !

Vel mælt; sem þín var von og vísa til, Guðbjörn.

Með byltingarkveðjum góðum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.11.2010 kl. 14:36

2 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæll Óskar Helgi.  Þakka þér ævinlega hlý ummæli. Vona að þú hafir það sem best að hægt er, á slíkum umbrotstímum sem nú eru.  Á eftir er ég að fara á fund um verðtryggingamálin. Tími til kominn að breyta þeirri vitleysu til sangjarnari vegar.

 Með kveðju,  Guðbjrön

Guðbjörn Jónsson, 1.11.2010 kl. 15:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband