Þetta er athyglisverð frétt

Ég sé ekki betur en þarna hafi fjármálaráðherra farið út fyrir lagaheimildir sínar, þar sem hann aflar ekki heimilda á Alþingi fyrir þeim kaupum sem þarna er lýst.

Ljóst er, að samkvæmt stjórnarskrá okkar og fjárreiðulögum, er fjármálaráðherra skylt að leita heimildar hjá Alþingi áður en fjármunum rísksjóðs er ráðstafað, öðrum en þeim er fram koma í fjárlögum ársins.

Ekki verður betur séð en ráðherra haf þarna tekið ýmsar sjálfstæðar ákvarðanir, og það án þess að leita heimilda þar um, eða gera Alþingi grein fyrir gjörðum sínum ótilkvaddur.

Einhvern veginn hélt ég að stjórnmálamenn hefðu heitið þjóðinni því, í framhaldi af skýrslu Rannsóknsrnefndar Alþingis, að snúa gjörsamlega við blaðinu og fara að stjórna eftir stjórnarskrá og lögum, í stað þeirrar einræðisstjórnunar sem viðgengist hafði.

Af þeirri framgöngu fjármálaráðherra sem þarna er lýst, virðist sem hann skilji ekki gildi réttra stjórnarhátta, eða hann skynji ekki hvað er rétt eða rangt. Hvort er, ætla ég ekki að dæma, að þessu sinni.                   


mbl.is Skuldastaða þjóðarbúsins lækkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Seðlabankinn á í þessum viðskiptum með bréf, þar sem ríkissjóður er skuldunautur en ekki lánardrottinn. Allir græða nema erlendir handhafar þessara verðbréfa. Þeir tapa eins og fyrri daginn. Óskemmtilegt en okkur hagstætt.

Sigurbjörn Sveinsson, 9.11.2010 kl. 13:21

2 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Hér er ekki spurning um hvort við högnuðumst eða töpuðum. Spurnigin er um rétta stjórnarhætti. Eins og sjá má af fréttinni, var það ríkissjóður sem keypti Avens B.V. og eins og segir í fréttinni: Í kjölfarið hafi Seðlabankinn, f.h. ríkisjóðs, tekið yfir stjórn félagsins og leyst það upp.

Hagnaðurinn er svo spurning, því í fréttinni segir: öll íbúðabréf sem ríkissjóður hafði eignast vegna þessara viðskipta, að virði um 121 milljarð kr., fyrir evrur að jafnvirði um 87,6 milljarða kr. miðað við skráð kaupgengi 28. maí 2010. Bréfin voru seld á fastri 7,2% ávöxtunarkröfu.    

Þarna segir beinlínis að ríkissjóður hafi selt öll viðskiptabréfin sem hann eignaðist í þessum viðskiptum, með 7,2% afföllum sem jafngilda 33,4 milljörðum króna.  Upphaf kaupanna var 128,5 milljarðar króna sem runnu til ríkissjóðs. Ekkert er um getið hvernig og hverjum, ríkissjóður greiddi fyrir Avens B.V. 

Hins vegar kemur fram að ríkissjóður fékk viðskiptabréf fyrir 85 milljarða, en seldi þau aftur fyrir jafnvirði 87,5 milljarða. Í kaupunum fékk ríkissjóður 43,5 milljarða í reiðufé, en seldi allan pakkann með 33,4 milljarða afföllum.

Mér sýnist ríkissjóður hafa tapað nánast öllu reiðufénu sem fengust við kaupin, fyrir utan að enn vantar upplýsingar um með hverju ríkssjóður greiddi, er kaupin voru gerð, og hver var seljandinn.  Meðan það liggur ekki fyrir, er augljóst að tap er á þessum viðskiptum, miðað við þær upplýsingar sem fyrir liggja.

Guðbjörn Jónsson, 9.11.2010 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband