Þarf ekki meiri heildarsýn til að bjarga málunum??

Ég verð að segja að mig undrar stórlega dómgreindarleysi stjórnvalda, hvað þesar tillögur varðar. Ekki síður er ég undrandi á viðhorfum þeirra Suðurnesjamanna, sem tjá sig um sýndarlsunir stjórnvalda.

Allt eru þetta tillögur sem kalla á aukin fjárútlát hjá ríkissjóði. Þeim sama ríkissjóði sem er að skera verulega niður fjárveitingar til heilsugæslunnar á svæðinu, ásamt heilsugæslu á flestum stöðum landsbyggðarinnar.

Einnig eru, vegna fjárskorts ríkissjóðs, skorin niður framlög til sjúkra, öryrkja og aldraðra, auk fjölda þjónustuþátta við þessa aðila. Mig undrar stórlega að forystufólk ríkisstjórnar okkar skuli hafa svona litla og takmarkaða yfirsýn yfir vandamál þjóðarinnar. Og að einu lausnir þeirra gegn vanda á einum staðnum, sé að lofa þeim fjármagni til aukinnar þjónustustarfsemi. Fjármagni sem þeir verða þá að taka af öðrum, því ríkissjóður er meira en tómur. Það vantar marga milljarða þar til raunhæft væri að bæta við nýjum þjónustuþáttum.

Ef hægt væri að segja að heimska ætti sér einhverja skýra birtingarmynd, þá birtist hún svo sannarlega í þessum loforðapakka stjórnvalda, til Suðurnesjafólks.  En það fólk, á svo sannarlega eitthvað betra skilið en innantóma heimsku, sem hlær við flestum sem horfa á heildarmyndina.            


mbl.is Hvað segja Suðurnesjamenn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband