Þetta hef ég sagt lengi

Ég hef í mörg ár vakið athygli á að loforð og yfirlýsingar ráðherra hafa ekkert skuldbindandi gildi fyrir ríkissjóð, fyrr en Alþingi hefur staðfest yfirlýsinguna. Sé  um að ræða loforð eða skuldbindingu ráðherra um fjárútlát, er slíkt loforð, yfirlýsing eða fyrirheit, eingöngu á persónuábyrgð viðkomandi ráðherra, þar til Alþingi hefur, með meirihlutasamþykki, staðfest viðkomandi yfirlýsingu ráðherrans.

Á þetta t. d. við um Tónlistarhúsið, þar sem ekki er einu sinni búið að afla staðfestingar Alþingis á því að ríkissjóður sé helmings eigandi að Austurhöfn ehf. á móti Reykjavíkurborg, hlutafélaginu sem er að byggja Tónlistarhúsið.  Gögn frá Fyrirtækjaskrá staðfesta að engar samþykktir Alþingis liggja að baki stofnun þess hlutafélags.  Ekki hefur heldur verið tekin formleg ákvörðun á Alþingi um byggingu Tónlistarhússins, eða fjármögnun þess, það sem af er, eða á komandi árum.

Mörg önnur loforð og yfirlýsingar ráðherra er enn algjörlega á persónuábyrgðum ráðherranna sjálfra, því þau hafa aldrei verið staðfest af Alþingi.

Þarna eru dómstólar að opna á mikið af lögbrotum ýmissa núverandi og fyrrverandi ráðherra.                  


mbl.is Yfirlýsingarnar ekki skuldbindandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr, heyr....  Ég óska þér gleðilegra jóla og farsæls komandi árs

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.12.2010 kl. 01:51

2 Smámynd: Árni Þór Björnsson

Ráðherrar hafa ávallt hagað sér sem lögum æðri og hlusta ekki á aðra en... sjálfa sig.

Árni Þór Björnsson, 26.12.2010 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband