Auðlindir í eigu þjóðarinnar.

Fundur Reykjavíkurfélaga Samfylkingar og VG, á Grand hóteli var einkar vel heppnaður og kraftmikill fundur. Þar voru afbragðs góðir frummælendur sem opnuðu mörg sjóanrhorn vegna þeirrar framkvæmdar sem nú viðgengst við fiskveiðistjórnun.

Það sem mér finnst þó vanta sárlega, er að farið sé skipulega yfir núverandi framkvæmd og dregið fram í dagsljósið á hvern hátt hefur alla tíð verið farið á skjön við gildandi lög. Reglugerðir eru til þess að útfæra nánar það sem í lögunum er sagt. En, það er ekki nóg að setja einhver ákvæði í reglugerð, ákvæði sem ekki eru tiltekin í lögunum. Slíkt er ekki bindandi.

Í lögum um fiskveiðistjórnun er hvergi ákvæði um að skip eða útgerðir EIGI  ár eftir ár ákveðna hlutdeild í úthlutuðum heiladrafla. Í daglegu tali er þetta kallað "Varanlegur kvóti", sem viðkomandi útgerðir EIGI, og verði ekki af þeim tekinn. Á vissan hátt hafa stjórnvöld ítt undir þessa vitleysu, með því að skipta úthlutuðum aflaheimildum eftir reglu sem á sér enga stoð í lögum.

Útgerðarmenn eru ánægðir með þetta, því þessi ólögmæta framkvæmt stjórnvalda fellur alveg að fullyrðingum útvegsmanna; fullyrðingum sem hvergi er lagabókstafur fyrir. Útgerðarmönnum hefur einnig liðist að selja frá sér "varanlega aflahlutdeild", sem ekki er til sem úthlutunarregla. Einnig hefur þeim verið liðið að selja veiðiheimildir innan ársins, þó ALDREI hafi verið samþykkt á Alþingi heimild til að selja veiðiheimildir eða aflamark.

Þá má geta þess að frá 1. janúar 1994, hefur fiskur verið í 14% flokki virðisaukaskatts (VSK). Því hefur ætíð átt að greiðast VSK af öllum seldum aflahlutdeildum og veiðiheimildum.  Skákað er í skjóli þess að þáverandi Ríkisskattstjóri hafi gefið heimild til að virðisaukaskattur af kvótasölu væri ekki greiddur. Því er til að svara að VSK heyrir undir skattheimtu, og lögum eða reglum um slíka innheimtu verður hvergi breytt nema á Alþingi. Að undanskilja kvótasölu frá greiðslu VSK hefur því alla tíð verið ólöglegt, þar sem slík ákvörðun hefur ekki verið staðfest af Alþingi. Það sannaðist á árinu 2008, er skatturinn endurgreiddi útgerð reiknaðan VSK af kvótakaupum hennar.

Sama ólögmæta aðgerðin er það þegar Ríkisskattstjóri heimilaði útgerðum að færa kvótakaup sín sem eign í efnahagsreikning sinn. Með þeirri heimild margbraut Ríkisskattstjóri lög og starfsskyldur sínar. Aflaheimildirnar voru (og eru) SANNANLEGA eign þjóðarinnar. Þær gátu því ALDREI orðið eignastofn í efnahagsreikning útgerðar. Þó útgerðarmaður hafi greitt annarri útgerð peninga til að fá til sín aflaheimild, var engin lagaforsenda til sem skyldaði Fiskistofu til að færa, þeim sem keypti kvótann, auknar aflaheimildir á komandi árum.

Á árum áður, starfrækti sjávarútvegsráðuneytið Kvótaþing, sem umsjónaaðila með úthlutuðum aflaheimildum. Fljótlega fór Kvótaþing að SELJA kvóta, bæði svokallaðan "varanlegan kvóta" og veiðiheimildir innan ársins. Ég átti þá í miklum bréfaskiptum við Kvótaþing, ríksiskattstjóra og ráðuneyti sjávarútvegsmála.

Endaði það ferli með því að ég lagði fram kæru, vegna ólögmætrar starfsemi Kvótaþings, þar sem það væri að SELJA eign þjóðarinnar án þess að hafa fengið hemildir Alþingis til slíks.  Vegna þessarar kæru var hratt brugðist við. Verið var að afgreiða svokallaðan "bandorm" frá Alþingi, og var í flíti bætt aftan við þann lagabálk, ákvæði um að fella Kvótaþing niður og allri starfsemi þess hætt. Var gengið svo rösklega til verka að skömmu síðar var hvergi hægt að finna vísbendingu um að Kvótaþing hefði verið til, því búið var að fella lögin um Kvótaþing út úr lagasafni Alþingis.

Þegar Kvótaþing var fellt niður og starfsemi þess hætt, voru verkefnin færð yfir til Fiskistofu.  Fljótlega fór þar af stað sambærileg starfsemi, þar sem Fiskistofa hefur haldið skrá yfir allar kvótasölur. Þó Fiskistofa selji ekki sjálf, eins og Kvótaþing gerði, eru þeir þó ábyrgir fyrir því að salan fari fram, þar sem tilfærsla aflaheimilda milli skipa, tekur ekki gildi fyrr en Fiskistofa hefur  staðfest tilfærsluna.

Það er því fyrst og fremst Fiskistofa, undirstofnun sjávarútvegsráðuneytis, sem er ábyrg fyrir því að SALA þjóðareignar á sér stað. Ef Fiskistofa færi að lögum og leyfði ekki sölu þjóðareignarinnar, væri stærsti hluti peningasukksins í kringum kvótakerfið, liðið undir lok.

Eins og hér hefur verið rakið, eru það fyrst og fremst opinberir aðilar, Ríkisskattstjóri og sjávarútvegsráðuneyti, sem bera ábyrgð á  þeirri ólöglegu  framkvæmd fiskveiðistjórnunar, sem hefur í för með sér mesta ranglæti kvótakerfisins. Fjármálaráðuneytið bætist síðan við, ásamt Ríksiskattstjóra, að innheimta ekki VSK af seldum kvóta. Þó telja megi víst að útgerðaraðall LÍÚ séu hönnuðir að þeirri framkvæmd sem viðhöfð er, eru það fyrst og fremst framangreindir opinberu aðilar sem bera meginábyrgð á hinni ólöglegum starfsemi, við framkvæmd fiskveiðistjórnuanr.                 


mbl.is Afnemi kvótakerfið strax í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr, heyr

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.1.2011 kl. 02:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 165580

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband