27.1.2011 | 18:02
Opið bréf til Hæstaréttar vegna stjórnlagaþings
Ég er afskaplega undrandi yfir ákvörðun Hæstaréttar varðandi kosningar til stjórnlagaþings. Í ákvörðun réttarins er sagt að niðurstaðan komi vegna kæru þriggja manna til Hæstaréttar, vegna framangreindra kosninga. Sagt er að kærur þessar byggist á 15. gr. laga nr. 90/2010, um stjórnlagaþing.
Í þriðju málsgrein á 1. bls. Ákvörðunar Hæstaréttar, er eftirfarandi niðurstaða réttarins: (Leturbreyting G.J.)
"Mál kærenda voru sameinuð með ákvörðun Hæstaréttar 6. janúar 2011 þar sem þau lúta öll að almennri framkvæmd kosninganna og varða ekki sérstaka hagsmuni þeirra að lögum."
Í 15. gr. laga um stjórnlagaþing, er hvergi nefnd heimild til beinnar kæru til Hæstaréttar, út af öðru en því er varði kjörgengisskilyrði tiltekins frambjóðanda. Orðrétt segir um þetta í 15. gr. laga um stjórnlagaþing:
"Ef kjósandi telur fulltrúa á stjórnlagaþingi skorta kjörgengisskilyrði, framboð hans hafi ekki uppfyllt skilyrði laga eða kjör hans sé af öðrum ástæðum ólögmætt, getur hann kært kosningu hans til Hæstaréttar sem sker úr um gildi hennar. "
Eins og þarna kemur fram, er Hæstarétti einungis falið að fjalla um kjörgengi tiltekinna fulltrúa á stjórnlagaþingi. Engar heimildir eru til þess í lögunum, að Hæstiréttur fjalli beint, án undangengis dóms eða úrskurðar héraðsdóms, um sjálf lögin um stjórnlagaþing, eða framkvæmdina að öðru leiti en varðar framangreint kjörgengi.
Á nokkrum stöðum í lögunum um stjórnlagaþing, er vísað til laga um kosningar til Alþingis, eftir því sem við geti átt. Í 2. málsgrein 15. gr. laga um stjórnlagaþing, er vísað til tiltekinna greina og lagakafla, í lögum um kosningar til Alþingis, sem gildi hafi í lögum um stjórnlagaþing. Þar er vísað til eftirfarandi lagagreina og lagakafla í lögum um Kosningar til Alþingis.
114 gr. í kaflanum - Kosningum frestað og uppkosningar.
XIX. kafli, sem ber heitið - Skýrslur Hagstofu.
XX. kafli, sem ber heitið - Óleyfilegur kosningaáróður og kosningaspjöll.
XXIV. kafli, sem ber heitið - Kostnaður.
XXV. kafli, sem ber heitið - Refsiákvæði.
Rétt er að geta þess að í lögum nr. 90/2010 um stjórnlagaþing, í lagakaflanum Kærur og fleira, eru einungis 15. gr. og 15.gr. a. Í hvorugri þessara greina eru nefnd frekari ákvæði, en að framan greinir, sem kæra megi beint til Hæstaréttar.
Í lögum nr. 24/2000, um kosningar til Alþingis, er kaflinn Kosningakærur, nr. XXI, með lagagreinunum 118. og 119. Þessi kafli eða þessar greinar, eru ekki nefndar á nafn í kaflanum um Kærur og fleira í lögum um stjórnlagaþing.
Í 118. grein er fjallað um kjörgengi. Sá sem kæra vill vegna kjörgengis, beini kæru sinni til Dómsmálaráðherra (nú Innanríkisráðherra), sem láti hinum kærða aðila í té afrit af kæru, auk þess sem ráðherrann leggi kæruna fyrir Alþingi, þegar í þingbyrjun. Þessi grein kemur ekki til álita í lögum um stjórnlagaþing, þar sem kjörgengi er það eina sem heimilt er að kæra beint til Hæstaréttar, samkvæmt þeim lögum.
Í 119. grein laga um kosningar til Alþingis, er fjallað um brot á lögunum. Þar er sagt að slíkar kærur skuli fara til hlutaðeigandi lögreglustjóra, sem fari með þau að hætti sakamála.
Eins og hér hefur verið rakið, er hvergi að finna lagaheimild fyrir Hæstarétt til að taka Ákvörðun um að kosningar til stjórnlagaþings hafi verið ógildar.
Sem kjósandi í þessum kosningum, beini ég þeim tilmælum til Hæstaréttar, að hann sýni lögum landsins þá sjálfsögðu virðingu, að draga þegar í stað til baka Ákvörðun réttarins frá 25. janúar 2011, um að kosningar til stjórnlagaþings séu ógildar.
Virðingarfyllst
Reykjavík 27. janúar 2011
Guðbjörn Jónsson
Útsend kjörbréf teljast ógild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 165581
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Athyglisverð pæling!
Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.1.2011 kl. 18:09
Takk fyrir Axel.
Guðbjörn Jónsson, 27.1.2011 kl. 18:11
Fylgdu þessu vel eftir Guðbjörn.
Björn Birgisson, 27.1.2011 kl. 18:31
Guðbjörn, það er beinlínis tekið fram í 15 greinin að það eigi að kæra til Hæstaréttar. Þar er enginn héraðsdómur nefndur.
Þá er einnig tekið fram í 15 greininni að það sé hægt að kæra af öðrum ástæðu sem varða kosningarnar sem leitt geti til ógildingar.
eða kjör hans sé af öðrum ástæðum ólögmætt.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 27.1.2011 kl. 18:34
Þorsteinn! Það sem stendur í lögunum er ritað með bláu letri í bréfinu. Lestu bara svolítið betur og af meiri athygli.
Guðbjörn Jónsson, 27.1.2011 kl. 18:52
Lög nr. 90 25. júni 2010 um stjórnlagaþing
15. gr. Kærur og fleira.
Ef kjósandi telur fulltrúa á stjórnlagaþingi skorta kjörgengisskilyrði, framboð hans hafi ekki uppfyllt skilyrði laga eða kjör hans sé af öðrum ástæðum ólögmætt, getur hann kært kosningu hans til Hæstaréttar sem sker úr um gildi hennar. Kæra skal afhent Hæstarétti innan tveggja vikna frá því að nöfn hinna kjörnu fulltrúa voru birt í Stjórnartíðindum. Hæstiréttur aflar greinargerðar og gagna frá landskjörstjórn og gefur viðkomandi fulltrúa færi á að tjá sig um kæruna áður en skorið er úr um gildi kosningarinnar.
Guðbjörn, við þurfu ekkert að deila um hvað stendum í lögunum og við eru báðir læsir.
Það eru hin almennu skilyrði sem leiða til ólögmætis á kjöri stjórnlagaþingsmanna og er þau rakinn í dómi Hæstaréttar.
Kv, ÞHG
Þorsteinn H. Gunnarsson, 27.1.2011 kl. 19:10
Það var alvöru fasisti í þessum hóp sem komst á þing, og þar að auki með greindarvísitölu sirka 95, þó fyrri störf gætu blekkt að betur sé fyrir manninum komið, heilaþveginn hættulegur trójuhestur sem óskar þess að þessi þjóð deyji og alheimsfasiminn éti hana upp. Slíkir menn eru óvinir mannkynsins alls og ef þeir fá neinu ráðið verður aldrei friður í heiminum. Þeir skilja ekki eftir hvaða tóni þeir dansa sinn ljóta dans. En það vita upplýstir menn. Veljum aldrei aftur svona mann á stjórnlagaþing.
Guð hefur áætlun fyrir Ísland, heiminum til heilla. (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 01:19
Þú sem skrifar hér athugasemd nr. 7. Það er fyrst og fremst til smánar fyrir þig sjálfan að skrifa svona. Hins vegar verður þú að gera þér ljóst að þú bakar þér mikla erfiðleika, í eigin lífi, að láta svo líta út sem þú talir sem verkfæri Guðs.
ÉG VEIT að þú ert það ekki í þessum skrifum, heldur eru skrif þín byggð á þínum eigin innri vandamálum, sem þú hefur lokað inni með þér í stað þess að fá hjálp til að hreinsa hugsun þína og vitund. Þú þarft að átta þig á því að GUÐ er alvöru afl í alheimsorkunni, sem hefur óþrjótandi afl og möguleika til að leiðrétta brautir villuráfandi fólks, líkt og þúsundir dæma sanna. Bendlaðu því ekki Guð við þínar lægstu kvatir og niðurrífandi hugsanir.
Guðbjörn Jónsson, 28.1.2011 kl. 10:04
Hæstiréttur getur ekki komið í veg fyrir Stjórnlaga þing þegar tekið hefur verið tillit til formsatriða. Í þessu felst aðhaldið að framkvæmdavaldinu, tefja til að hægt sé að gera hlutina 100% rétt af virðingu við stjórnskrána sem er. Það þýðir ekki að deila við Hæstarétt. Það getur tekið nokkur ár að skipta um dómara í honum.
Róm var ekki byggð á einum degi.
Júlíus Björnsson, 28.1.2011 kl. 11:48
Ég er ekki meira "verkfæri Guðs" en allt annað og allir aðrir í heiminum, og hef aldrei haldið öðru fram. Ég er ekki að gera neinum illt með því að benda á að það komst hættulegt fólk að á þessu stjórnlagaþingi...vonandi ekki því næsta. Þeir sem þekkja lítið, skilja lítið og vita lítið, og mistúlka því heiminn í kringum sig, eru hættulegir öðru fólki. Ég er pantheisti / Universalisti, en ég trúi líka á frelsi og mannréttindi, nokkuð sem mun deyja út ef svona fólk kemst til valda. Stalín kallinn og jafnvel Hitler eru eins og hvolpar miðað við öflin sem nú eru að reyna að hafa áhrif á gang mála, og nota sjálft lýðræðið sem verkfæri til að tortýma því. Það ER stríð, stríð milli frelsis og ófrelsis, mannréttinda og fasisma. Ég lít ekki svo á að einhver sé verri en annar fyrir það að vera treggáfaður og heilaþveginn...en komist sá hinn sami í valdastöðu gerir það hann hættulegan og því ber að finna slíku fólki störf við hæfi, sem eru líklegri til að skila meiri hamingju fyrir þá sjálfa og aðra. Ég hvet alla til að grandskoða alla þá sem þeir kjósa á þing, og kjósa engan afþví hann sé í fljótu bragði viðkunnalegur eða virki meinlaus. Það er ekki alltaf þannig.
Guð hefur áætlun fyrir Ísland, heiminum til heilla. (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 16:35
Horfum til Bandaríkjanna og horfum til Frakklands. Hvað sem við gerum, horfum ekki til Þýskalands eða Bretlands. Hver sem segist þiggja innblástur sinn frá þessum þjóðum, honum skal ekki treyst. Þetta er ekki verra fólk en hvað annað, en það hafa skuggaleg öfl krukkað í stjórnmálum þessara þjóða frá upphafi, og við ættum að taka allar okkar stjórnmálalegu ákvarðanir byggðar á því að dragast ekki inn í Ný-fasismann og hans nýju gerfi. Bretland eyðilagði Bandaríkin að innan, og nú er Þýskaland að eyðileggja enn betra og merkilegra land, stjórnmálalega séð, Frakkland...Látum ekki eyðileggja okkur líka. Hjálpum frekar til við að rétta fallnar þjóðir við. Sá dagur kemur.
Guð hefur áætlun fyrir Ísland, heiminum til heilla. (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 16:39
Svar til 10 og 11. Hver sem þú ert, lýsa skirf þín mikilli innri vanlíðan. Þú segir: ...ég trúi líka á frelsi og mannréttindi,. Ekki er hægt að merkja það af skrifum þínum, því þau lúta mjög að því að þú og þínir fylgendur í skoðunum, eigið að gefa út heilbrigðisvottorð fyrir aðra og segja til um hvað er rétt og heilbrigt. samanber: 1. Hver sem segist þiggja innblástur sinn frá þessum þjóðum, honum skal ekki treyst. 2. Bretland eyðilagði Bandaríkin að innan, og nú er Þýskaland að eyðileggja enn betra og merkilegra land, stjórnmálalega séð, Frakkland...Látum ekki eyðileggja okkur líka.
Ekkert af þessum dómhörðu fullyrðingum er rökstutt að neinu leiti. Einungis svölun þín í því að finna neikvæða ímynd til þess að vökva þína eigin vanlíðan. Neikvæðni hefur alla tíð verið leiðin til myrkursins. Leitaður leiðarinnar til ljóssins, þar munt þú finna ýmiss jákvæð viðfangsefni, innan viðráðanlegs viðfangs fyrir þig. Þá mun þér fara að líða betur.
Guðbjörn Jónsson, 28.1.2011 kl. 17:03
Mér líður ekki illa. Og ég er í góðu sambandi við minn innri mann og uppruna minn, takk. Er mjög hamingjusamur og lifi mjög góðu lífi. Og ég veit nákvæmlega hver mín viðfangsefni eiga að vera í lífinu, og fæst við þau og ekkert annað. En ég hef áhyggjur af þessari þjóð. Og þegar einhver lýsir því yfir að vera hugfanginn af þýsku stjórnarskránni, vitandi hvernig hún kom til, og að íslenska þurfi ekki að vera opinbert tungumál lengur, og skipti engu máli hvort tungumálið okkar lifi af, þá hringja viðvörunarbjöllur frá mér sem sögufróðum manni. Tungumálið er það fyrsta sem fólk missir við það að verða þrælar. Þrælum í Ameríku var bannað að tala sitt tungumál, írum sitt...og þannig heldur það áfram. Við ættum að vara okkur að kjósa ekki svona öfgafólk. Það ert þú sem hefur verið með predikanir hér en ekki ég. Ég á enga sérstaka "skoðamnabræður". Ég er óflokksbundinn maður sem styð enga sérstaka stefnu eða stjórnmál, nema sannleikan og heilbrigða skynsemi og tek mínar ákvarðanir í lífinu út frá langtímahagsmunum sem eru mikilvægari en mínir eigin persónulegu hagsmunir, og horfi ofan í kjölinn á málunum, bæði aftur í tíman og skoða söguna og raunverulega drifkraftinn á bak við hluti, og fram í tíman og skoða afleiðingar, en læt ekki fjölmiðla, dægurmálaþras og flokkapólítík hafa áhrif á hvernig ég kýs eða hvern.
Guð hefur áætlun fyrir Ísland, heiminum til heilla. (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 17:12
PS: Ég er hér að tala við upplýst fólk, en ekki hérna til að veita illa menntuðu fólki sögukennslu, og ber mér engin skylda til þess. Það getur hver sem er kynnt sér söguna í dag, við höfum internetið og bókasöfn, og internet-bókasöfn líka meira að segja. Bandaríkin höfðu mikilvæga frelsisbyltingu sem markaði spor í mannkynssögunni. Ef Bandaríkin hefðu bara náð að slíta sig frá Bretlandi hefðu hugsjónir "the founding fathers" ræst þar, en Central Bank Bandaríkjanna er að hluta til í breskum höndum, og öll þeirra fjármál, og það er skuldabaggi á þjóðinni sem misvitur öfl hafa nýtt sér til að koma þar að annars konar hugmyndafræði en Bandaríkin voru upprunalega byggð á. Frakkland er móðir og faðir Bandaríkjanna. Þar var franska byltingin háð. Í samstafi við ESB kvarta flestir venjulegir Frakkar yfir því að þjóðin ráði sér lítið sjálf, að ófrelsi aukist, og þeir þurfi nú að taka við skipunum frá Þýskalandi, sem hafa mun sterkari stöðu en þeir sjálfir í bandalaginu. Þetta er satt, því miður. Það er aldrei rétt að foreldrarnir þurfi að taka skipun frá börnunum, og því ekki rétt að Frakkland fái ekki þá stöðu sem því ber í heiminum. Það er harmleikur fyrir allan heiminn að þeir sem hafa sýnt með gjörðum sínum að þeim er ekki treystandi fyrir lýðræðinu, enn markaðir af hugsunarhætti afa og ömmu í Hitlersæskunni, geti í krafti stærðar sinnar traðkað á sjálfri vöggu lýðræðisins. Ísland hefur mikilvægara hlutverk en flestir gera sér grein fyrir. Við höfum langa lýðræðishefð og saga okkar minnir um margt á sögu Bandaríkjanna, við komum hingað til að öðlast meira frelsi og sjálfstæði. Ef við svíkjum þennan uppruna okkar þá höfum við svikið allan heiminn og allt mannkynið. Ef við borgum Icesave skuldirnar þá erum við að segja að þriðja heiminum beri líka að borga sínar skuldir, í stað þess að hjálpa þeim. Og ef við tökum einhverjar fljótfærnisákvarðanir í hræðslukasti, eins og þessi ríkisstjórn og hvað þá sú á undan henni hafa báðar alltof oft gert, þá erum við að eyðileggja fyrir einhverju sem er stærra og meira en litla Ísland, og ábyrgðin því mikil hér.
Guð hefur áætlun fyrir Ísland, heiminum til heilla. (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 17:22
Góð komment hjá þér þú með langa nafnið. Skil bara ekki þetta sálgreinital Guðbjarnar. Hver og einn trúir á Guð á sinn hátt og aðrir alls ekki. Þetta kemur ekkert því við hvernig fólki líður.
Dómurum í Hæstarétti líður alveg ágætlega ábyggilega þó það séu hrein misstök að þeir komi að þessu máli yfirleitt. Hæstiréttur er ekki hlutlaus og kæran frá þessum þremur mönnum er algjört rugl. Þetta er að breytast í að Hæstiréttur taki að sér hvaða skítamál sem er. Þessi lög um að þeir eigi að gera það á að taka burtu í hvelli. Svona staða má ekki vera með stuðning í lögum.
Það er það eina sem hefur komið út úr þessu máli. Setja bara upp eftirlitsnefnd sem fer í gegnum þetta og lífa Hæstarétti við svona þvælu....
Óskar Arnórsson, 29.1.2011 kl. 12:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.