Icesave og EES reglurnar.

Það er skoðun Breta, að vegna EES reglna, berum við fulla ábyrgð á innlánasöfnun Landsbankans á Icesave reikningana. Hver eru rökin fyrir þessu? Jú, þau eru, að vegna þess að afgreiðslustaður Landsbankans í London var útibú frá aðalbankanum í Reykjavík, þá beri aðalbankinn alla ábyrgð á útibúinu í London. En er það svo? Hvað segja grunnreglur EES samningsins um það?

Þær segja að Íslenskur banki geti stofnað útibú á Bretlandi. Til þess að gera slíkt, þarf einungis að tilkynna til breskra stjórnvalda, að fyrirhugað sé að opnuð verði bankaþjónusta í London. En þarf ekkert meira? Jú, vegna EES reglna, verða Bresk stjórnvöld að samþykkja starfsemina. En Landsbankanum ber að sjá til þess að starfsemin lúti öllum sömu reglum og aðrar bankastofnanir á sama markaði þurfa að fara eftir.

Hvers vegna er það? Hvers vegna getur ekki íslenskur banki ferið eftir íslenskum lögum og reglum í starfi útibús síns í London? Það er vegna þess að jafnræðisregla EES samningsinskveður á um að ALLIR samkeppnisaðilar, á sama markaðssvæði, skuli fara eftir sömu reglum. Þannig standi allir jafn réttháir í samkeppninni. Í pistli mínum frá 26. febrúar s. l. skrifa ég:

"Flestum er ljóst að grundvöllur EES samningsins er jafnréttishugtakið, um jafna stöðu allra á markaði. Um það segir svo í 1. hluta samningsins um EES, eins og hann birtist í lögum nr. 2/1993, en þar segir svo í e. lið 2. töluliðar 1. gr.

"að komið verði á kerfi sem tryggi að samkeppni raskist ekki og að reglur þar að lútandi verði virtar af öllum;..."

Þar sem áhersluletri er bætt við, er það gert af höfundi þessara skrifa. Þarna er beinlínis sagt að ein af grundvallarreglum EES samstarfsins sé að raska ekki samkeppni."

Þetta er reglan sem gerði Bretum skylt að kanna allar reglur um starfshætti þess útibús sem Landsbankinn ætlaði að opna í Bretlandi. Þeir gátu einungis veitt leyfi til opnunar útibúsins, að bankinn ætlaði að starfa eftir öllum sömu reglum og öðrum bankastofnunum var skylt að gera.

Rétt er að hafa í huga, að þegar útibúið í London var opnað, var í fyrstu ekki áformað að taka við almennum innlánum. Þess vegna var ekki gengið frá því að útibúið hefði sömu innlánatryggingar og aðrir bankar.

Síðar sækir Landsbankinn um að mega taka við innlánum í útibúi sínu í London. Bretar þurfa að veita þetta leyfi, að uppfylltum sömu skilmálum og gilda um aðra banka á markaðssvæðinu, sem taka við innlánum. Eins og framangreind jafnræðisregla EES samningsins vísar til, bar breskum stjórnvöldum að sannfærast um að útibú Landsbankans í London, hefði gilda innlánatryggingar í sama tryggingasjóði og aðrar bankastofnanir, á sama markaðssvæði. Annað hefði verið mismunun, sem brotið hefði gegn framangreindum ákvæðum jafnræðis, og þar með raskað jafnvægi í samkeppni.

Þó afgreiðslustaður Landsbankans í London, væri útibú frá Íslandi, varð það í einu og öllu að fara eftir lögum og reglum slíkra stofnana í Bretlandi. Þeir gátu ekki stundað starfsemi þar undir íslenskum lögum og reglum, frekar en erlendir aðilar geta stundað, hér á landi, viðskipti eða starfsemi undir lögum og reglum heimalands síns. Starfsemi útibús Landsbankans í London var því, frá fyrsta degi, háð öllum starfsreglum þarlendra banka. Þar með talið upplýsingum til fjármálaeftirlits Breta og eftirlits frá þeirra hendi. Nákvæmlega eins og allar aðrar bankastofnanir á sama markaðssvæði, samanber framangreinda EES reglu um jafna stöðu á markaði.

Það liggur því ljóst fyrir, að Bresk stjórnvöld gátu ekki heimilað útibúi Landsbankans í London, að taka við innlánum þar í landi, nema bankinn væri búinn að tryggja sér tilskylda aðild að tryggingasjóði innlána þar í landi. Annað hefði verið alvarleg markaðsleg mismunun, og þar með GRÓFT BROT á grunnreglum EES samningsins.

Á sama hátt BAR breska fjármálaeftirlitinu að hafa fullkomið eftirlit með allri innlánasöfnun útibús Landsbankans, á nákvæmlega sama hátt og það hafði eftirlit með innlánum annarra bankastofnana á sama markaðssvæði. Framangreind jafnræðisregla EES samningsins lagði þeim þær skyldur á herðar. Undan þeirri skyldu áttu þeir enga undankomuleið.

Þó þeir, af ótta við pólitískar afleiðingar heima fyrir, reyni að skella skuldinni á íslenska þjóð, sem enga ábyrgð ber á hugsanlegum vanefndum Breta á að uppfylla jafnræðisskyldu EES samningsins.

Bresk stjórnvöld, bera því tvímælalaust fulla bótaábyrgð, gagnvart löndum sínum, sem töpuðu innlánum sínum. FYRST OG FREMST vegna vanrækslu breskra stjórnvalda á að uppfylla grundvallarskyldur sínar um jafna stöðu samkeppnisaðila á sama markaði, samkvæmt EES reglunum hér að framan.

Hér hafa einungis verið dregin upp fáein aðalatriði varðandi fjarstæðukenndar kröfur Breta um að skattgreiðendur á Íslandi borgi tjón, sem varð á Bretlandi. Þar töpuðu fjármagnseigendur í ÞEIRRA heimalandi fjármunum, fyrst og fremst, VEGNA ÞEIRRA EIGIN TRASSASKAPAR OG EFTIRLITSLEYSIS.

Meðan EES samningnum er ekki breytt, liggur alveg klárlega fyrir að Bretar eiga ekki möguleika á lögsókn gegn Íslendingum, vegna þess tjóns sem þeir sjálfir ollu fjármagnseigendum sínum. OG, þar sem Hollendingar eru líka aðilar að EES samningnum, gilda allar sömu málsreglur um þá og þær sem raktar eru hér að framan.

Af þessu tilefni spyr ég. Hvar er heilabúið í öllum FRÁBÆRU lögfræðingunum okkar, fyrst allir þegja um þessa mikilvægu réttarstöðu okkar í Icesave- málinu ????????????????????????  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Jónsson

Guðbjörn: Það er helst að halda að Íslenskir Hæstaréttarlögmen, trúi því í alvöru að í þessu máli verði ekki dæmt eftir "lögum", þeir lögmen sem hafa tjáð sig um málið virðast halda að um umferðaróhapp sé að ræða, og að másvörn og sókn byggist á orði gegn orði, en ekki á lestri lagagreina og rökum með sömu lagagreinum, þeir með öðrum orðum telja dómstóla vera í vasa sóknarliða í Icesave málinu, ég verð að taka undir með þér hér að ofan, þar sem þú veltir fyrir þér hvernig heilabú þessara mann starfa, eða hvort þau eru til staðar yfirleitt. 

Magnús Jónsson, 4.3.2011 kl. 23:04

2 Smámynd: Birgir Rúnar Sæmundsson

Guðbjörn: Það er í rauninni fiskur undir steini í þessu.  Bretar með sína leyniþjónustu og aflandseyjabanka í sinni lögsögu, vita allt um hvert peningarnir fóru og hverjir fengu inn á reikninga hjá sér !  Samnings þráhyggju Steingríms og Íslenskra stjórnmálamanna er einungis hægt að skýra á einn veg. Bretar þurfa engu að hóta, hvorki dómstólum né öðru, þeir aðeins veifa nafnalistanum með nöfnum, reikningsnúmerum og upphæðum ! Ef Íslensku dólgarnir hlýða þeim ekki, þá láta þeir þetta einfaldlega leka í blöðin !

Birgir Rúnar Sæmundsson, 5.3.2011 kl. 09:29

3 identicon

Þeir eru fautar og þrællynt þý

þursar nautum líkust

Heilagrautur hausnum í

held eg sé blautur skítur.

Pétur (IP-tala skráð) 5.3.2011 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 109
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 102
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband