29.3.2011 | 21:06
Eru siðareglur fræðasamfélagsins hættulegar réttlæti og lýðræði?
Um nokkurn tíma hef ég velt því fyrir mér hvort siðareglur hinna ýmsu stétta hins svokallaða "fræðasamfélags" geti verið ein af rótareinkennum þess siðleysis og spillingar sem hér hefur þrifist og dafnað undanfarin ár?
Erfitt er að kynna sér siðareglur til hlítar, því margar þeirra eru óskráðar. Að eðlisþætti hefur mér verið gefinn sá hæfileiki að fá sýn á kjarnaþætti ýmissa mála. Sá eðlisþáttur hefur leitt til þess að ég skoða yfirleitt mál út frá sjónarmiði lagastoðar, réttlætis og virðingar. Niðurstöður mínar hafa þess vegna oftast ekki verið taldar umræðuhæfar. Umræður um þýðingarmikil málefni snúast því oftast um aukaatriði eða tilbúna mistúlkun á grundvallaefni hvers málefnis.
Ég fékk fyrstu snertingu við þessar óskráðu siðareglur fyrir tæpum 40 árum, þegar sýslumaður og sveitarstjórn brutu alvarlega á mannréttindum mínum og dánarbúi foreldra minna. Ég gekk á milli margra lögfræðinga í leit að hjálp, en allir voru svo uppteknir að þeir gátu ekki tekið málið að sér. Að lokum fann ég gamlan lögfræðing, sem hættur var störfum. Hann gaf sér tíma til að hlusta á mig og staðfesta að það væri mikið til í því að á mér hefði verið brotið. Þar sem hann var hættur málflutningi, leiðbeindi hann mér við að ná rétti mínum, m. a. með því að ég læsi mér til í lögum.
Mörgum árum síðar kynntist ég afar heiðarlegum hæstaréttarlögmanni, sem greinilega var með hjartað á réttum stað. Hann gagnrýndi opinberlega vinnubrögð Hæstaréttar. Áberandi breyting varð á framkomu dómstóla í hans garð eftir það og mörg mál hans eyðilögð með hreinum útúrsnúningum. Hann sá sér ekki fært að láta mál skjólstæðinga sinna eyðileggjast svo hann skilaði inn málflutningsréttindum sinum og hætti lögmennsku.
Þegar ég fór að læra rekstrarfræði, rakst ég á sömu þöggunarreglur í þeim geira. Ég gagnrýndi oft augljóslega villandi framsetningu hagfræðinga. Afleiðing þess varð sú að til mín var sendur maður, til að leiðbeina mér um umræðuhefð á þessum vettvangi. Þegar ég sinnti þeirri leiðsögn ekki, var mér boðin vel launuð staða. Þegar kom að útfærslu á hvað í starfinu fælist, var eitt af því að ég tjáði mig ekki opinberlega um þjóðfélagsmálefni. Um þetta leiti skrifaði ég oft blaðagreinar. Ég fór því heim, hugsaði málið og skrifaði svo grein þar sem ég lét þess getið að starfskraftar mínir væru til sölu, en sannfæringin ekki.
Þau ár sem ég sinnti fjármálaráðgjöf fyrir fólk í skuldavanda, kom oft til alvarlegs ágreinings við lögmenn vegna innheimtuaðgerða. Einnig var ég oft erfiður fyrrverandi kollegum úr bankakerfinu, þar sem ég þekkti allar reglur þeirra. Ég fékk því oft að heyra að ég væri of krefjandi í framsetningu. Ég ætti ekki að gagnrýna svona beint. Undir slíkt gætu engir viðkomandi fagaðilar tekið. Ræddi ég þessi mál t. d. við framkvæmdastjóra Lögmannafélagsins, sem sagðist einungis geta rætt þetta óformlega við sína menn. Ef bein kæruatriði bærust, yrðu þau skoðuð. Slíkt bar engan árangur fyrr en afrit kærunnar var einnig sent dómsmálaráðuneyti til kynningar. Þá varð smá breyting um tíma, en bara meðan undirbúin var árás á mig og ég gerður ótrúverðugur, með aðstoð fjölmiðla.
Í skjóli hinna óskráðu siðareglna, og óvandaðra vinnubragða i fræðasamfélaginu, sem af slíkri þöggun leiðir, hefur þjóðfélagið sem heild og fjölmargir einstaklingar á margan hátt verið sviptir tekjum og tilvistargrunni. Með árunum og aukinni fjölbreytni tjáningarforma, hefur þessi þöggun orðið augljósari. Framkvæmendur óheiðarleika og óréttlætis eru einnig orðnir sér þess meðvitaðir að allt fræðasamfélagið er orðið svo siðspillt að það leitar meira segja að réttlætingu þess að fyrir Alþingi séu lögð lagafrumvörp sem augljóslega bera í sér stjórnarskrárbrot.
Augljósasta dæmið um þöggunina á afbrotum fræðasamfélagsins, er þöggunin sem ríkir um hið alvarlega lögbrot æðsta dómsstigs þjóðarinnar, Hæstaréttar, er hann án allra lagaheimilda ógilti nýverið kosningar til stjórnlagaþings. Ég ritaði Hæstarétti strax bréf, þar sem ég fór fram á að þeir endurskoðuðu ákvörðun sína, vegna skorts á lagaheimildum þeirra til að taka, beint fyrir Hæstarétt, hinar framlögðu kærur. Samkvæmt lögum ættu þær að fara til viðkomandi lögreglustjóra, þaðan fara í ákæruferli til héraðsdóms, áður en Hæstiréttur gæti tekið þær til úrskurðar. Þó bréfið væri efnislega rétt, hvað lagaforsendur varðar, og afrit af því sent fjölmiðlum, vefmiðlum og ýmsum í stjórnsýslunni, gerist ekkert.
Á einum þeirra mörgu funda sem haldnir voru um stjórnlagaþingið, eftir úrskurð Hæstaréttar, orðaði ég þessi lögbrot réttarins. Þar talaði menntaður lögfræðingur sem hiklaust sagði frá því að í náminu væri lagt upp með að lögmenn gagnrýndu ekki beint og opinberlega vinnubrögð annarra lögmanna eða dómstóla. Þessi orð hans vöktu enga athygli, líkt og öllum fyndist sjálfsagt að þessir mikilvægu framkvæmdaaðilar réttarfars og réttlætis hefðu samfélagið í gíslingu slíkar þöggunar, sem leiðir af slíkum siðareglum.
Nú er svo komið að svo til daglega er fjallað um alvarleg siðferðisbrot, ósannyndi og beinan óheiðarleika, í flestum fjölmiðlum og vefmiðlum. Gagnrýni á slíka framgöngu vekur tiltölulega litla athygli. Hugsanlega er það ein af ástæðunum fyrir því að menn fara sífellt minna í felur með slík afbrot. Þeir vita sem er að fræðasamfélagið gagnrýnir þá ekki opinberlega fyrir slíkan óheiðarleika. Eina gagnrýnin sem heyrist er frá okkur, almenningi í þessu samfélagi, sem hvorki fræðasamfélagið, stjórnkerfið né dómskerfið hlustar á, eða tekur mark á. Hvað getur, við þessar aðstæður, orðið siðrænni vitund til bjargar?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Fjármál, Vefurinn | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Tek heilshugar undir með þér, það er raunarlegt að sjá hve gagnrýni er algerlega hunsuð á vettvangi fjölmiðla, og lögbrot framin án þess að háværar umræður fari af stað, hugsanlega er orðin til of mikil umræða, svo mikil að slæpt hefur athygli og siðgæði fjöldans, en svarið við spurningunni í enda greinarinnar er, að góðir men gefist ekki upp á að halda góðum gildum á lofti.
Magnús Jónsson, 31.3.2011 kl. 23:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.