8.4.2011 | 13:25
Hvers vegna milliríkjasamninga?
Þegar litið er til allra þeirra láta sem orðið hafa út af Icesave reikningum Landsbankans, er eðlilegt að spurningar vakni, eins og t. d. þessi. - Hvers vegna eru Íslensk stjórnvöld að gera milliríkjasamninga, eins og EES samninginn, þegar ákvæði slíkra samninga eru ekki nýtt þjóðfélaginu, fyrirtækjum þess og almenningi til varnar, gegn árásum og kröfum annarra samningsaðila?
Í Icesave málinu hafa Bretar og Hollendingar gert kröfur á hendur íslenskum skattgreiðendum vegna starfsemi íslensks fyrirtækis í Bretlandi og Holandi. Íslenska fyrirtækið Landsbankinn hf. rak sjálfstæðar bankadeildir í Bretlandi og einnig í Hollandi.
Samkvæmt afar skýrum ákvæðum í 1. grein EES samningsins, bar t. d. Breskum stjórnvöldum að sjá til þess að rekstur Landsbankans í Bretlandi væri að ÖLLU leiti háður sömu lögum og starfsreglum og aðrar bankastofnanir í Bretlandi þurftu að fara eftir. Að starfsstöð Landsbankans var útibú skipti engu máli hvað það varðar, að verða að starfa eftir sömu lögum og reglum og aðrir bankar á sama markaðssvæði.
Á sama hátt bar Hollenskum stjórnvöldum að sjá til þess að rekstur Landsbankans í Hollandi væri að ÖLLU leiti háður sömu lögum og starfsreglum og aðrar bankastofnanir í Hollandi þurftu að fara eftir.
Hvaða reglur eru þetta?
Reglur þessar lúta að fullkomlega jafnri aðstöðu fyrirtækja í sömu starfsemi og á sama markaði. Þau þurfi ÖLL, óháð eignarhaldi, að fara eftir sömu lögum og reglum. Starfsemi ALLRA banka á sama markaðssvæði verði að vera háð eftirliti sama aðila, svo fullkomið traust ríki um að rekstur þeirra sé að ÖLLU leiti í samræmi við lög og reglur þess lands sem starfað er í. Ákvæði þessu að lútandi er að finna í e. lið 2. málsgreinar 1. greinar, Fyrsta hluta EES samningsins sem ber heitið: MARKMIÐ OG MEGINREGLUR, en þar segir svo: (Áhersluletur er sett af höfundi þessara skrifa)
"e) að komið verði á kerfi sem tryggi að samkeppni raskist ekki og að reglur þar að lútandi verði virtar af öllum;"
Þetta ákvæði leggur hverju aðildarríki þá skyldu á herðar, að hvert það fyrirtæki sem ætlar að starfa innan lögsögu þess, starfi undir NÁKVÆMLEGA sömu lögum, reglum og eftirliti og önnur fyrirtæki, sem starfa í sömu starfsgrein og þar með á sama markaði.
Af því leiðir, að þegar Landsbankinn tilkynnti brekum stjórnvöldum að hann ætlaði að opna útibú í London, var breskum stjórnvöldum SKYLT að sjá til þess að starfsemin færi að ÖLLU leiti fram í samræmi við lög og starfsreglur annarra bankastofnana í London.
Ekkert í framangreindum ákvæðum grunnreglna EES samningsins veitir breskum stjórnvöldum heimild til að leyfa einni bankastofnun á markaðssvæði Lundúnaborgar að starfa eftir lögum, reglum og eftirliti annars sjálfstæðs þjóðríkis. Með því móti gæti Breskt eftirlitskerfi ekki haft sama eftirlit með daglegri starfsemi þess banka, á sama hátt og þær hefðu eftirlit með öðrum bankastofnunum á sama markaðssvæði.
Á Íslandi er enginn erlendur banki. Hvorki með sjálfstætt dótturfélag eða útibú. Hér reka hins vegar erlend flugfélög söluskrifstofur, sem verða að starfa eftir íslenskum lögum og reglum, og eru háðar eftirliti íelenskra aðila um ÖLL öryggismál íslendinga í viðskiptum við þær. Á sama hátt voru hér um tíma erlendar starfsmannaleigur með útibú. Þær urðu að fara eftir íslenskum lögum, reglum og kjarasamningum, í starfsemi sinni hér á landi. Þá starfsmenn sem þær réðu hingað, urðu þær að ráða á íslenskum kjarasamningum og fara að íslenskum lögum og reglum um íslenskan vinnumarkað. Þeir gátu ekki rekið starfsemi sína eftir lögum, reglum og kjarasamningum heimalanda sinna, vegna framangreindra ákvæða EES samningsins, um jafna stöðu ALLRA aðila í sama rekstri á sama markaðssvæði.
Þessi staða jafnréttis, að hinum erlendu starfsmannaleigum bæri skylda til að starfsmenn þeirra hefðu laun og önnur starfskjör eftir Íslenskum kjarasamningum og rekstur þeirra lyti Íslenskum lögum, reglum og eftirliti, var á þeim tíma ekkert óljós í hugum forystumanna ASÍ, samtökum atvinnurekenda, stjórnvalda og Alþingis.
Starfsmannaleigur höfðu aldrei verið reknar hér áður. Þess vegna voru lög og reglur um slíka starfsemi takmörkuð. Það var þó ekki látið valda óvissu um réttarstöðuna, því með nokkuð skjótum hætti voru sett lög um slíka starfsemi. Og við þau lög voru reglugerðir settar, sem starfsmannaleigurnar urðu að fara eftir, vegna framangreindra ákvæða í EES samningnum.
Hvað veldur því að Íslensk stjórnvöld telja það sjálfsagt að erlend fyrirtæki sem hér starfa, fari að Íslenskum lögum og reglum, en þau geri ekki samskonar kröfur til annarra aðila EES samningsins? Hvers vegna gera stjórnvöld okkar nú ekki sömu kröfur til erlendra stjórnvalda innan EES samningsins, að þau erlendu fyrirtæki, sem stunda starfsemi í löndum þeirra, starfi eftir þeim lögum, reglum og eftirliti sem gildir á starfssvæði þeirra?
Ekki er um að kenna ókunnugleika um framangreind ákvæði EES samnings, þar sem Íslensk stjórnvöld og forysta ASÍ höfðu áður sýnt, í samskiptum við hinar erlendu starfsmannaleigur, að þau þekktu vel þessi ákvæði EES samningsins. Er sá möguleiki ef til vill fyrir hendi að Íslensk stjórnvöld og forysta ASÍ, séu tilbúin að líta framhjá því alvarlega broti á EES samningnum, sem Bretar og Hollendingar eru að fremja, með því að skjóta sér undan ábyrgð á tryggingum innistæðna í útibúum Landsbankans í löndum þeirra?
Já, eins og fram hefur komið var þekkingin á framangreindum ákvæðum EES samningsins til staðar hjá stjórnvöldum og ASÍ. Þeim er því ekki fært að bera við þekkingarskorti á þeim ákvæðum EES samningsins sem þarna er vísað til.
Einu haldbæru rökin sem finnast fyrir þessari framgöngu Íslenskra stjórnvalda og fylgni ASÍ við þá framgöngu, virðast vera hin sjúklega árátta Samfylkingarinnar að koma landinu inn í ESB. Samfylkingin er ráðandi afl í ríkisstjórn og virðist einnig vera það innan ASÍ.
Enginn ætti að ganga dulinn hins einbeitta ásetnings forystu Samfylkingarinnar að koma þjóðinni inn í ESB. Þar virðist engu skipta þó meirihluti landsmanna sé því andvígur. Með slíkri framgöngu yfirlýsir Samfylkingin í raun að hún vinni EKKI fyrir þjóð okkar. Önnur öfl dragi hana áfram, sem hún greinir þó ekki frá hver eru. Kannski eru það sömu öflin og þau sem hindra nú að stjórnvöld beiti þekktri þekkingu sinni, til að verjast yfirgangi Breta og Hollendinga, er þeir ganga fram með ótrúlegri hörku og skynsemislausum yfirgangi í tilraun til að láta Íslenska skattgreiðendur komandi áratuga greiða það tjón sem tryggingasjóðir innistæðna þessara þjóða varð óvéfengjanlega fyrir, vegna tapaðra innistæðna á Icesave reikningum Landsbankans.
Því miður virðist heiðarleiki vera orðinn frekar fáséður eiginleiki í stjórnmálum og viðskiptalífi þessa lands, og líklega víðar. Af þeirri ástæðu virðist lítil von til að hinn eiginlegi sannleikur þessa máls, komi nokkurn tímar fram í dagsljósið.
Gerist slíkt kraftaverk, að vitundarvakning verði meðal meirihluta þjóðarinnar, um að snúa af þeirri glötunarbraut sem brunað hefur verið eftir undanfarna þrjá áratugi, eða svo, gæti þetta samfélag átt góða möguleika á að skapa þegnum sínum ein bestu lífskjör sem í boði munu verða í þróuðum löndum á komandi áratugum.
Ef vitundarvakning verður ekki, hefur allt erfiði genginna kynslóða, til uppbyggingar sjálfstæðis samfélags okkar, með góðum lífskjörum, orðið til einskis. Framtíðin er því í okkar höndum. Í veröldinni er hvergi að finna samband þjóða, þjóðríki eða samfélag, sem tilbúið er að koma fram sem félagsmálastofnun, gagnvart samfélagi eins og okkar, sem kastað hefur frá sér gulleggi góðra lífsgæða, vegna hugleysis og hreins kjánaskapar.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Þetta eru allra bestu rök sem ég hef lesið fyrir því að segja NEI á morgun.........
Jóhann Elíasson, 8.4.2011 kl. 14:34
Takk fyrir mig :) vonandi verður meirihluti Nei sinna mikill á morgun...
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.4.2011 kl. 02:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.