Frumvarp að nýrri stjórnarskrá

Sagt er að engin rós sé án þyrna. Svo má einnig segja um nýja frumvarpið að stjórnarkrá okkar.  Margt er þar afburða gott, en svo eru dæmi þar sem  fólkið virðist hafa yfirfært texta úr gömlu stjórnarskránni án þess að leiða hugann að því hvað sá texti þýddi.

Í fyrstu málsgrein 26. gr. núgildandi stjórnarskrár segir að: "Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi.

 Þarna er mjög skýrt ákvæði um meginreglu þess sem veitir samþykktum lagafrumvörpum frá Alþingi lagagildi.  Það er undirritun forsetans sem fullgildir ákvörðun Alþingis. Í ljósi þessa er framhald 26. greinarinnar í algjörri mótsögn við meginregluna og einnig í mótsögn við meginreglu rökfræði, líkt og bent var á í umræðum á Alþingi vorið 1944, þegar sú stjórnarskrá var til umfjöllunar í þinginu. En hver er þessi mótsögn? Hún er eftirfarandi: 

"Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu."

Meginreglan er að frumvarp frá Alþingi verði ekki að lögum fyrr en forseti hefur áritað það. Í upphafi þessa seinni hluta 26. gr. segir beinlínis að lögin taki gildi þó forsetinn staðfesti þau ekki. Lagatæknilega séð hefur þetta ákvæði ekkert lagagildi, þar sem upphafsákvæði 26. gr. um að lagafrumvarp frá Alþingi fái fyrst lagagildi eftir að forseti hafi áritað lögin.  Í þessari fyrstu setningu 26. gr. eru engin frávik og engar forsendur til undanbragða frá skýrri reglu. Upphaf  annarrar setningar 26. gr. um að lagafrumvarp frá Alþingi hljóti lagagildi án áritunar forseta, eru því í beinni andstöðu við ófrávíkjanlegt ákvæði upphafssetningar 26. gr. og því alvarlegur "bastarður" í þessari grein.

Færi svo að lagafrumvarpi sem forseti hefði ekki áritað, yrði beitt sem lögum, og einstaklingar eða fyrirtæki hlytu skaða af, gæti ríkissjóður orðið skaðabótaskyldur vegna ótvíræðs og undanbragðalauss ákvæðis upphafssetningar 26. gr. stjórnarskrár, að áritun forseta geri lagafrumvörp að lögum.  Kæmi slíkt mál fyrir dómstól, gætu dómarar ekki gengið framhjá ótvíræðu upphafi 26. gr. að það sem gerði lagafrumvarp að lögum, væri áritun forseta. Þó síðar í texta greinarinnar væri  ákvæði sem gengi þvert gegn ótvíræðu ákvæði upphafssetningar greinarinnar, yrðu dómarar að dæma það ólögmætt, þar sem það gengi þvert gegn ótvíræðu ákvæði upphafssetningar lagagreinarinnar.

Það sem hér hefur verið fjallað um er ákvæði í 26. gr. núgildandi stjórnarskrár.  Því miður varð stjórnlagaráði á sú yfirsjón að yfirfæra þetta þverstæðuatriði yfir í 60 gr. frumvarps þeirra að nýrri stjórnarskrá. Það verður að teljast mjög alvarleg yfirsjón.

Einnig verður stjórnlagaráði á mjög alvarleg mistök er það leggur til í 113. gr. frumvarps til stjórnarskrár, að þjóðin verði svipt þeim grundvallarrétti lýðveldis og lýðræðis, að fá að kjósa um þá stjórnarskrá sem þjóðin sjálf setur sjálfri sér, stjórnvöldum og Alþingi, til að lifa og starfa eftir. Slíkt valdaafsal getur ekki gengið og með öllu ótækt að hafa slíkt í grundvallarlögum lýðveldisins.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband