Skuldir heimila og smáfyrirtækja fyrr og nú.

Þegar bankakerfið okkar hrundi haustið 2008, urðu skuldir margra óviðráðanlegar. Þar fór saman nánast tvöföldun hinna ólögmætu gengistryggðu lána og umtalsvert verðbólguskot, sem olli umtalsverðri hækkun verðtryggðra lána.

Hrun bankanna má að miklu leiti rekja til óvitaskapar stjórnenda þeirra og mikils þekkingarleysis á mikilvægi hlutverks stærstu viðskiptabanka þjóðar, í stöðugleika í efnahagslífi hennar. Fram að einkavæðingu bankanna, höfðu pólitískir stjórnendur þjóðarinnar geta haft ákveðna stjórnun á stærstu bönkunum, þar sem þeir voru ríkisbankar. Seðlabankinn var einnig undir beinni pólitískri stjórnun. Afleiðing þessa var sú að efnahagslífi okkar hafði aldrei verið stjórnað frá grundvelli sjálfstæðis og sjálfbærni. Þeir þættir eru of plássfrekir til að verða reifaðir hér, en þarfnast samt umræðu, þó síðar verði.

Þegar sú kjölfesta sjálfstæðs efnahags þjóðarinnar, sem ríkisbankarnir voru, var seld aðilum sem enga þekkingu höfðu á skyldum og hlutverki þessara stærstu banka þjóðarinnar, var fjárhagslegu sjálfstæði landsins stefnt í hættu. Einkanlega þar sem stjórnmálamenn þjóðarinnar höfðu lengst af ekki haft skilning á mikilvægi þess að  stýra fjárstreymi þjóðarinnar með jafnvægi tekna og útgjalda sem grunnforsendu.

Segja má að frá miðri 20. öldinni hafi bráðlæti og skortur á langtímaviðhorfum stöðugt hrjáð þessa þjóð. Fyrsta sjálfstæða fjármagnið sem við fengum, var styrkur í stríðslok, sem fenginn var með hjálp Bandaríkjamanna. Fyrsta efnahagsstjórnun okkar var því ekki byggð á sjálfaflafé, heldur fjármunum sem bárust til okkar. Af þessu leiddi það pólitíska viðhorf að skapa þyrfti frelsi til að kaupa erlendir frá allt sem fólk langaði til að eignast. Hugsunin um að afla fyrst peninga til að kaupa fyrir, náði ekki fótfestu, vegna þess gjafafjár sem við höfðum fengið.

Á sjötta áratug 20. aldar beindust kraftar landsmanna mest að uppbyggingu sjávarútvegs og raforkuframleiðslu. Á sjöunda áratugnum var skipakostur ört stækkandi, einkanlega vegna mikillar síldveiði. Keppst var við að fjárfesta í skipum, verkunarstöðvum og síldarbræðslum, fyrir allt það fé sem til var laust auk nokkurs lánsfjár.  Ekkert var hugsað fyrir jafnvægisþætti veiðanna, svo langtímagrundvöllur gæti skapast fyrir þeim fjárfestingum sem farið hafði verið út í. Afleiðingar þess urðu hrun síldarstofnsins og þar með hrun þeirra tekna sem áttu að greiða fjárfestingarnar.

Þegar síldin var farin, hrundu líka tekjur þjóðarinnar. Við sátum uppi með mikinn fjölda skipa sem ætluð höfðu verið til nótaveiða. Einnig voru nokkrar síldarbræðslur sem ekkert höfðu að gera og gátu þar af leiðandi ekki endurgreitt lánin sem þær höfðu fengið til uppbyggingar. Lánin sem þeir fengu, var það fjármagn sem náðist að spara saman með því að takmarka innflutning á almennum neysluvarningi. Þar sem þessum peningum hafði verið ráðstafað í fjárfestingu sem ekki skilaði af sér tekjum, var ljóst að það fjármagn kæmi aldrei aftur til baka.

Segja má að það ferli sem hér hefur verið lýst, hafi verið nokkuð ríkjandi í sambandið við efnahagsstjórnun hjá okkur. Atvinnuhættir hjá okkur eru ekki skipulagðir út frá langtímamarkmiðum. Viðhorfin virðast oftast vera, að gera átak til að græða fljótt mikla peninga. Allir þessir þættir hafa misfarist, þannig að fjárfestingar í atvinnusköpun hafa að sára litlu leiti skilað sér aftur til þjóðarinnar í marði af þeirri atvinnustarfsemi sem fjárfest var í.  Af þeirri ástæðu m. a. hefur þjóðin ekki geta skapað sér tekjuafgang til að geta fjárfest fyrir sjálfaflafé.

Eitt þessara átaksverkefna var ímyndaður bjargvættur bættra lífskjara til sveita, með aukinni loðdýrarækt. Ekkert var hugsað fyrir því að menn þyrftu að læra meðhöndlun þessara dýra. Ekkert var heldur hugsað fyrir fjárstreymi þessarar starfsemi. Rokið var af stað með mikinn fjölda loðdýrabúa.

Fyrstu búin fengu lán fyrir stofnkostnaði. Þar fyrir utan fengu þau svonefnt rekstrarlán, sem var til fóðurkaupa og fleiri þátta er vörðuðu eldið sjálft. Rekstrarlán þessi voru veitt þannig að lánin áttu að greiðast niður með sölu skinna af dýrunum. Sölutekjurnar áttu að greiðast inn til bankans, sem tæki af þeim afborgunarhluta lánsins en legðu afganginn inn á veltureikning búsins.

Það sem bankamenn  klikkuðu á, var að flest fyrstu búanna seldu nánast engin skinn.  Meginhluti dýranna frá þeim seldust sem lífdýr og greiðslur vegna lífdýrasölu, bárust ekki til viðskiptabanka búanna. Nánast ekkert kom því til endurgreiðslu rakstrarlána fyrstu árin, sem þá söfnuðust upp og urðu bændum óviðráðanleg.

Af hverju rek ég þessa sögu hér. Það er vegna þess að upphaflegi vandi loðdýrabænda varð að nokkru  til vegna mistaka bankamanna; mistaka sem varð að ókleifum múr fyrir bændur. Skuldavanda sem ríkissjóður varð að koma að lausn á, svo forða mætti heimilum frá gjaldþroti og lánastofnunum frá illviðráðanlegum skakkaföllum. En hvernig var þetta mál leyst?

Skuldavandinn nú er m. a. til kominn vegna, mistaka eða óraunsæis bankamanna, sem valdið hefur heimilum landsins ókleifum skuldamúr, sem er fyrst og fremst afleiðing af hreinum glannaskap bankamanna. Samlíkingin með skuldavanda loðdýrabúa er því alls ekki óraunhæf. Því tel ég hægt að líta í átt til þeirra lausna sem ríkissjóður og Alþingi lögðu til við lausn á vanda loðdýrabúa.

Það var í árslok 1989 sem Alþingi samþykkti lög nr. 112/1989, um skuldabreytingar vegna loðdýraræktar. Lög þessi voru einungis tvær greinar og 1. greinin hljóðaði svo:

"Ríkisstjórninni er heimilt að ábyrgjast með sjálfskuldarábyrgð lán sem loðdýrabændur taka í stað lausaskulda sem myndast hafa vegna loðdýrabúskapar þeirra á árunum 1986-1989, samtals allt að 300 m.kr.

     Lánin skulu veitt til fimmtán ára, verðtryggð með lánskjaravísitölu og 5% vöxtum. Endurgreiðslutími lánanna skal vera tólf ár.

     Sjálfskuldarábyrgð ríkissjóðs skal því aðeins veitt að með henni reynist unnt að koma rekstri viðkomandi bús í viðunandi horf eða forsendur séu fyrir hendi fyrir lántakanda að greiða af skuldum sínum með öðrum hætti. Hún má ná til allt að 60% af þeim lausaskuldum hvers bónda sem uppfylla skilyrði 1. mgr., enda breyti viðkomandi lánardrottnar því sem eftir stendur í lán til a.m.k. átta ára gegn þeim tryggingum sem þeir meta gildar.

     Framleiðnisjóður landbúnaðarins skal hafa á hendi umsjón með framangreindum skuldbreytingum.

     Ráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um lánsupphæðir til hvers loðdýrabónda, svo og önnur þau skilyrði fyrir lánveitingum er þurfa þykir, svo sem veðskilmála."

Þarna gengur ríkissjóður, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, í sjálfskuldarábyrgð fyrir allt að 60% þeirra lausaskulda sem myndast höfðu. Til viðbótar þessu kom svo 2. gr. laganna, en hún hljóðaði svo:

"Þrátt fyrir ákvæði um tryggingar fyrir lánum o.fl. í lögum nr. 45/1971, um Stofnlánadeild landbúnaðarins, er Stofnlánadeild heimilt að fella niður verðtryggingu og vexti, og fresta greiðslu afborgana, af lánum til bænda vegna loðdýrabúra á næstu fimm árum. Þá er Stofnlánadeild heimilt, þegar hagsmunum hennar er betur borgið með þeim hætti, að fella niður hluta höfuðstóls annarra veðskulda loðdýrabænda."

Þarna var bændum skapað 5 ára svigrúm til að takast á við uppsöfnun lausaskulda.  Þeim var ekki boðið upp á frystingu greiðslna, sem söfnuðust upp á tímabilinu. Nei, þeim var fært með lögum, niðurfellin vaxta og verðtryggingar af fasteignalánum sínum um 5 ára skeið, en eftir það kæmi lánið aftur til greiðslna afborgana á sömu upphæð eftirstöðva sem það  var þegar  greiðslur voru stöðvaðar. Engin uppsöfnun vaxta eða verðtryggingar bættist við á tímabilinu.

Í lokasetningu 2. gr. segir að Stofnlánadeild sé heimilt, þegar hagsmunum hennar er betur borgið með þeim hætti, að fella niður hluta höfuðstóls annarra veðskulda loðdýrabænda."

Á árinu 1992 er þessu ákvæði breytt svolítið með lögum nr. 108/1992, en þar segir svo:

"Í stað síðari málsliðar 2. gr. laganna kemur: Þá er Stofnlánadeild heimilt að fella niður allt að helmingi af heildarskuldbindingum sem stofnað hefur verið til hjá deildinni vegna loðdýraræktar. Heimildin nær til afskriftar á lánum og niðurfellingar vaxta eftir nánari reglum sem landbúnaðarráðherra setur að höfðu samráði við stjórn Stofnlánadeildar landbúnaðarins."

Þarna er orðin opin óskilyrt heimild til niðurfellingar að allt að helming lána loðdýrabænda, vegna loðdýrabúa sinna.  Þarna voru menn að verki sem gerðu sér fulla grein fyrir þeim vanda sem það skapaði fjárstreymi um þessa atvinnugrein, ef henni væri um langan tíma haldið í fjötrum vanskila og jafnvel gjaldþrotaferlis. Því var höggvið á hnútinn sem myndast hafði, án þess að bændur sjálfir hefðu beinlínis búið hnútinn til.

Þegar hrunið varð, haustið 2008, og skuldavandi margra heimila hart nær tvöfaldaðist, átti stjórnkerfið til, eins og hér hefur verið sýnt fram á, ferli til lausnar yfirhlaðinna skulda. Lausnarmótel sem afar skamma stund átti að taka að gera virkt. Og, þar sem 65. gr. stjórnarskrár hefst á orðunum:

"Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti."  átti ríkisstjórn og Alþingi ekki að eiga aðra möguleika en að veita heimilunum sömu úrlausn og loðdýarbændum var veitt á sínum tíma. Hvorki heimilin né loðdýrabændur sköpuðu þær aðstæður sem ollu því að skuldamálin fóru úr böndunum. Báðir eiga hins vegar stjórnarskrárvarinn rétt á því að lausnir á samskonar vanda þeirra séu byggðar á grundvelli jafnræðis og virðingar fyrir mannréttindum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tók mig til, og las yfir tekstan í lífeyrissjóðsláni hjá Gildi. Þar stendur.

3.tl. Til viðbótar hverri einstakri greiðslu vaxta og afborgunar af láni þessu skal lántaki á hverjum gjalddaga greiða verðuppbót (vísitöluálag) af vaxta og afborgunargreiðslu lánsins í hlutfalli við breytingu fram til gjalddaga frá þeirri stigatölu vísitölu er að ofangreinir(grunnvísitölu).

Semsagt, samkvæmt texta skuldabréfsins skal greiða verðuppbót af vaxta og afborgunargreiðslu lánsins.

Þannig það er bannað að legja verðbætur ofan á höfuðstólin,

Skýrar getur þetta varla geta orðið, þannig að nú gæti farið að færast fjör í leikinn.

Jón Sig. (IP-tala skráð) 25.9.2011 kl. 21:36

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það var í fréttum hér áðan að hlutfall Íslenskustjórnsýslunar í árstekjum Íslandamarkaðar í heildina í samburði við önnur ríki væri ekki samburðahæft, og ef lífeyirsjóðir og fleira sem krefst reiðufjár væri tekið inn þá birtust súlur þar sem Ísland stóð upp úr með 40 á móti öðrum ríkjum sem öll voru svipuðu með um 30  þetta er 40/30 eða 33 %  hærra, sem ekki fer í að mynda hávirðisauka inn á Íslenskum almennum neytenda markaði.  Orðið "Hagvöxtur" er mjög skrýtinn þýðingi á því sem erlendis er skilið sem gróft mat á breytingu til stækkunnar eða minnkunnar á innri árs virðaukatekjum Íslandsmarkaðar +- viðskiptajöfnuður. Áherslur annarstaðar í heiminu eru að auka sínar eigin langtíma virðisaukatekjur en láta viðskipta jöfnuð vera líka núll: ef öll ríki myndu gera út fyrst að græða og aðalega á öðrum ríkjum í heiminum þá væri ekki um valdajafnvægi að ræða.  Kína kemur með neytendamarkaði. 

Til að skilja viriðisauka þá er hann í EU t.d. í þremur þrepun. Grunn þrep er fyrir grunn: Grunnur er hráefni og orka, fáir lögaðilar og risaveltur  max. 2,0%  þá kemur næsta þrep milliliðir og þá er um ca. 10% að ræða í skatt, og  lögaðilar fleirri og veltur minni. Síðasta þrepið er aðal keppnis svæðið og kallast loka sala til til almennra neytenda,  þar eru lögaðilar miklu fleiri og veltur miklu minni og vsk skatturinn um max 20%, svipaður og grunn skattur lagður á starfsmenn. Þegar lögaðili leggur 20% á dregur hann frá 8% og 2% vsk sem hann hefur greitt áður til sinna lánadrottna.  Sá sem kaupir inn allt með 8% skatti skilar aldrei 20% fullum til hins opinera.  Fjármál vextir og arður eru ekki taldir til þjóðartekna, vegna þess að sagt er að í árs samhengi sé þetta hluti að sölu sem búið er  að greiða vsk. eða söluskatt af  [líka starfsmanaskatt og fasteignaskatt] og væri þá skattamann að skattleggja sama  fé tvisvar. Ísland virðist rekið eins og hér skilja menn ekki lengur erlendar tungur eftir að hafa ný Íslenskað merkingar flestar orða og hent eldri fyrir ný. Við erum ekki að baka almennt brauð hér. Heldur safna hveit í geymslur fullar af rottum. Raunvirði hveitis og rúmmál heldur sér betur en skiptimyntir á mörkuðum.  Hér verið að safna skuldbindingum til að tryggja handbært reiðufé hins opinbera og svokallaðara uppsöfnunarsjóða [veltusjóðir erlendis] á alþjóðlegum skiptimyntum, í ljósi reynslu hvað það gekk vel upp þegar veð að mati útlendinga voru fyrir hendi.  Erlendir lánadrottnar eru ekki á höttum eftir rekstralegum eignum Íslandsmarkaðar, heimilis fasteignum og öðrum vsk. rekstrar fasteigunum. Þeir vilja hagnaðinn sem nú fer í skatta og vexti.

Júlíus Björnsson, 27.9.2011 kl. 02:45

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ef eignaréttar regla Alþjóða samfégsind gildir þá gildir á útgáfur degi veskuldarbréfs í bókun bankans að [Equity] jafngildi í reiðu <=> 30.000.000 kr. Eftir afhendingu er Jafngildi í reiðu fé <=> max. 80% eignarhald í hinu veðsetta - skuldbinding max 80% eignarhald í hinu veðsett, fram að fyrstu veðlosun þá reiknar bakinn alla reiðfjár greiðslu til hækkunar á í sínu reiðufé.

Hinvegar er 80% eignahaldið hluti af rekstrarlegum eiginum bankans og bókað bæði Debit og kredit á Jafngildið.  Markaðvirði bókaðnúll: eignarhaldið er ekki til sölu. 

Heildar Captil er <=> 80 max eignahald á útgáfu degi. 

Samingur er þinglýstur og ef um jafngreiðslu er að ræða 30 ár þá stækkar jafngildið í reiðufé um 1.000.000 ári. 

Vegna svo kallaðarar Irving Fisher veðlosunarjöfnu er lánadrottni tryggt að hans veðréttur sé öruggur hlutfallslegamest  fyrst.  Þetta á ekki að skipta skuldnaut neinu máli ef hanna ætlað sér að borga skatta og tryggingar og viðhald af eignarhaldinu í næstu 30 ár.

Alþjóðlegar reglur um  CIP leiðréttingar á reiðfjárjafngreiðu er að hreineign Lánadrottins á gjalddaga er látin breytast hlutfallslega eins og CIP frá útgáfu degi.

Þetta er bara ein reiðufjárjafngreislu í einu. 

Það er rétt að ef a= b+ c þá gildir  v x a = v x b + v x c.

Ef um jafngreiðslu er að ræða gildir að H = h1 + h2 +  ... + h30 og

Eftir uppgreiðslu Hu = v1x h1 + v2 x h2 + .... v30 x h30   

Þetta gildir um allar verðtryggingar á jafngreiðlu.  Í UK þegar grunnur leikur á 

Hu > v1 x h1 + v2  x h2 + ... v30 x h30 þá er auðveldt að sanna með því reikna eins og eðilegt er. Þegar um jafngreiðslu er að ræða er það jafngreiðlan sem er það sem allt er miðað við: fasta jafnstreymis reiðféð.  Leggja áherslu á reikna nýja veðaflosun er hluti að jafngreiðslu veðfalsi, bæði auka eignarhalds hlut Lánadrottnis meira til að byrja og í heildina litið að skila honum meira af raunvirði í endurgreiðslur.  Falsið átti að ganga upp meðan Íslensk veðmöt væru næg og  Seðlabankar EU og UK mæltu með krónu kaupum.   Þótt Íslendingar skilji ekki double-entry system til fjármálstjórnunar gera mörg önnur ríki það mjög vel: byggja á grunni frá því fyrir 1450.  Þetta má þýða yfir í Tveggja-gátta uppsetningu á heildarfærslum til höfuðbókanna.  Tvíhliða-bókhald lýsir vel yfirborðs þekkingu nútíma Íslendinga. Páfinn blessar þessa gáttar-uppsetninu á vogarformi.  Það er ekkert hægt að svindla á eignarrétti á þessu stjórnunarformi nema með að breyta því með lögum eins og misvitrir fræðingar Íslands eftir 1910. Reikingar eru ekki hluti af höfuðbókunar uppsetningu.  Balance sheet er Vogunarhula: status í augnkblikinu eins og slæða færður í samræmi við staðreyndir sem byggja oft á reikningum sem voru færðir í dagbækur.  Jafnvægisreikningur eða efnahagsreinkingur er Íslensku skilningur.  Lykil atriði þesssarar uppsetningu eru tvær gáttir [eða hólf] með sama tölu gildi [því jafnt]. Vogun  tryggir að heildir [summur] úr debiti og credit úr höfuðbókanna súlum [undirsettar]séu jafnar, þegar leiðréttur hefur verið allur miskilningur. Jafngildi[eiginfé: hreinn höfuðstóll] á í samarburði ríkja, að fylgjast að að nema í einu ríki finnst til dæmis dementanáma, fylgja innra meðal verðlagi ríkis. Þegar útlendingar þekkja heildar skuldbindingar og eiginfé= meðal ársveltu í reiðfé: Þá þarf ekki að meta eignahaldið. Það er alltaf Assets = Liabilities + equity.   Þess vegna er lögð mikil áhersla á að meta eignarhaldið á tilteknu uppgjörstímabili frekar minna heldur en stærra og láta svo leiðrétta sig upp ef Liabilities er miklu stærri en equity: handbært eða nauðsynlegt reiðfé til rekstrar[Ríkis]. Halda stöðugu raunvirði eiginfjár í alþjóðasamanburði er lykil atrið, halda of miklu reiðfé utan veltu kostar verðtryggingu af samtímatekjum ef það á að fylgja raunvirði eiginfjárs.  Pund hækkaði um 150% frá 1970 til 2000 í vörum og þjónustu. 

Júlíus Björnsson, 27.9.2011 kl. 04:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband