Eitthvað virðist dómgreindin löskuð

Maður á erfitt með að verjast brosi, þó málefnið sé mjög alvarlegt. Sjávarútvegurinn er skuldsettur upp á nokkur hundruð milljarða, en formaður LÍÚ segir að allur ísfiskflotinn sé kominn yfir 30 ár og orðinn úreltur. Það þýðir í raun að skipin eru nánast verðlaus, en eru samt veðsett fyrir háum fjárhæðum.

Þá segir í fréttinni að formaður LÍÚ segi að: "ef aflétt yrði óvissunni um sjávarútveginn myndu fljótlega skapast hundruð starfa í mörgum atvinnugreinum." Það eina sem draga má ályktanir af, um fjárfestingar, samkvæmt fréttinni, er að smíða þurfi ný skip fyrir ísfiskflotann. Það segir formaður LÍÚ að sé fjárfesting upp á 1,8 - 2,2 milljarða, með smíði á nýju ísfiskskipi. 25 slík skip myndu þá kosta 45 - 55 milljarða, en formaður LÍÚ segir: "fjárfestingarþörf upp á 16 milljarða í útgerðinni,".

Ég velti fyrir mér hvernig formaður LÍÚ ætlar stórskuldugri útgerð, á barmi fjöldagjaldþrots, að eigin sögn, að fjárfesta til sköpunar mörg hundruð starfa í mörgum atvinnugreinum. Af orðum formanns LÍÚ má álykta að hann telji núverandi skuldir útgerðarinnar ekki sjálfbærar, þurfi þær að greiðast af aflatekjunum einum. Af því muni leiða fjöldagjaldþrot núverandi útgerðarfélaga.

Sé raunveruleikinn sá sem formaður LÍÚ segir, er þjóðfélagslega nauðsynlegt að hina yfirskuldsettu útgerðir fari í gjaldþrot, og við taki önnur útgerðarfélög, með minni skuldsetningu, sem geti greitt þjóðinni eðlilegt afnotagjald af auðlindinni. Samneysla okkar gerir að sjálfsögðu þá kröfu að þessi stærsta þekkta auðlind þjóðarinnar leggi eðlilega til samneyslunnar. Slíkt gerist ekki ef þær útgerðir sem sækja hið takmarkaða magn sem auðlindirnar gefa, eru svo skuldsettar að aflavermætið dugi vart fyrir beinum útgerðarkostnaði og afborgunum lánsfjár.  Þjóðin getur ekki sætt sig við að samneyslan sé svelt til óhóflegs samdráttar, svo yfirskuldsettar útgerðir geti greitt innlendum sem erlendum fjármagsneigendum afborganir og vexti af lánsfé sem komið er yfir öll skynsemismörk. Slíkar útgerðir eru nú þegar gjaldþrota.


mbl.is Skapar hundruð starfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Rekstralegar eignir í fjármála samhengir eru ekki seldar á markaði og afskrifað úr fjármála "Balance Sheet".  Gildir á hverju ári að árs reiðurfjáreign + árs skuldbindingar = Eignarhald [sem er í eðli sínu reiðufé]. 

Til að viðhalda sínum rekstralegum eignum er lagt í varsjóð fyrir útborgaðan arð : reiðufé sem er komið í verðtryggingu [án raunvaxta] hjá þjónustu stofnum sem sérhæfir sig í langtíma langtíma veltu verðtryggingum.

Þetta er dæmi um Íslending sem kanna ekki alþjóðlegar bókunarreglur. Skilur ekki á muninn á eignum og tekjum. Þjóðminjasafn Ísland sér hæfir sig í eignsöfnum. Vsk. fyrirtæki á að skilað hagnaði úr rekstri til að eiga fyrir viðhaldi á sama hagnaði til framtíðar þetta er sjálfsögð krafa.  Raunveruleikni er að illa rekin tekju fyrirtæki þurfa alltaf að fá nýja rekstra aðila sem kunna sitt fag. Stjórnsýslan hér er með þá ranghugmynd að rekstralegu eignirnar séu sjálfar tekjustofnar: þess vegna er talið að því meira af rekstralegum eignum skili hærri launum til ríkisins, óháð rekstrar tekjum. Bankar og sjóðir eru svo gerðir út af stjórnsýlsunni til að leggja  í beina eignaskatta á almenna starfsmenn og lögaðila. Þetta heitir að éta hænum sem verpir eggjunum.  Skammsýni og þröngsýni lítt greindra rekstra aðila.  

Júlíus Björnsson, 28.9.2011 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband