7.10.2011 | 00:01
Hvernig er verðtryggingin rétt eftir logum
Þetta er tilraun til að sýna hvernig húsnæðislán þróast ef verðtrygging er reiknuð eins og lögin gera ráð fyrir að sé reiknað. Samkvæmt síðasta greiðsluseðli Íbúðalánasjóðs voru eftirstöðvarnar þess láns sem hér er sýnt u.þ.b. 9 milljónir, en samkvæmt réttum verðbótum eru eftirstöðvarnar um 3,6 milljónir. Vakin er sérstök athygli á því að þessar færslur eru allar með nákvæmlega réttum verðbótaþáttum í hverjum mánuði. Vísitala neysluverðs í greiðslumánuðinum er reiknuð sem breyta frá vísitölu lántökumánaðar.
Opnið skrána "Íbúðarlán" í skráarsvæðinu hér til hliðar. Þá á að opnast færsluskrá yfir allar afborganir lánsins, frá fyrsta gjalddaga til gjalddaga nú í september s. l. Þetta væri rétt þróun á verðtryggðu 6.400.000 kr. láni, sem tekið var á árinu 2000. Höfuðstóll lánsins ætti að hafa lækkað um sem bæst 40%. Svolítið annað að sætta sig við slíkar verðbætur.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Fjármál, Vefurinn | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Guðbjörn það væri athyglivert að sjá útreikninginn sem íbúðarlánasjóur gerir við hliðina. Ég er ekki með þessi lán og hef ekki samanburð. Er ekki ennþá komin niðurstaða frá umboðsmanni alþ. í túlkun á lögunum og hvort rétt eða rangt er farið að frá bankanna hendi. Mér finnst þetta vera verulegar upphæðir sem þú ert að tala um og verður að fást botn í þetta sem fyrst. Þarf ekki að reka þetta mál þá fyrir Hæstarétti til að fá ur þessu skorið ef um mismunandi túlkun á gildissviði laganna er að ræða.
kv Ingólfur Vestmann
Ingolfur Vestmann ingolfsson (IP-tala skráð) 7.10.2011 kl. 02:32
Nú hlýtur niðurstaða Umboðsmans Alþingis, að fara að koma,lögin eru alveg skýr, það á að verðbæta afborgunina(greiðsluna),ekki höfuðstólinn.
Ég næ því ekki hvernig þú færð vexti í fyrstu greiðslu upp á 136.425kr. síðan hrinja vextirnir njður í ca. 27000, hvað er ég að misskilja?
Jón Ólafs (IP-tala skráð) 7.10.2011 kl. 21:13
Nei, Ingólfur, niðurstaðan er ekki komin. Andmælaferlið er svolítið hægfara, ef aðilar nýta alla fresti að fullu. Við skulum vona að svar Umboðsmanns verði á þann veg að ekki þurfi að fara fyrir dómstóla.
Jón Ólafs. Vextirnir fyrstu afborgunar eru svona háir vegna þess að lánið var samþykkt í júlí en fyrsti gjalddagi var í október. Eftir það voru gjalddagar í hverjum mánuði.
Takk fyrir innlitið og athugsemdirnar, báðir tveir.
Guðbjörn Jónsson, 7.10.2011 kl. 23:21
Í ríkisfjármálasamhengi í stöndugum ríkjum erlendis, er það talið kostur að halda verðum á fasteignveðskuldargrunni [lögaðila og 90% fátækustu í lágmarki].
Forsendur fyrir grunn veðskuld eru:
Jafnar greiðslur á ári í 30 ár [360]. Þannig að miðað við heildartekjur skráðs eignanda á uppgreiðslu tímabilinu sem eru 129.600.000 kr. fyrir tekjuskatta [launa til hins opinbera] fari 64.800.000 kr. í íbúðarkostnað.
Þessi kostnaður skiptist í
A) 14.953.846 kr. Viðhald á skráðu veði í 30 ár.
B) 24.923.077 kr. Fasteignaskattar og tryggingar
C) 19.938.462 kr. jafngreiðsluveðskuldar útborgunn óskráðs eiganda
D) 4.984.615 kr. útborgun skráð eigenda.
Alls: 64.800.000 kr.
Þarn erna er búið að hámarka í hverju ríki fyrir sig hlutfallslegan grunn stöðuleika [koma í veg fyrir eignartilfærslur] fyrir verðtryggingu sem miðar við 30 ára línulegan hliðstæðan stöðuleika vöxt grunnhúsnæðis og neyslukostnaðar og því líka teku kostnaðar vegna þeiira 90 % fátækustu.
Þetta er hluttfallslegar staðreyndir.
Nauðsynlegar mánaðar tekjur fyrir tekjuskatta og lífeyriskuldbindingu eru:
360.000 kr.
Í Þýskalandi eru tekjuskattar og lífeyriris trygging [60 % af meðaltekjum á starfsævi] um 72.000 kr. til 90.000 kr. Heilar mánaðar greiðslur um 432.000 kr. til 450.000 kr.
Staðgreiðsluverð íbúðarhúsnæðis um: 25.000.000 kr.
Hægt er að reikna verðeignabætur ekki skráðs eignanda miðað við staðlaða neytendkörfu 90% fátækustu [ekki körfur Ríkisstofnanna og lögaðila] fyrir 90% hækkun á næstu 30 árum miða við jafnar endurgreiðslu á eigin(reiðu)fé, þær eru um 60% í fljótu bragði um 80% - 90% ef verðbólga 135%-150%.
Heildarjafngreiðsluskuld miðað við 3,0% meðalaverðlagshækkanir á 30 árum er :
Um 32.000.000 kr. og fasta mánaðar gjaldið er um 88.889 kr.
Max. UK 150% verðbólga UK. 105.000 kr. mánaðargjald.
Setja fram ó Alþjóðleg grunnveðskuldarform með hærra almennu hlutafallaslegu mánaðargjaldi, stangast á við allar stjórnarskrár í stöndugum ríkjum, hvað varðar eignarrétt og þjóðar efnahagslegt öryggi.
Þetta verða Íslenskir lögspekingar skilja. Glæpur er gera ráð fyrir meiri verðbólgu, alli vera að búa í lífvænlegu húsnæði.
IRR sjóðastarfsemi hér í grunni vantar ["yieldings"=vextir er ekki til þess fallnir að skila raunvirði til lengri tíma en 60 mánuðir] . "Interest" eru hagsmunir um hlæutfallslega stöðuleika ekki eignavöxt í samburði.
Júlíus Björnsson, 9.10.2011 kl. 14:50
Í ríkisfjármálasamhengi í stöndugum ríkjum erlendis, er það talið kostur að halda verðum á fasteignveðskuldargrunni [lögaðila og 90% fátækustu í lágmarki].
Forsendur fyrir grunn veðskuld eru:
Jafnar greiðslur á ári í 30 ár [360]. Þannig að miðað við heildartekjur skráðs eignanda á uppgreiðslu tímabilinu sem eru 129.600.000 kr. fyrir tekjuskatta [launa til hins opinbera] fari 64.800.000 kr. í íbúðarkostnað.
Þessi kostnaður skiptist í
A) 14.953.846 kr. Viðhald á skráðu veði í 30 ár.
B) 24.923.077 kr. Fasteignaskattar og tryggingar
C) 19.938.462 kr. jafngreiðsluveðskuldar útborgunn óskráðs eiganda
D) 4.984.615 kr. útborgun skráð eigenda.
Alls: 64.800.000 kr.
Þarna er búið að hámarka í hverju ríki fyrir sig hlutfallslegan grunn stöðuleika [koma í veg fyrir eignartilfærslur] fyrir verðtryggingu sem miðar við 30 ára línulegan hliðstæðan stöðuleika vöxt grunnhúsnæðis og neyslukostnaðar og því líka tekju kostnaðar vegna þeira 90 % fátækustu.
Þetta er hlutfallslegar staðreyndir.
Nauðsynlegar mánaðar tekjur fyrir tekjuskatta og lífeyriskuldbindingu eru:
360.000 kr.
Í Þýskalandi eru tekjuskattar og lífeyriris trygging [60 % af meðaltekjum á starfsævi] um 72.000 kr. til 90.000 kr. Heilar mánaðar greiðslur um 432.000 kr. til 450.000 kr.
Staðgreiðsluverð íbúðarhúsnæðis um: 25.000.000 kr.
Hægt er að reikna verðeignabætur ekki skráðs eignanda miðað við staðlaða neytendkörfu 90% fátækustu [ekki körfur Ríkisstofnanna og lögaðila] fyrir 90% hækkun á næstu 30 árum miða við jafnar endurgreiðslu á eigin(reiðu)fé, þær eru um 60% í fljótu bragði um 80% - 90% ef verðbólga 135%-150%. Eignabætur lækka á endurgreiðslutíma vegna þess að raunskuld greiðist niður.
Heildarjafngreiðsluskuld miðað við 3,0% meðalaverðlagshækkanir á 30 árum er :
Um 32.000.000 kr. og fasta mánaðar gjaldið er um 88.889 kr.
Max. UK 150% verðbólga UK. 105.000 kr. mánaðargjald.
Setja fram ó-Alþjóðleg grunnveðskuldarform með hærra almennu hlutafallaslegu mánaðargjaldi, stangast á við allar stjórnarskrár í stöndugum ríkjum, hvað varðar eignarrétt og þjóðar efnahagslegt öryggi.
Þetta verða Íslenskir lögspekingar skilja. Glæpur er gera ráð fyrir meiri verðbólgu, allir verða að búa í lífvænlegu húsnæði.
IRR sjóðastarfsemi hér í grunni vantar ["yieldings"=vextir er ekki til þess fallnir að skila raunvirði til lengri tíma en 60 mánuðir] . "Interest" eru hagsmunir um hlutfallslega stöðuleika ekki eignavöxt í samburði.
Júlíus Björnsson, 9.10.2011 kl. 14:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.