Eignarhaldið ekki rétt.

Samkvæmt skráningu hjá Fyrirtækjaskrá, er Austurhöfn-TR ekki í eigu ríkissins eða Reykjavíkurborgar. Ég fékk afrit af öllum skráningargögnum yfir þetta fyrirtæki og þar er hvergi að finna staðfestingu Alþingis fyrir stofnun eða eignarhlut í Austurhöfn-TR.

Við ítrekaðar athuganir á þingskjölum, verður ekki séð að málið hafi verið lagt fyrir þingið. Meðan svo er verður ekki með neinum hætti hægt að krefjast þess að ríkissjóður beri einhverja ábyrð á starfsemi Austurhafnar-TR.

Ég hef ekki skoðað gögn Reykjavíkurborgar og get því ekki fullyrt hvort þar hafi verið samþykkt í borgarstjórn að gerast eignaraðili að því marki sem fram kemur í fréttinni. Reykjavíkurborg er hins vegar ekki skráður eigandi hjá Fyrirtækjaskrá, eins og sú skráning var fyrir ári síðan.    


mbl.is Harpa endurfjármögnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hver er þá skráður eigandi?

Guðmundur Ásgeirsson, 7.11.2011 kl. 09:00

2 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Félagið Austurhöfn-TR er stofnað 10. apríl 2003 Stofnfundinn sóttu: Hafsteinn S. Hafsteinsson, Ólafur Hilmar Sverrisson, Guðmundur Árnason, Helga Jónsdóttir, Ólfur B. Thors, og Svanhildur Konnráðsdóttir.

Þau Hafsteinn Ólafur Hilmar og Guðmundur voru sagðir mættir þarna sem fulltrúar ríkisins, en fyrir því eru engar heimildir skráðar og ekki finnanlegarí gögnum Alþingis.

Síðustu heimildir um stjórn félagsins, sem ég hef undir höndum, er frá árinu 2009, en þá voru 13 manns skrað í stjórn. Enginn þeirra með umboð f. h. ríkissins og enginn skráður með umboð frá Reykjavíkurborg.

Takk fyrir innlitið og fyrirspurnina.

Guðbjörn Jónsson, 7.11.2011 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 151
  • Frá upphafi: 165757

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 141
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband