Raunveruleiki með réttri verðtryggingu

Nokkrir hafa haft samband við mig og óskað eftir að ég birti færslur mínar af eigin húsnæðisláni, hjá Íbúðalánasjóði, með útreikningi verðtryggingar eins og lögin gera ráð fyrir að hún sé reiknuð.

Í þeirri greiðsluskrá sem fylgir hér með, eru engar ágiskanir. Verðtryggingin er færð í hverjum mánuði nákvæmlega eins og neysluvísitalan mælir hana og verðbætur hvers mánaðar reiknaðar frá lántökudegi til greiðsludags. Til að auðvelda fólki að fylgja dálkum greiðsluskrár, setti ég blátt letur á dálk verðtryggingar. Og síðasti greiddi gjalddagi er 15. nóvember 2011, með rauðu letri. Að lokinni þeirri greiðslu, teljast rétt reiknaðar eftirstöðvar lánsins vera kr. 3.573.942,-.

Til samanburðar, skannaði ég inn greiðsluseðil Íbúðalánasjóðs, að þessu sama láni, með gjalddaganum 15. nóv. 2011. Þar kemur fram að eftirstöðvar lánsins, að lokinni þeirri greiðslu, er kr. 9.104.880,-.

Í svari sínu til Umboðsmanns Alþingis, sagði Seðlabankinn að engu máli skipti hvor leiðin væri farin. Leiðin sem ég hef lengi bent á að sé samkvæmt þeim lögum sem voru sett um verðtryggingu, eða leiðin sem þeir völdu einir og sjálfstætt að fara þó engin lög heimiluðu þá aðferð.  

Eitthvað er ekki góður samhljómur í því sem frá Seðlabankanum kemur. Tveimur dögum eftir að ég birti útreikninga mína í myndböndunum á YouTube, óskaði Seðlabankinn eftir að fá forsendur mínar til yfirferðar. Skömmu síðar fékk ég eftirfarandi tölvupost frá manni í Seðlabankanum:

"Kærar þakkir fyrir skjót viðbrögð
Það munaði einhverjum tíeyringum (sem einungis eru nú til í minningunni) á Sigmarstölunum og því sem menn fengu hér út sjálfir.
Við þekkjum víst á sjálfum okkur hvernig talnapedantar eru, vilja helst reikna alla líftóru úr því sem þeir fást við.
Þínar tölur duga áreiðanlega til að eyða því örlitla sem þar munar.

Endurteknar bestu þakkir" 

"Sigmarstölurnar" sem þarna eru nefndar, eru tölur úr útreikningum mínum, sem settar voru fram í kastljósi hjá Sigmari.

En lítið nú yfir greiðsluskrána og takið eftir að lánið lækkar stöðugt, alveg frá fyrsta gjalddaga. Það er alveg öfugt við það sem gerist með núverandi útreikning verðtryggingar.  Takið eftir hve greiðslubyrðin breytist lítið við hrunið haustið 2008 og í framhaldi af því.                      


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú verður Umboðsmaður Alþingis að fara að koma með sína niðurstöðu.

Sömuleiðis verður Íbúðalánasjóður að koma með sína útreykninga lið fyrir lið við hverja greiðslu, eins og þú gerir.

Því það er stórfurðulegt að greiðslubirðin af láninu hjá Íbúðarlánasjóði 15. nóv. 2011 sé 43.328 kr. og eftirstöðvar 9.104.880 kr.

En í þínu dæmi er gereiðslubirðin 15. nó.2011 35.269 kr. og eftirstöðvar 3.573.942 kr.

Greiðslubirðin í hverjum mánuði virðist vera mun lægri í þínum útreiningi,við hver mánaðarmót, en samt munar 5.530.938 kr. á eftirstöðu lánsins, hvað það er hærra hjá Íbúðarlánasjóði.

Nú verður Íbúðalánasjóður að koma með útskýringu.

Síðan stendur í lánasamningum lífeyrissjóðanna" greiða verðuppbót(vísitöluálag) af vaxta og afborgunargreiðslu lánsins.

Semsagt bæði lögin og skuldabréfin frá lífeyrissjóðunum segja að það eigi að verðbæta greiðsluna en ekki höfuðstólin,síðan stenst það ekki almenna skynsemi að leggja verðbætur á vexti sem eru ekki komnir á gjalddaga.

Jón Ólafs (IP-tala skráð) 6.12.2011 kl. 15:57

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Log um verðtyggingu eru skýr og hvernig á að reikna Heildarneysluvístölu bætur á gjaldögum jafngreiðsluraðar og í samræmi við þína útreikinga Guðbjörn.  Á hverjum degi er er reiknað real prize á jafngreiðsuröðum miðað við CIP alþjóðagengismarkaðirins  á alveg sama hátt. Raunvirði miðat við gjaldahöfuðstóll hverrar fastargreiðslu.  Þetta er samt ekki góð vogun gagnvart fasteign þar sem viðhaldskostnað vex veldislega á uppgreiðlu tíma og sá útgjaldaliður metinn á um 60 % af nýbyggingarkostnaði alla veðsins.  Það er hinsvegar ef  lándrottinn á 80% af veðinu á útgáfudegi , 75% af upp hæð til lánsútborgunar , sem Íslendinga er látnir greiða umfram aðrar þjóðir.  Það að skila lándrottni umsaminni láns útborgun til baka á raunvirði eins og tíðkast erlendis er allt annað en að skila honum líka verðtryggðri reiðufjársálagningu sem samsvara meira en 2,0% ávöxtun, miðað við 30 ára uppgreiðslutíma. Þessi okur raunvaxta byrgði skilar ekki erlendis þegar um almenning er að ræða 100% öruggum skilum í sjóðssamhengi nóg er af tölfræði því til sönnunar 2,0% verðtyggðir Nafnvextir er Hámark.


Breyting á okur verðtygginginu hér með tilkomu íbúðalánasjóðs, var nýtt lánsform sem fellu undir þá tegund útlána sem kallast "Balloon" [Kúlu].  5 til 10 ára og þá vegna þess að skráður eigandi býst við að selja veðið í lokin og er það þá hluti greiðslunnar.   Balloon telur til allra lána þar sem greitt raunvirði er mest í lokin.

Hér eru borin saman aæjóðlega vertyggingar veðsafnslán til 30 ára miðað við 5,0% ársverðbólg eða 150% yfir 30 ár og svo greiddar upphæðir sem Íbúðlánsjóður  reiknar með. Ég legg saman til samanburðar og einföldunar alla 12 gjalddaga.
Allir geta séð að slíkt markaðalánsform er tilræði við efnahagslegt öryggi þjóðarinnar og getur ekki staðist í heildar samhengi nokkurrar stjórnarskrá. Þetta verðtyggir okur raunvaxtakröfu og mest er greitt af raunvirði síðast.

http://juliusbearsson.blog.is/blog/juliusbearsson/entry/1206790/

Júlíus Björnsson, 6.12.2011 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 165530

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband