Mikill hraði á skerðingu lífeyrisréttinda og þátttöku í lyfjakostnaði

 Fyrir Alþingi eru nú frumvörp til breytinga á greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga í lyfja og lækniskostnaði, ásamt fleiru.  Athygli vekur að á öllum sviðum er fyrirhugað að skerða lífsgæði eldri borgara og öryrkja, en þó er fjárþröng ríkissjóð ekki svo mikil að meginþorri þingmanna getur ekki sætt sig við að stjórnmálahreyfingar þeirra sleppi ölmusugreiðslunni sem þeir hafa sjálfir ákveðið að stjórnmálahreyfingarnar fái frá ríkinu.

Greinilegt er að þessir stjórnmálamenn treysta því betur að eldri borgarar og öryrkjar geti betlað peninga til að halda lífi. Af afstöðu þeirra má merkja að þeir reikni ALLS EKKI með því að stjórnmálahreyfingar þeirra geti aflað sér rekstrarfjár, með eðlilegum og sjálfbærum hætti.

Stóri munurinn á þessu tvennu er sá að Alþingi er, samkvæmt lögteknum Mannréttindasáttmálum Evrópu og Sameinuðu þjóðanna, auk ákvæða í stjórnarskrá lýðveldis okkar, SKYLT sem fyrsta ráðstöfun fjármuna ríkisins, að tryggja eldri borgurum og öryrkjum þau mannsæmandi lífsskilyrði sem kveðið er á í framangreindum sáttmálum og stjórnarskrá. Á Alþingi í gær kom skýrt í ljós að þessir þingmenn líta á frumskyldu sína sem afgangsstærð.  þessir hópar verði bara að bjarga sér sjálfir, því þingmennirnir þurfi að nota peningana í annað; þar á meðal að fóðra vel eigin stjórnmálahreyfingar.

Alþingismenn eiga næga peninga til ýmissa annarra verka, en að sinna frumskyldum sínum. Hundrað milljónir hér og hundrað milljónir þar, er samþykkt án umhugsunar. En svo illa eru þeir haldnir að þeir geta ekki einu sinni látið í friði þá nánasalegu lífsbjörg sem lífeyrisþegum og sjúklingum hefur verið rétt til þessa. NEI.  Þeir fá ekki sálarró fyrr en búið er að skerða þá hungurlús sem veitt var sem lítill hluti af frumskyldu þeirra. Þeim er svo ofboðslega mikilvægt að geta veitt peningum á þýðingarmeiri staði.

Og svo þeir eigi nú ekki á hættu að þessi ölmusu og ómagalýður, sem tilheyrir frumskyldum Alþingis að skapa mannsæmandi lífskjör, fari nú ekki að gera athugasemdir við óráðsbullið sem þeir vilja setja sem lög, þá sniðganga þeir eigin lagasetningu í stjórnsýslulögum, um lögskipaðan frest til að skila umsögnum um frumvörp er varða lífskjör þessara hópa. Þeim finnst greinilega sjálfsagt, fyrst tekin eru af þessum hópum lögskipaður réttur til mannsæmandi lífskjara, sé alveg sjálfsagt að sniðganga réttindi þeirra líka að öðru leiti, eins og með umsagnarfresti um frumvörp sem varða lífsgæði þeirra.

Þó einungis hafi verið veittir tveir sólahringar til að skila umsögn um lagafrumvarp um sjúkratryggingar og lyfjalög, og ekki einu sinni óskað umsagnar Parkinsonsamtakanna, tókst að koma saman að hluta umsögn um sjúkratryggingahluta frumvarpsins og senda það inn á réttum tíma. Ykkur til fróðleika, ef þið nennið að lesa speki þeirra sem semja frumvörp um lífsgæði þeirra sem eiga FYRSTU KRÖFU í ráðstöfun ríkisfjár, þá læt ég umsögnina fylgja hérna með.

Það er oft sagt að heimskan ríði ekki við einteyming. Í þessu frumvarpi sýnist mér ekki vera um neinn taum að ræða                 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Margt er rétt í þessu hjá þér. Höfuðatriðið er að velferðarkerfið, heilbrigðiskerfið, menntakerfið, örorku-/atvinnuleysisbætur og ekki minnst eftirlaun opinberra starfsmanna þar á meðal ofureftirlaunaþega ríkisins. Það að þjóðfélagið hafi lánað sig frá vandanum því að skatttekjur ríkisins duga ekki fyrir útgjöldum er dýrkeypt, eins og að míga í skóna sína.

Vandamálið er að heilbrigðiskerfið er þegar undirfjármagnað hvað tæki og tól og fólk snertir. Íslendingar hafa í raun ekki lagt tvær spýtur í kross til að sérmennta td. lækna. Það tekur 5-12 ár að sérmennta sig og öðlast reynslu í sérgreinum læknisfræðinnar og það er nánast enginn sem hefur komið til Íslands síðustu 3 árin enda er þá viðkomandi og fjölskyldan ótryggð í alla vega 1/2 ár og nýtur engra réttinda til að fá að komast inn á láglaunasvæðið Ísland. Það er læknisfræðin (vegna erlendrar sérmenntunar fólks) auk raunar jarðfræðinar sem hafa haldið Háskóla Íslands uppi hvað rannsóknir varðar, en það er önnur saga.

Íslendingar fá það heilbrigðiskerfi sem þeir hafa efni á. Með íslensku krónunni eru landsmenn í ævarandi gjaldeyrishöftum og hér er næstum minni fjárfesting en á kreppuárunum fyrir stríð. Skatttekjur ríkisins eru í útvötnuðum íslenskum krónum. Ef á að þvinga æsku landsins til að greiða í fullkomlega gjaldþrota lífeyrissjóðskerfi og skuldfesta sig til að kaupa húskofa á yfirverði á láglaunaeyjunni og krónuparadísinni Íslandi lítur þetta ekkert sérstaklega vel út.

Alþingismenn eru á lúsalaunum og ef hrunið kenndi okkur eitthvað var það að gera þingmenn og stjórnmálaflokka að styrkþegum fjármálafyrirtækja þar kemur sannleikurinn um "einkavæðinguna" ósmínkaður fram. Núna eru styrkveitendur útgerðamenn enda fengu þeir hér nánast ókeypis makrílkvóta sem hefði gefið ríkinu 7 miljarða á ári ef við hefðum farið þá leið sem Færeyingar fóru sem raunar a.m.k. eitt íslenskt útgerðarfélag leigði.

Gunnr (IP-tala skráð) 10.12.2011 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband