Ætlar enginn að þora að setja fram hvað þarf að gera til að stöðva óréttlætið???

Ég er farinn að halda að enginn þori  í þann slag  sem taka þarf við fjármálaöflin, til þess að losa þjóðina úr því helsi sem hún er nú komin í. Það þýðir ekkert að fara fram með einhvern smeðjuskap. Þessi öfl virða ekkert annað en hörð rök og óbilandi kjark. Þau vilja helst fá kokteilpartí-snakk, með svo óljósum hugmyndum að hægt sé að túlka þær í allar áttir.  Það er þeirra óskastaða

Eftir áralanga reynslu mína af samskiptum við þessa aðila, bæði að vinna þar í innsta hring sem og semja við þá fyrir skuldara, veit ég að þau atriði sem talin  eru upp sem "Fyrstu skrefin" á vefsíðunni "nyframtid.is", þurfa að verða forgangsatriði hjá nýju framboði ef það framboð á að verða að einhverju gagni fyrir fólkið í landinu.
 
Lesið það sem þar er talið upp, bætið við eða strokið út, eftir smekk hvers og eins og athugið svo hver endanleg niðurstaða verður.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; fornvinur góður, æfinlega !

O; jú, Guðbjörn.

Til væri ég; að leiða flokk röskra manna, til þess að lumbra á Helvízkum innbyggjurum, íslenzkra Mammons Mustera - eins; og þeir hafa unnið til, í áranna rás, svo sem.

En; þá væri höfuðverkefnið, að finna slíka garpa, sem þyrðu - og vildu, til þess löðurmannlega og létta verks, að nokkru.

Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.3.2012 kl. 17:06

2 identicon

Ný Framtíð og Ný Dögun eiga að sameinast, sem allra fyrst, því árangur næst ef kraftar eru sameinaðir, en ekki sundraðir.

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 20.3.2012 kl. 20:26

3 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæll Óskar Helgi og takk fyrir innlitið og ummælin.

Sæll Halldór! Það hefur ekki verið vilji til þess frá hvorugum aðilanum að skoða samvinnu. Frá mínu sjónarmiði séð er of mörg atriði í lögum og reglum Dögunar sem stangast á við mannréttindi. Ég hef ekki áhuga á þeim erfiðleikum sem fyrirsjáanlegir eru í þeim herbúðum, þegar hversdagslífið byrjar.

Guðbjörn Jónsson, 20.3.2012 kl. 22:08

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Guðbjörn. Ef allir verða trúir sinni sannfæringu og annarra í Dögun, þá verða óhjákvæmilegu og fyrirsjáanlegu erfiðleikarnir yfirstaðnir þegar kemur að kosningum. Nú skora ég á alla í Dögun að vera sannir og heiðarlegir í orðum sínum og gjörðum, og reyni ekki að blekkja fólk í stórum og afdrifaríkum málum.

Ef heiðarleiki og virðing fyrir skoðunum og mannréttindum annarra eru ekki notuð í grunninn á þessum afli, þá verður árangurinn ekki til bóta.

Mér finnst athyglisvert að heyra að Dögun vilji ekki vera í samstarfi við jafn óeigingjarnan, heiðarlegan og reynslumikinn mann eins og þig. Ég verð að komast að því hvers vegna ekki er vilji til samstarfs við þig. Það skiptir miklu máli að kynna sér grunninn vel, því á honum byggist framhaldið.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.3.2012 kl. 10:27

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

afsakið, Þessu afli, átti þetta að vera.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.3.2012 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 151
  • Frá upphafi: 165757

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 141
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband