Afkáralegt röðun orða

Það er með ólíkindum hvað fólk hugsar lítið um hvað orðin sem notuð eru, segja þeim sem lesa þau. Þessi frétt er eitt af slíkum dæmum. Fréttin byrjar svona:

Tilkynnt var um innbrot í verkstæði við Bíldshöfða til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um níu leytið í gærkvöldi. 

 Venjulega væri lesið úr þessu á þann veg að tilkynnt hefði verið um innbrot á verkstæði lögreglunnar á höfuðborfarsvæðinu, við Bíldshöfða. Ef við notum öll sömu orðin, en röðum þeim upp samkvæmt íslenskri setningafræði, liti fréttin svona út:

Um níu leytið í gærkvöldi var tilkynnt   til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um innbrot í verkstæði við Bíldshöfða. 

Góð menntun felst meðal annars í því að geta raðað orðum saman þannig að úr verði skýr lýsing á því sem viðkomandi vill segja. Til þess að slíkt megi verða, þarf hugsunin að vera skýr og ráða við að byggja heilstæða mynd af því sem segja á með orðunum. 

Ambögur, eins og sú sem þessi frétt byrjar á, voru áður fyrr oft kallaðar "rassbögur", vegna þess hve þær þóttu afkáralegar.    


mbl.is Brotist inn á Bíldshöfða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þakka þér Guðbjörn.

Svo er að sjá sem að hér hafi orðið til einhverskonar stofnun sem sérhæfir sig í að framleiða svona ambögusmiði. 

Flestir þessir ambögusnillingar virðast fá vinnu við að útbreiða heimsku sína.

Það er auðvita alltaf gaman að fá vinnu við áhugamál sitt, en hvar skildi þessi stofnun vera til húsa?

Hrólfur Þ Hraundal, 25.3.2012 kl. 11:39

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það tekur miklu lengri tíma að gera sig skiljanlega á íslensku en mörgum öðrum tungumálum. Ambögur útlendinga er sérlega pínsamt að heyra fólk leiðrétta þegar það er vel skiljanlegt. Fólk sem lifir í þeirri trú að það sé það sama og vera heimskur að ekki kunna grammatíkina í íslensku, veit að sjálfsögðu ekki hvað hann er að tala um.

Ég myndi ekki vilja lesa dagblað samið af fagurkera í íslenskua tungumálinu. Villurnar þar eru í stíl við innihaldið og það þarf að vera svona svo það sé gaman að því.

Óskar Arnórsson, 29.3.2012 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.12.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 165598

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband