Frumvarp um stjórn fiskveiða 1. grein

Því miður virðist þetta frumvarp vera samið af fólki sem hefur takmarkaða þekkingu á þáttaskilum í öllum þeim hreyfiöflum sem þarf að viðhalda til að af hljótist gott mannlíf í landinu. Þessa sér víða stað í frumvarpinu og slær mann strax í 1. gr. frumvarpsins.

Í 1. greininni er markmiðum laganna lýst í eftirfarandi bókstafa röðun:

    a.     að stuðla að verndun og sjálfbærri nýtingu fiskistofna við Ísland,

Eins og vænta mátti er grunnþema fyrri laga yfirfært í þetta frumvarp og er það vel. En næst kemur þetta:

    b.     að stuðla að farsælli samfélagsþróun með hagsmuni komandi kynslóða að leiðarljósi,

Þarna held ég að fólk hafi fallið í einhverja gamaldags kommúníska klisju í því skini að sveipa frumvarpið framtíðarljóma, til hagsbóta fyrir komandi kynslóðir. Þó binda megi miklar vonir við að fiskveiðar verði um langa framtíð mikilvægur undirstöðuþáttur farsældar í samfélagi okkar, vona ég svo sannarlega að farsæld framtíðar hvíli á mörgum gjaldeyrisskapandi atvinnugreinum, sem hver um sig verði reknar af hagkvæmni og arðsemi samfélaginu til handa í öllu meira mæli en peningalegri auðssöfnun hjá eigendunum sjálfum. Eins og fólk ætti að sjá er þessi liður víðs fjarri markmiðum um sjálfbæra og hagfelda nýtingu nytjastofna sjávar. Þriðji liðurinn í markmiðunum er eftirfarandi:

    c.     að treysta atvinnu og byggð í landinu,

Þetta er eiginlega eitt af mikilvægu markmiðum stjórnunar fiskveiða, því fiskvinnsla er yfirleitt mikilvægasta atvinnugrein sjávarbyggða í kringum landið. Næsti liður er eftirfarandi:

    d.     að hámarka þjóðhagslegan ávinning af sjávarauðlindinni og tryggja þjóðinni eðlilega auðlindarentu,

Þetta hefði átt að vera b. liður markmiða laganna, því næst á eftir sjálfbærri nýtingu er eðlilegt að komi þjóðhagslegur ávinningur af nýtingu auðlindarinnar. Hins vegar sýnist mér af því sem fram kemur í frumvarpinu að hugtakinu að: tryggja þjóðinni eðlilega auðlindarentu,  sé ekki fylgt eftir. Þess í stað virðist vera leitast við að tryggja útgerðum svokallaða auðlindarentu.  Í raun eru útgerðir við Ísland svo rekstrarlega misjafnar að aldrei verður hægt að setja jöfnunarákvæði í lög sem tryggja EÐLILEGT jafnvægi milli útgerða um afkomuþátt. Þess vegna verður ALDREI  hægt að reikna út eðlilega auðlindarentu, enda á útgerðin að taka afkomuhag sinn inn í gegnum góða meðferð afla og söluferli aflans til fiskvinnslunnar. Auðlindarenta til handa útgerðum er því sjónarslil og öfugþróun í því augnamiði að láta þjóðina taka á sig ábyrgð vegna óarðbærra útgerðarhátta, hvort sem um er að ræða óhentug skip eða of mikla skuldsetningu, miðað við heildarafla og afkomu útgerðarinnar. Síðasti flokkunarliður markmiðar er eftirfarandi:

e.     að sjávarútvegurinn sé arðsamur og búi við hagstætt og stöðugt rekstrarumhverfi.

Þennan e. lið hefði ég viljað fella inn í það sem ég vildi gera að b. lið með eftirfarandi hætti.

b.   ætíð verði leitað að hagfeldu rekstrarumhverfi fiskiskipa af hagstæðri rekstrarstærð, sem meginmarkmiði þess að laða fram hámarks þjóðhagslegan ávinning af sjávarauðlindinni, og tryggja þjóðinni þannig sem best búsetu og atvinnustig í sjávarbyggðum, ásamt eðlilegu afgjaldi af auðlindinni,

Lokamálsgrein 1. greinar er eftirfarandi:

Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameiginleg og ævarandi eign íslensku þjóðarinnar. Íslenska ríkið veitir tilskilin leyfi, fer með og ráðstafar hvers kyns heimildum til nýtingar. Slík veiting eða ráðstöfun myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir þeim.

Þarna er greinilega verið að setja inn orðaforða sem gefur tækifæri til hártogunar um meiningu laganna. Til að reyna að fyrirbyggja slíkt, hefði ég mælt með að síðasta málsgreinin væri eftirfarandi:

Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameiginleg og ævarandi eign íslensku þjóðarinnar. Íslenska ríkið veitir öll tilskilin veiðileyfi til nýtingar aflaheimilda samkvæmt þeim takmörkunum sem lög þess greina. Slíkt nýtingarleyfi aflaheimilda myndar ekki eignarrétt,  óafturkallanlegt forræði eða sjálfstæða ráðstöfun einstakra aðila yfir hinum úthlutuðu aflaheimildum.

Ég vek athygli á því,vegna þess sem síðar kemur í texta frumvarps þessa, að hvergi í markmiðum laganna er nefnd heimild til að selja aflaheimildir eða flækja ríkissjóð í aða bera hlutaábyrgð á rekstrarafkomu einstakra útgerða. Hafið athyglinar vakandi á þessum atriðum, og fleiri, þegar lengra kemur inn í frumvarpstextann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband