13.4.2012 | 11:17
Út úr fjötrum fjármagnsins.
Nú á tímum virðast stjórnmálamenn verða ráðþrota ef þeir geta ekki fengið PENINGA til allra hluta. Það hefur verið vandlega gróðursett í hugum þessa fólks að lykillinn að allri verðmætasköpun séu peningar. Athyglisvert í ljósi þess að peningar eru AFRAKSTUR verðmætasköpunar en ekki grundvöllur hennar.
Á örfáum áratugum hefur fjármagnseigendum, með einstaklega lúmskum hætti, tekist að ná þeim tökum á alþjóðasamfélaginu að stjórnendur þjóða virðast magnþrota ef þeir geta ekki talað út frá peningum. Með einstaklega lúmskum hætti hefur stjórnmálamönnum verið talin trú um að nauðsynlegt sé að meta hverja minnst hreyfingu fólks til ákveðins peningaverðmætis, svo mögulegt sé að tekju- eða kostnaðarmeta, í ljósi hugsanlegrar skattgreiðslna. Peningaleg verðmæti sem þannig verða til úr því sem áður var ekki verðmætaskráð, færa peningaöflunum aukið vald yfir samfélaginu. En það var að sjálfsögðu alltaf þeirra markmið og ásetningur.
Með þessum hætti hefur samfélag okkar hægt en markvisst verið fjötrað í hlekki peningavaldsins. Frjó hugsun verður sjaldan til við slíkar aðstæður, því hún strandar strax á þeim vegg AÐ ÞAÐ VANTI PENINGA til að þróa hugsunina áfram til raunveruleikans. Ef menn sjá ekki fyrir sér að þeir græði peninga á hugmyndinni, er hugmyndin EINSKIS VIRÐI. Skiptir þá engu máli þó hugmyndin væri mikilvæg fyrir samfélagið, eða sérstaklega þann hluta þjóðarinnar sem ekki á peninga til að kaupa það sem af hugmyndinni skapaðist. Hugmynd er EINSKIS VIRÐI, fyrst ekki fást fyrir hana peningar.
Allar hugsanlegar krókaleiðir eru farnar til að ná peningum af fólkinu. Reynt er að hafa beina skatta sem lægsta, því undan þeim kvartar fólkið. En hins vegar eru farnar ótúlegar krókaleiðir til að ná peningum af fólkinu; jafnvel leiðir sem opinberir aðilar ættu ekki að eiga neinn aðgang að. Lítum á dæmi.
Ef ég kaupi mér íbúð sem byggð var fyrir 40 árum á lóð sem bæjarfélagið átti. Af byggingunni voru greidd lóðarleiga og gatnagerðargjöld. Árlega síðan hafa verið greidd gjöld fyrir lóðaleigu og frárennslisgjald. EN, bæjarfélagið vill líka fá FASTEIGNAGJALD. Hvers vegna? Ekki lagði bæjarfélagið annað til byggingarinnar en lóðina og frárennslið og fyrir það var greitt í upphafi og árleg leiga alla tíð. Fjármögnun byggingarinnar var að öllu leiti á höndum eigenda og skilyrðum byggingasamþykkta um útlit og ummál á lóðinni. Byggingin var að öllu leiti eign þess sem byggði. Hvernig getur bæjarfélag með eðlilegum hætti heimtað gjald af rúmmáli eignar sem það á engan eignarhlut í?
Hver er hugsunin á bak við fasteignagjaldið? Vafalaust verður strax fyrir svarið, til að borga fyrir þjónustu sem húsið fær frá bæjarfélaginu. Já, en húsið fær enga þjónustu aðra en að standa á lóðinni sem það greiðir lóðarleigu fyrir og nýtir frárennslið, sem einnig er borgað fyrir. Annað er þjónusta við íbúa hússins og fyrir þá þjónustu borga þeir með útsvarinu sínu. Enn er ekki komið í ljós fyrir hvað er verið að greiða með fasteignagjaldinu. Svar óskast.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.