Frjálst flæði! Óraunhæft og gengur ekki upp.

 Það er ljóst að hið svokallaða “fjórfrelsi” ESB er ekki raunhæft og getur engan veginn gengið upp í raunveruleikanum. Ekki þarf annað en horfa á það sem gerst hefur hér á undanförnum árum, til að átta sig á að í það minnsta tvö af fjórum þáttum  “fjórfrelsinsins” eiga sér ekki raunveruleikagrunn í neinu sjálfstæðu landi. Er ég þar að tala um frjálst flæði vinnuafls og fjármagns

Lítum fyrst á frjálst flæði vinnuafls. Við vitum að í löndum ESB er umtalsvert atvinnuleysi. Vaxandi samdráttur í efnahag margra landa mun óhjákvæmilega draga úr lifskjörum þeirra atvinnulausu, ekki síður en annarra þegna þessara landa. Svo gæti farið að einhver lítill hluti þess atvinnulausa fólks í þessum löndum, segjum 200 manns, ákvæði að fara til Íslands að leita sér vinnu. Ekki væri hægt að meina þessum hópi að koma til landsins og honum væri einnig heimilt að leita sér að vinnu. Segjum að 40 fengju vinnu en hinir ættu rétt á að vera hér í atvinnuleit í 3 mánuði, að mig minnir.

Þeir sem fengu vinnu, myndu skrifa um það á Facebook hvað launin væru góð hér og hve auðvelt væri að fá vinnu hérna. Þessar færslu læsu c.a. ein milljón atvinnulauss fólks í ESB löndunum. Sumir hugsa sér til hreyfings en aðrir ekki. Niðurstaðan yrði sú að á stuttum tíma kæmu frá c.a. 10 ESB löndum u.þ.b. 50.000 manns í atvinnuleit. Ekki hátt hlutfall af atvinnulausu fólki í þessum löndum. Við gætum ekki neitað þessu fólki um landvist vegna þess að í EES samningnum er ákvæði um frjálst flæði vinnuafls og fólkið er allt að leita sér að vinnu.  Fólkið á þann rétt að dvelja hér í tiltekinn tíma í leit að atvinnu.

Fólk sem kemur úr atvinnuleysi í ESB löndum er tæplega með mikið fjármagn meðferðis. Mestar líkur væru því á að umtalsverður hutli hópsins væri innan skamms tíma kominn á félagslegt framfæri hér á landi. Við hefðum enga möguleika á að taka við félagslegum skyldum gagnvart svona stórum hópi. Jafnvel 5.000 manns væri of mikið fyrir okkar samfélag. Við hefðum ekkert húsrými fyrir þann fjölda, auk þess sem kostnaður vegna 5.000 manns yrði c.a. 1.000 milljónir mánuði.

Dæmið sem hér var tekið er dálítið ýkt en þó alls ekki óraunhæft. Ef fréttir bærust út um að hér væri gott að lifa af atvinnuleysisbótum, gæti fólk streymt hingað í þúsundatali. Af þessu sést að frjálst flæði vinnuafls er alls ekki byggt á raunveruleika, heldur fallegt hugtak á pappír; hugtak sem engin leið væri að framfylgja miðað við þær aðstæður sem nú eru í Evrópu.

Frjálst flæði fjármagns:

Sama lögmál er einnig í sambandi við frjálst flæði fjármagns. Við höfum afar áþreifanlegt dæmi í fjármálum okkar lands. Fyrir hrun var mikið fjármagn flutt úr landi. Eftir sat svo þjóðin með alltof lítið fjármagn til að reka samfélagið. Ef ekki hefði verið lokað fyrir fjárstreymið úr landi, væri nánast ekkert fjármagn eftir í landinu til greiðslu launa og annars rekstrarkostnaðar. Samkvæmt reglum ESB á ekki að vera hægt að stöðva svona fjárstreymi en greinilega hafa hugsuðir fjórfrelsisins ekki hugsað þessi mál af neinni þekkingu á mögulegum afleiðingum svona reglna.

Kannski er enn athyglisverðara hve meðvirknin með vitleysunum í grunnreglum ESB er mikil, að enginn skuli nefna þessi stórhættulegu frelsisákvæði. Gildir það fyrir nánast hvaða ríki sem ætti í hlut. Ekkert ríki þolir að tapa miklu af heildarveltu þjóðarinnar án alvarlegra afleiðinga.

Við höfum áþreifanlegustu dæmin úr fjármálalífi þjóðar okkar. Síðustu sjö árin fyrir hrun, voru tekin erlend lán fyrir c.a. 10 þúsund milljarða í skammtímalánum. Þar  af c.a. 7 þúsund milljarðar síðustu tvö árin fyrir hrun. Nánast ekkert af þessu fjármagni var notað til tekjuskapandi fjárfestinga. Meginhlutinn fór til húsbygginga sem engin þörf var fyrir. Einnig voru keypt hlutabréf í óraunhæfum þjónustufyrirtækjum og eignalausum eignarhaldsfélögum, og einnig til beinar neyslu.

Fjármagn sem notað er til að byggja hús, getur með engu móti skilað sér til baka á skemmri tíma en 25 – 40 árum. Það er því vitlausasta fjármálastjórnun sem hugsast getur, að endurlána til slíkra framkvæmda, 3 – 7 ára erlend skammtímalán.  Greiða þarf hin erlendu skammtímalán með gjaldeyri, en á svo skömmum tíma 3-7 árum, verður engin aukning á gjaldeyristekjum þjóðarinnar. Það er því hámark ábyrgðarleysis gagnvart efnahagsjafnvægi þjóðarinnar að nota gjaldeyrislán til að byggja hús sem ekki eru til gjaldeyrisskapandi starfsemi, sem einnig eróvíst var að kaupendur fáist að áður en greiða þarf hið erlenda lán.

Að sjálfsögðu voru það íslensku peningarnir okkar sem notaðir voru til að byggja öll þessi hús. Lítil gagnrýni var á þetta fyrirkomulag vegna þess að fólk virtist líta á erlnda lánsféð eins og það væri hrein eign okkar, sem við þyrftum aldrei að endurgreiða. Engum datt því í hug að þörf væri á fjárfestingu í tekjuskapandi atvinnugreinum. Á fáeinum árum tvöfaldaðist þjónustuvelta þjóðfélagsins. Gjaldeyristekjur jukust þó afar lítið, en verslunar- og þjónustugeirinn óx gríðarlega.

Á þessum árum gætti enginn að því hvort þjóðin hefði í sínum fórum nægilegt fjármagn til að reka það samfélag sem við höfðum verið að byggja upp og auka um leið stöðugt við útgjaldaþætti þjóðfélagsins.  Enginn hafði eftirlit með því að fjármagn þjóðarinnar væri tiltækt hér innanlands, til að greiða t. d. fyrir velferðar- og menntakerfin. Nokkrir óprúttnir aðilar notuðu sér FJÓRFRELSIÐ, og fóru með mikið magn fjármuna úr landi án þess að nokkrar heimildir væru til sem gætu stoppað þá.

Með EES samningnum gengumst við inn á frjálst flæði fjármagns. Líklega hefur enginn sem smþykkti EES samninginn hugsað út í áhrif þess ef fáeinir aðilar söfnuðu að sér veltufjármunum þjóðarinnar og flyttu þá svo úr landi til varðveislu í erlendum bönkum. Ef þeir aðilar sem fyrir þessu stóðu, hefðu ekki á sama tíma dælt inn í landið erlendu lánsfé, hefði þjóðin orðið áþreiganlega vör við þegar peningarnir fóru úr landi.  Það sem eftir varð, var þegar orðið fast í óþörfum húsbyggingum sem ekki tókst að selja og munu ekki seljast á næsta áratug eða meira.

Eins og hér hefur verið sýnt fram á er afar alvarleg grundvallarskekkja í þeim meginreglum sem ESB er byggt á.  Innan tíðar munu mörg ESB-lönd vakna upp við þann vonda draum að veltufjárstaða þjóðanna er ekki lengur í ríkiseign, því megnið af fjármunum álfunnar eru komið á hendur tiltölulega fárra einstaklinga, sem fyrst og fremst hugsa um að fjármagnið skili þeim sjálfum arði. Þeir hafa engan sérstakan metnað gagnvart einhverju einstöku ríki.  Þeir koma fjármagni sínu fyrir í bönkum sem þeir meta trausta. Í hvaða landi þeir bankar eru, skiptir þá engu máli. Og bankastofnunum verður ekki frjálst að nota þetta fjármagn til almennra útlána, en krafist verður hárra innlánsvaxta, sem munu þýða enn hærri útlanavextir.

Þessir aðilar eru engir aular í peningamálum, þess vegna hefur þeim tekist þessi samansöfnun peninganna. Þeir vita að allir helstu bankar innan ESB eru búnir að leggja of mikið af útlánagetu sinni til að bjarga ESB frá falli.  Ef einhver ESB þjóð fer í greiðsluþrot, verður ekki komist hjá Dóminó-áhrifum víða um heim. Af þessum ástæðum er ljóst að sífellt stækkandi hluti evrusjóða lenda í bankastofnunum utan evrusvæðis, því ef þeir væru innan svæðisins þegar hrunskriðan fer af stað, munu þeir sjóðir þurrkast út á svipstundu, líkt og gerðist með fjármagn þjóðar okkar þegar hrunið varð. Alvöru fjármálamenn lenda ekki í slíkum krísum. Þeir verða og eru löngu farnir með sína sjóði áður en til hruns kemur og þeir vita að það er alveg á næsta leiti.

Líklega eru það ekki margir sem leitt hafa hugann að þeim fréttum sem nokkuð hefur verið um síðustu mánuði, að mikil ásókn væri í að kaupa gull. Ásókn þessi er ekki eingöngu bundin við málminn sem slíkann. Ástæðan er einnig fólgin í því að það eru hömlur á flutningi peninga út úr ESB löndunum.

Það eru hins vegar engar álíka hindranir í sambandi við að flytja gull út úr ESB lögsögunni. Með þessu móti hefur umtalsvert magn af veltufé Evrópu verið flutt í skjól utan hættusvæðis. Máltækið segir að rotturnar forði sér frá skipum sem muni sökkva.  Sama á við um peningamennina. Þeir forða sér þegar þeir finna þefinn af samdrætti og greiðsluvandræðum. Það er því ekki langt þangað til mörg lönd standa frammi fyrir sömu afleiðingum FJÓRFRELSISINS og þeim sem við erum að fást við, eftir að fjármagni þjóðarinnar var bísað úr landi, rétt fyrir hrun.

Af því sem hér hefur verið rakið má glögglega sjá að ENGINN RAUNVERULEGUR GRUNNUR ER UNDIR FJÓRFRELSINU.  Með allmikilli sannfæringu má einnig segja að einn af stærstu áhrifaþáttum alþjóðahruns fjármálakerfa, eigi rót sína að rekja til fjórfrelsinsins, þ. e. einkanlega frjálsu flæði fjármagns. Það er vart til meira ábyrgðarleysi valdamanna, en að vera ekki þegar horfnir frá grundvallarþáttum í allsherjarhruni peningakerfa heimsins, sem er hið frjálsa flæði fjármagns. Það er hugtal sem ALDREI mun geta gengið upp, ekki einu sinni innan eins þjóðríkis, hvað þá ríkjasambandi tuga ólíkra efnahags hagkerfa.

           

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Sæll Guðbjörn, já þetta með "frjálst flæði" á hinu og þessu má bara ekki innleiða á Íslandi, við myndum kafna og fara líka á hausinn eftir 1 mánuð. Eins og þá veist þá hef ég reynslu í pokanum meðferðis frá Svíþjóð og Noregi. Í báðum þessum löndur er allt komið úr böndum og ástandið hrikalegt eins og hundruðir flutningabíla sem bíða eftir "túr" við hraðbrautirnar, stelandi olíu og förmum og þarafleiðandi undirboðum sem sett hefur mörg Sænsk og Norsk flutningafirirtæki á hausinn. Kemur svo frjálst peningaflæði í ofanálag er dæmið búið. Endanlega.

Eyjólfur Jónsson, 13.4.2012 kl. 18:59

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ríki þar sem strangar kröfur eru gerðar um gæði allra starfkrafta bjóða upp á bestu langtíma velferð og stórgæða á fjórfrelsi, losar þau við undmáls starfskrafta í öllum geirum. Stórir reglustýrðir bankar sem þurfa ekki að leggja á nema 0,25% raunvexti vegna gallaðra bakveða vinna alla langtíma verðtyggingar fjárfesta sem eru með t.d. 1,0% eða fjórum sinnum meiri áhættu. Allir vita að þegar lánað er lengur en til 60 mánaða eru það þeir sem leggja minnsta raunvexti, vegna eigna tapa sem sigra.  Braskara í Alþjóðkauphöllum  sem vilja græða meiða en meðatalið á hverjum degi hverju ári [það er verðbólgu stigið] þess sem raunverulega hagsmuna kröfu, öfugt við Íslendinga festa aldrei reiðufé. Kauphöllinn hér hefur frá upphafi fælt frá þar sem hún er sögð á Wikipedia festa reiðufé.   Það sem fæst fyrir allt sem selt er vsk. á hverju ári er grunnur fyrir heildar raunvirði það sama ár og er heildar raunvirði gefið upp meðal annars á CIA factbook , all mælt á samælkvarða óháð efnhagslögsögum í alþjóða einingum sem vanalega er gefnar upp í Dollurum. Þannig er breytingar PPP milli ára skekkjulausar, og GDP[PPP] fyrir einstök ríki  gefa upp sölu hlut þeir í heimskökunni á síðasta ári. Ísland er að skila minnstum raunvirðistekjum á núverandi íbúatölu af öllum Norðurlöndum að mat Fræðinga Alþjóðsamfélagsins sem gefa lítið fyrir Íslenskar sérfræði kenningar sem telja fræðilegt að verðtyggja stækkun hlut eins ríkis í heimsskökunni endalaust.  Erlendis er alltaf lagðir á meðalvextir[verðbólgu álag] miða við lánstíma, þar þarf engar verðbólgu verðtyggingu sem auðvelt er fyrir önnur ríki að gengisleiðrétta á 25 ára fresti. Almennur grunnlífeyrir í USA er um 4,0% að nettó raunsölutekjum PPP á hverju ári , og þykir talsvert í heildina þótt allir séu ekki sáttir við skiptinguna milli einstaklinga, þeir ræða ekki í Íslensku geðveikina auka hlut grunnlífeyris veldisvíslega sem hlutfall af þjóðartekjum Íslands á hverju ári þar sem önnur Ríki pass vel upp að hleypa ekki afætum inn á sína eldri borgara markaði. Ísland er á hausnum en lafir meðan verið er að setja það formlega undir Kommission Brussell. Ríki sem byggja á langtíma stöðuleika ríki heldur skammtíma áhættu raunávöxtunargrunni geta ekki kallast langtíma stöndug ríki.

Júlíus Björnsson, 15.4.2012 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 165584

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband