25.4.2012 | 23:38
Fjölbreytt gagnrýni á Kvótafrumvörpin.
Athyglisvert er að lesa gagnrýni ýmissa fræðimanna á kvótafrumvörp stjórnvalda. Hugmyndafræði að baki ýmsum athugasemdum er merkileg en um leið nokkuð talandi um heiðarleika þeirra sem slíkar umsagnir vinna. Lítum á dæmi. Áliti Bonafide lögmanna, þeirra Lúðvíks Bergvinssonar, fyrrverandi þingmanns samfylkingar og Sigurvins Ólafssonar, er m. a.
"Enn fremur verður ekki betur séð en að ákvæði um álagningu og innheimtu sérstaks veiðigjalds fari gegn banni stjórnarskrárinnar um afturvirka skattheimtu,« en í umfjöllun um þetta atriði var 77. grein stjórnarskrárinnar skoðuð. Þá segir að auk þess leiki vafi á um að ákvæðin að baki skattlagningunni uppfylli skilyrði stjórnarskrár um skýrleika."
Þarna gera þessir ágætu lögmenn tilraun til að jafna auðlyndagjaldi við skattheimtu. Það er afar langsótt, sérstaklega af fyrrverandi þingmanni, þar sem auðlyndagjald er grunngjald tekjuöflunar og því frádráttarbært gagnvart skattlagningu. En 77. gr. stjórnarskrár hljóðar svo:
"77. gr. [Skattamálum skal skipað með lögum. Ekki má fela stjórnvöldum ákvörðun um hvort leggja skuli á skatt, breyta honum eða afnema hann.
Enginn skattur verður lagður á nema heimild hafi verið fyrir honum í lögum þegar þau atvik urðu sem ráða skattskyldu."
Það er varla hægt að gera minni kröfur til lögmanna en að þeir kunni að lesa raunskilning stjórnarskrár. Þessa lögmenn virðist vanta eitthvað á það, eða þeir virðist tilbúnir að ljá nafn sitt við misnotkun á stjórnarskránni. En áfram segir í umfjöllun Mbl:
Í samantekt segja lögmennirnir að með frumvörpunum sé gengið mjög nærri margvíslegum réttindum sem stjórnarskrárgjafinn hefur talið nauðsynlegt að vernda og því líklegt að verði þau að lögum óbreytt muni hefjast miklar og langvarandi deilur fyrir dómstólum um réttmæti laganna. Segir þar að hugmyndir frumvarpshöfunda séu ekki líklegar til að skapa sátt um umhverfi fyrirtækja í sjávarútvegi, »þrátt fyrir að það sé yfirlýstur tilgangur þeirra«.
Taka má undir með lögmönnunum að hugmyndir frumvarpshöfunda séu ekki líklegar til að skapa sátt um umhverfi fyrirtækja í sjávarútvegi. Hins vegar er ámælisvert að kasta fram jafn þýðingarmiklu atriði eins og því að með frumvörpunum sé gengið mjög nærri margvíslegum réttindum sem stjórnarskrárgjafinn hefur talið nauðsynlegt að vernda. - Hvaða réttinda er þarna verið að vísa til? Það er beinlínis ókurteisi gagnvart lesendum að leita ekki frekari heimilda um hvaða réttindi er þarna um að ræða. Og áfram segir í umfjöllun Mbl:
Verði frumvörpin að lögum muni nýjar reglur hafa mikil áhrif á þróun sjávarútvegsfyrirtækja á næstu misserum. Líklegt sé að minni fyrirtæki muni sameinast þeim stærri, a.m.k. þeim sem hafa bæði veiðar og vinnslu á sinni hendi. Líklegt sé að fyrirtækjum fækki og óstöðugleiki, sem deilur um regluverk skapi, komi til með að gera erfitt fyrir nýliða að fjármagna sig vegna óvissunnar.
Í þessari málsgrein snúa lögmennirnir nánast öllum staðhæfingum á haus. Rétt er að verði frumvörpin að lögum mun það hafa mikil áhrif á fyrirtæki í sjávarútvegi. Mestar líkur eru á því að minni útgerðir verði hagkvæmari af tvennum ástæðum. Annars vegar er þar oftast um ódýrari og minni skip að ræða, sem bæði eru minna skuldsett og hafa lægri rekstrarkostnað á hvert tonn afla. Líklega verður smábátaútgerðin hagkvæmust og strandveiðarnar, það sem skilar mestri arðsemi fyrir þjóðarbúið.
Í annarri umfjöllun á síðum Mbl. í dag, miðvikudaginn 25. apríl 2012, er vitnað í álit KPMG endurskoðunar og rætt við Sigurð Jónsson framkvæmdastjóra þess fyrirtækis. Segir hann að: Meginniðurstaða KPMG er að vinna þurfi frumvörpin betur. - Á öðrum stað segir Sigurður: Mörg atriði í frumvörpunum eru óskýr. Samkvæmt frumvörpunum verður sjávarútvegsráðherra fært býsna mikið vald. Áður en það skref er stigið þarf það vald að vera betur skilgreint. - Undir þetta má taka, en betur hefði mátt skýra önnur ummæli í umfjölluninni.
Á forsíðu Mbl.is var fyrst að morgni miðvikudags vísað til erfiðrar skuldastöðu fyrirtækja. Var þar vísað til þess að fyrirtæki sem væru með 50% skuldsetningu mundu ekki standa af sér hugmyndir frumvarps um veiðigjald. Ef fyrirhugaðar breytingar yrðu gerðar mundi eiginfjárstaða Vinnslustöðvarinnar, sem nú væri 40% lækka niður í 20,2% vegna veiðigjaldsins. Hvað getur það verið sem veldur þessu?
Eina skýra ástæðan fyrir lækkun eiginfjárhlutfalls er sú að í bókhaldi fyrirtækisins séu aflaheimildir bókfærðar sem 18,8% eiginfjár. Þegar breytingin væri gengin í gegn, væri ekki lengur hægt að skrá aflaheimildir í efnahagsreikning útgerða. Þess vegna yrði að fella út þessa 18,8% óraunhæfu eiginfjárstöðu og eftir stæði raunveruleikinn 20,2% eiginfjárhlutfall.
Við það að eignfærsla lækkaði þetta mikið við niðurfall eignskráningar aflaheimilda, mundi hlutfallstala skulda einnig aukast. Ef markaðsvirði hrapaði ekki mikið, gæti skuldastaða fyrirtækisins numið 60-80% af metnu eignarvirði og eigið fé til að standa undir þessum skuldum væri í besta falli 20,2%, en yrði líklega lægri vegna þess hve uppskrúfað hlutabréfaverð hafði verið, en þau verðmæti féllu í verði samhliða útfellingar eignvirðis aflaheimilda. Það mundi líklega kalla á að bankar krefðust traustra veða fyrir þeim lánum sem voru með meintu veði í aflaheimildum og/eða hlutabréfum, auk þess sem þeir krefðust líklega hærri vaxta.
Þar sem fyrirtækin eru nú þegar yfirveðsett, hafa þau enga möguleika á að láta bönkunum í té veð sem þeir gætu samþykkt, vegna kvótalánanna. Gjaldfelling mundi því blasa við og þar sem fyrirtækin gætu ekki endurfjármagnað þessi lán, færu fyrirtækin óhjákvæmilega í gjaldþrot, nýir útgerðaraðilar tækju við aflaheimildunum og lífið héldi áfram sinn venjulega gang.
Það sem hér hefur verið lýst hefur í raun ekkert með frumvörpin að gera. Þessi breyting er einungis vegna þess að útgerðarfyrirtækjum verður gert skylt að færa út úr efnahagsreikningum sínum eignfærslur vegna aflaheimilda. Ef Alþingi tæki einungis þá afstöðu í fiskveiðistjórnun á þessu þingi, að banna eignfærslu aflaheimilda í efnahagreikningum útgerða, yrði niðurstaða umsagnaraðilanna nánast sú sama. Það er því hið falsaða bókhald útgerðanna sem er vandamálið en ekki gjaldtaka fyrir nýtingu auðlindarinnar.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 165584
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Lauk rétt Guðbjörn frábær röksemdarfærsla. Þetta er það sem öll þessi lántaka gekk út á að ekki ætti að vera hægt að hrófla við "núverandi" kvótahöfum þá færu útgerðirnar í gjaldþrot.
Menn gleyma að það er mikið að hæfu fólki í kringum sjávarútveg sem bæði nennir og kann að vinna.
Í Kjölfar "tvíhöfðanefndarinnar" hófst þessi aðgerð sem gekk beint út á að taka út úr bönkunum fyrirfram greiddan arð í formi þessarar óða skuldsetningar. Peningarnir voru síðan settir beint og óbeint í fjárfestingar í óskyldum fyrirtækjum til að ná tökum á atvinnulífinu eins og samtökum iðnaðarins sem höfðu áður fordæmt kvótakerfið og stjóna álitsgerðum frá þeim og SA eins og við heyrum nú æ ofaní æ.
Ég veit að þetta er ótrúlegt en þetta er að koma betur og betur í ljós og ástæða að rannsaka hvað átti sér stað í samskiptum stjórnvalda (DO og HA) bankastjóra rikisbankanna og útgerðar á þessum tíma uppúr 1993.
Ólafur Örn Jónsson, 26.4.2012 kl. 09:07
Sæll Ólafur og takk fyrir athugasemdina. Ég er sammála þér að það væri afar fróðlegt að rannsaka til hlýtar það sem gerðist í stjórnartíð DO og HA. Það mætti líka rannsaka upphafsárin því aðkoma HA að þeim málum er verulega umhugsunarverð.
Guðbjörn Jónsson, 26.4.2012 kl. 09:17
Guðbjörn 2 síðustu mánuðirnir í Sóknarmarkinu voru furðulegir. þá kom upp orðrómur um að setja ætti kvótakerfi? Af hverju vissi enginn. Síðan fer þetta að taka á sig mynd og talað um að kvótinn eigi að ráðast á 4 árum þar sem hver útgerð megi velja 3 ár til að nota í við mið.
Þessi endaleysa fór síðan ekki gegnum þingið nema sem tilraun til reynslu í eitt ár. Reynslan var mjög slæm eins og sést
En samt var þessi endaleysa framlengd í 4 ár? Enda hreðjartak Framóknar á rikistjórninni algert.
Staðreyndin var að sambandsfrystihúsin á Norðurlandi voru nýbúin að endurskipuleggja sig í vinnslu fyrir usa markað og gátu ekki sætt sig við að sitja við sama borð og við hinir og þurfa að eyða tíma í að fiska aðrar tegundir en þorsk.
Það voru þessir aðilar sem þrýstu á HA um að leggja niður besta fiskveiðistjórnkerfi fiskveiða í heiminum til að þeir gætu einbeitt sér að vinnslu á USA markað sem var okkar sterkasti markaður þá.
Þessir aðilar kunnu ekki að vinna karfa og ufsa og náðu engri framlegð út úr þeim fiski sjálfir eins og húsin á sv horninu sem gerðu það gott á karfanum eins og t.d. BUR sem bauðst jafnvel til að borga hærra verð en aðrir fyrir karfann.
Á þessum tíma voru markaðirnir að ryðja sér til rúms og voru í raun mjög spennandi tími framundan í Sóknarmakinu á þessum tíma þar sem blandaði fiskurinn hefði geta skipt um hendur og frameiðendur sérhæft sig í vinnslu hinna ýmsu tegunda. En það var þarna skotið í kaf.
Ólafur Örn Jónsson, 26.4.2012 kl. 09:52
Ég get tekið undir með þér Ólafur, að Sóknarmarkið er líklega besta stýring veiða sem möguleg er. Það var mikil raun að ekki skildi vera farin sú leið. Mér finnst ég skynja að það andi köldu frá þér til Framsóknar en sleppir alveg hinum stóra hlut Sjálfstæðismanna í kvótasetningunni.
Vandamál frystihúsanna á Vestfjörðum og Norðurlandi snerust einkanlega um það að þau höfðu ekki vélbúnað til að vinna karfa. Flökunarvélar þeirra voru eingöngu fyrir þorsk og ýsu. Eðlilega var lítil reynsla af vinnslu þeirra fisktegunda sem lítið sem ekkert komu að landa á þessum stöðum.
Reglan um úthlutun aflaheimilda sem samþykkt var með breyðri sátt hagsmunaaðila á Fiskiþingi haustið 1983, var ágætis regla, ef eftir henni hefði verið farið. Sú regla var á þá leið að ævinlega yrði úthlutað aflaheimildum samkvæmt meðaltalsafla 3ja síðustu ára, fyrir úthlutun og þannig tryggð jafnræðisreggla um aðgengi að auðlindinni, eins og frekast væri kostur.
Ef þú læsir allt sem til er skrifað innan þings sem utan, um þessi málefni fyrstu árin, yrðir þú líklega hissa á hverjir það voru sem lögðu sig mest fram um að láta líta svo út sem sáttin hefði verið um það að þau skip sem voru við veiðar 1980 - 1983 ættu þar eftir að sitja ein að úthlutun aflaheimilda á hverju ári og til að renna traustari stoðum undir þann gjörning, var búið til hugtakið "hlutdeild" í heildarafla. Hugtak sem aldrei hefur verið lögfest, líkt og 9. grein núverandi frumvarps ber með sér. Þar er ekki talað um að leggja fram frumvarp til breytinga á lögum um aflahlutdeild. NEI. Það er talað um að leggja fram frumvarp til LAGA um aflahlutdeild. Það staðfestir að allan þennan tíma hefur aflaheimildum á Íslandsmiðum verið ólöglega úthlutað.
Guðbjörn Jónsson, 26.4.2012 kl. 13:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.