31.3.2013 | 10:52
Allt þetta skal ég gefa þér.....
Laugardaginn, eftir föstudaginn langa, lögðu kaupmenn lúmska gildru fyrir viðskiptavini sína. Þar buðu þeir gull og græna skóga ef múgurinn vildi gera aðför að stjórnmálmönnum okkar og pressa þá til að beina viðskiptum þjóðarinnar frá innlendum aðilum en kaupa þess í stað innfluttar vöru, sem kaupmenn fengju umboðslaun fyrir að flyja inn. Loforðið var mikil lækkun á verði þeirra vöruflokka.
Þetta er undarleg aðför að sjálfstæðisþætti þjóðarinnar, einmitt núna þegar framundan eru (á næstu árum) hærri greiðslur af erlendum lánum þjóðarinnar en auðveldlega verði séð að við getum greitt. Ef eitthvað er mikilvægt fyrir þjóðina á þessum tímapunkti, er það eins mikill gjaldeyrissparnaður og mögulegt er, svo sem minnst þurfi að taka af nýjum lánum til greiðslu afborgana af þeim eldri.
Fleiri hliðar eru einnig á þessu frekar ósvífna gilliboði kaupmanna. Skömmu eftir lýðveldisstofnun fóru Sjálfstæðismenn mikinn um öll hérð landsins og æstu fólk upp í að krefjast meiri innflutnings en gjaldeyristekjur voru til fyrir. Þeir nefndu ekki einu orði að þjóðin ætti ekki fyrir þessum aukna innflutningi en sögðu þjóðina vera svo lengi búna að lifa við skort að nú væri kominn tími til að veita sér betri lífsgæði. Sagt var að það væru ólíðandi HÖFT í vöruvali að fá ekki að kaupa þær vörur sem fólk langaði í. Ekki var minnst á það einu orði að þessi sömu HÖFT voru á flestum heimilum landsins, því heimilistekjur dugðu rétt fyrir brínustu nauðþurftum. Fólkið beit samt á agnið og síðan höfum við ekki átt sjálf neinn gjaldeyrisforða, heldur verið með hann að láni frá erlendri lánastofnun.
Ekki er ætlunin hér að rekja alla þá vitleysu sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur leitt yfir þjóð okkar, það kemur fram á öðrum stað og öðrum tíma. Hins vegar sver aðferðafræði kaupmanna nú, sig afar sterkt til fyrri hugmynda Flokksins, líkt og vænta mátti úr þessari átt. Það einkennir einnig þessa aðferðafræði að hvorki er gerð grein fyrir hvernig á að afla gjaldeyris til að flytja inn allar þessar vörur, sem við annars framleiðum, eða hvernig ríkissjóður á að afla þeirra tekna sem þeir gera tillögu um að feldar verði niður.
Það sorglega við þessa tillögu kaupmanna, um innflutning á matvöru, sem við getum framleitt sjálf, er að annað hvort hafa þeir ekki þekkingu til að ráðast að vitleysum í ríkiskerfinu hjá okkur, eða þeir hafa ekki kjark til að gera slíkt, vegna þess hve miklu þeir mæta af vitlausum kröfum og aðgerðum Sjálfstæðisflokksins við slíka skoðun.
Ég er ekki að segja þetta vegna þess að mér sé eitthvað verr við Sjálfstæðisflokkinn en aðra flokka. Allir þessir gömlu flokkar eru svo spilltir og hafa svo mikið af alvarlegum vitleysum í fortíðinni. Ekki er þó vert að horfa frmahjá því að algjör endurnýjun Framsóknar á fólki í forystuliði sínu gefur ákveðnar vísbendingar um breytingu, en sú vísbending er enn frekar óljós.
Það varð allt vitlaust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Breytt s.d. kl. 10:53 | Facebook
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 109
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 102
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Sæll Guðbjörn, það ætti kannski að slá saman í vasaljós handa forystumönnum landsins svo þeir rati í rökkri eigin vitleysu og fínni veg út úr landi og komi ekki aftur.Gunnar Páll, okkar sterkasti baráttumaður í stofnun flokka hefur sennilega orðið rammvilltur þegar mörg hundruð ný framboð birtast vikulega. Haf gleggri skörungar en hann mist fótfestuna í þessum umbrotatímum í bæði pólitík og Heklu á sama rólinu.
Eyjólfur Jónsson, 1.4.2013 kl. 23:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.