Hvað þarf mikla peninga til reksturs þess samfélags sem við viljum hafa??

Það er í raun verulega grátlegt að heyra flesta sem tjá sig um efnahagsmál okkar leggja megináherslu á að afnema gjaldeyrishöt. Afnám gjaldeyrishafta þýðir í raun að ALLIR SEM VILJA, geta gengið frjálst í tekjur þjóðarinnar og eytt þeim eftir eigin geðþótta, án hugsunar um hvað þurfi mikið fé til að greiða fyrir þá samfélagsþjónustu sem við viljum hafa. Ungt fólk krefst námslána, félagslegra úrræða fyrir alkahólista og fíkla, og félagslegan stuðning við tómstundaiðkun, svo eitthvað sem talið.  Fjölskyldufólk vill betri menntun, betra heilbrigðiskerfi, fæðingarorlof, frelsi til að eiga viðskipti hvar sem er í heiminum, þegar því sjálfu hentar og geta þá gengið óhindrað í tekjusjóð þjóðrinnar og sótt sér gjadleyri.

Smækkum myndina niður í eitt heimili.  Allir sem tekna afla á heimilinu láta allar tekjur sínar í eina skál á eldhúsborðinu og í þessa skál geta allir íbúar heimilisins, og gestir þeirra, gengið og sótt sér þá peninga sem telja sig þurfa til að kaupa það sem þá langar í hverju sinni. Fjölskyldan er hvorki forsjál né samhent og hefur sýnt að hver hugsar eingöngu um sjálfan sig og enginn telur sig bera einhverjar skyldur gagnvart öðrum.

Eru líkur á að tekjur þessarar fjölskyldu dugi fyrir nauðsynlegum útgjöldum til viðbótar við eyðslu þeirra sem ganga um heimilið?

Það er einmitt af þessum framangreindu atriðum sem við hlustuðum á í þættinum Ísland í dag, að unga manninum sem veitti forstöðu heilbrigðistofnun Vestfjarða, datt ekki í hug að skerða greiðslur til fólks sem hafði líkamlegt heilbrigði til að taka á móti skammtíma mótlæti, heldur sá þann eina valkost til sparnaðar að ráðast að öldruðu fólki sem ekki hefur lengur orku til að berjast gegn því ranglæti sem yfir það gengur, og hefur gengið undanfarin ár.  Þetta gamla fólk er einmitt fólkið sem skapaði það velsældarsamfélag sem síðustu áratugi hefur verið að tapast vegna sjálfselsk, græðgi og algjört þekkingarleysi afkomenda þeirra, m. a. á skyldum samfélagsins ganvart þessu fólki.   Það vill flytja inn fjöldan allan af hljómsveitum, og öðrum skemmtikröftum, sem fara með mörgum sinnum 8 milljónir úr landi af tekjum okkar fyrir ímyndaða skemmtun hóps sem enga ábyrgð tekur á sig gagnvart afkomu þeirra sem gáfu þeim lífið.

Það er hægt að halda langa ræðu um sérhyggju fólks sem, þrátt fyrir langa skólagöngu og fjölda titla og gráða, meistaranáms, eða hvað eigi að kalla þá ímynduðu "menntun" sem margir telja sig hafa, eru algjörir ÓVITAR á því sviði að vita hvað þarf mikla peninga til að framfleyta þeirri samfélagsþjónustu sem flest þetta fólk krefst að fá í sinn hlut, af tekjum samfélagsins.

Lokaspurningin er þessi. > Hvað hefur fólk verið í mörgum kennslustundum í efri hluta grunnskóla og gagnfræðiskóla, þar sem kennd var mikilvægi tekjuöflunar og greiðslu fyrir sína eigin framfærslu? <  (Raunveruleg lífsleikni)

Hugsið um þetta og veltið svo fyrir ykkur hvaðan þekking á þessum mikilvægustu menntaþáttum mannlegs lífs hefði átt að koma inn í líf hvers ykkar. Kannski verðið þið þá ekki hissa þó búið sé að eyðileggja þá uppbyggingu sem gamla fólkið byggði upp, sem nú er látið mæta algjörum afgangi í fjárútlátum samfélagsins .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hér eru lög sem skylda alla Ríkisborgara til framfæra sér.  Þetta er því sumum einstaklingum sem eiturlyf. Persónuafsláttar reglverkið hér byggir á því að rýra raunvirði starfskrafts á markaði eignarhaldsfélaga til að geta greitt lægri meðalaun innan lálaunamarakðar á hverjum degi síðust 30 ár.  Menntun tryggir ekki lámarksframfærslu ein sér. Gæði menntunar skiptir máli.  Kerfi leitast við að ná jafnvægi : N-Kórea, S-Afríka, Kúpa, nóg er af dæmum.   Dýrari framfærslu fíklar geta leitað sér tækfæri utan Íslands þar sem áherslur eru aðrar.

Júlíus Björnsson, 9.5.2013 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 151
  • Frá upphafi: 165757

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 141
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband