Efnahagslífið verði tekið í gegn ????

Í Fréttablaðinu í dag, fimmtudaginn 9. maí 2013 er umfjöllun um svonefnda Samráðsnefnd sem komið var á fót af stjórnmálamönnum og forsætisráðuneytinu. Formaður þessa verkefnis Ragna Árnadóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, er áreiðanlega vel valin. Hins vegar vekur nokkra furðu að margfaldur áróðursmeistari fyrir því að útgerðin fái kvótann, Friðrik Már Baldursson, skuli hafa verið ráðinn verkefnisstjóri. Nema öll þessi skrautsýning séu umbúðir utan um endanlega afhendingu kvótans til útgerðanna. Af fyrstu tillögunum gæti maður svo sem ætlað að svo væri, en það kemur fram síðar.

Af  fyrstu tillögunum er ljóst að þeir sem stjórna framsetningu efnis frá hópnum, bera ekkert skynbrag á hvernig þarf að standa að efnahagslífi sjálfstæðs eyríkis sem lifa þarf sjálfbæru lífi af sveiflukenndum tekjustofnum. Hvergi er reynt að leggja mat á mánaðarlega eða árslega fjárþörf ríkissjóðs til að reka það þjónustusamfélag sem þjóðin getur orðið sammála um að sé nauðsynlegt að hafa. Er þá bæði átt við landsbyggðina sem sjálfbærar einingar, eftir landshlutum og síðan höfuðborgarsvæðið sem eina sjálfbæra einingu.  Þetta væri mikilvægasta undisrstaðan undir allt sem á eftir þessu kæmi.

Þegar framangreindar stærðareiningar væru ljósar, væri komið marktæk áætlun um heildarveltu þjóðfélagsins, það sem háskólamenn kalla "þjóðarframleiðslu".  Næsta skref væri að áætla árlega gjaldeyrisöflun þjóðarinnar og hve mikið af þeim gjaldeyri færi í innflutning erlendis frá, til reksturs þeirra fyrirtækja sem gjaldeyristeknanna afla.  Næst væri að áætla hve mikið af gjaldeyri fari í innflutning á nauðsynjavöru til viðunandi lífskjara.

Þegar þessar niðurstöður væru fengnar hefðu menn í höndunum nokkurn veginn þá nettóstöðu gjaldeyrisöflunar (tekjuöflunar) sem til ráðstöfunar væri til fjárfestinga og almennrar eyðslu.  Líkt og fjölskylda þarf að vera meðvituð um það svigrúm sem tekjuöflun heimilis gefur fjölskyldunni til annarrar eyðsu en nausynlegrar framfærslu, er einnig mikilvægt að almenningi sé ávalt ljós efnahagsleg staða þjóðarbúsins, svo forðast megi svo sem kostur er aðstæður sem kalla á verðbólgu og tilheyrandi gengisfellingar.

Þegar þessir þættir væru orðnir sæmilega ljósir, væri komið að því að setja ramma utan um fjármálastofnanir og verðbréfamarkaði.  Ekkert sjálfstætt þjóðfélag getur gengið áfallalaust nema hafa sterkan ríkisbanka sem annars vegar sé kjölfesta undirstöðuatvinnulífs þjóðarinnar og í gegnum þá stöðu veiti hann öðrum fjármálastofnunum nauðsynlegt aðhald svo eðlilegu fjárstreymi verði ekki raskað; það haldist eðlilegt til allra meginstoða þjóðlífsins, með tekjuöflunargreinarnar í merkjanlegum forgangi.

Næst á eftir bankastofnunum væri grundvallaratriði að setja skýran ramma um verðbréfaveltu og setja skýrar reglur um verðmætisaukningu slíkra skuldarviðurkenninga og hlutabréfa.  Verðbréfaumsýsla er sá þáttur heimsveltunnar sem hvað oftast hefur farið úr böndunum og valdið hruni efnahagskerfa víða um heim. Verðmætisaukning í þessum kerfum hefur alla tíð verið byggð á ímyndun, valdabaráttu og græðgi. Afar lítill hluti verðbréfaveltu heimsins hefur til langframa verið rekinn með yfirvegun og alvöruþunga, en þau dæmi er þó til sem betur fer, því annars væri þessi vettvangur hreinlega fjárhættuspil og einskonar lostafíkn.  Binda verður útgáfuheimild verðbréfa við eignfæranlegan rekstrarafgang fyrirtækja og verðmætisaukning verðbréfa ráðist eingöngu af 50% af eignfærðum rekstrarhagnaði, hin 50% færu í fjárfestingasjóð og til greiðslu arðs til eigenda.

Þegar búið væri að ná þokkalega skýrri mynd á þessa framangreindu þætti, væri komið að því að hugsa um þá innri þætti sem m.a. er fjallað um í tillögum Samráðshópsins, sem kynnt var í fjórum liðum í Fréttablaðinu. Ég vík síðar að þeim þáttum, hverjum fyrir sig, en enda þetta núna með athugasemdum við markmið samráðsvettvangsins sem er í þremur liðum:

MARKMIÐ SAMRÁÐSVETTVANGSINS

1. Meðalhagvöxtur nemi 3,5% á ári fram til ársins 2030 sem samsvarar 2,6% vexti á hvern íbúa. 

2.  Skuldahlutfall hins opinbera verði komin niður fyrir 60% af vergri landsframleiðslu fyrir 2030.

3.  Stöðugleiki náist í verðlagi og meðalverðbólga verði 2,5% til 2030.

Engin grein er gerð fyrir því út frá hvaða forsendum áætlum 1. liðar um Meðalhagvöxtur nemi 3,5% á ári er sett fram. Líklega er þar miðað við útfærslu Hagstofunnar sem hingað til hefur kallað hreina veltuaukningu sem hagvöxt, sama hvort sú veltuaukning hafi orðið af völdum náttúruhamfara eða annarra tjónvalda í þjóðarbúskapnum, eða veltuaukningin fengin með auknu lánsfé, jafnvel til beinnar eyðslu en ekki tekjuskapandi fjárfestinga. Sé þessi 3,5% veltuaukning þannig fengin, er fyrirsjáanlegt að slík aukning skilar ekki 2,6% aukningu til hvers íbúa.

2.  Skuldahlutfall hins opinbera verði komin niður fyrir 60% af vergri landsframleiðslu fyrir 2030. 

Það er vitlausara en tárum taki að fólk sem full ástæða er til að ætla að hafi þokkalega heilbrigða skynsemi, skuli tala um skuldir ríkissjóðs sem hlutfall af landsframleiðslu.   Hvað er landsframleiðsla? Landsframleiðsla er mæling á ÖLLUM viðskiptum í landinu, sama hvaða nafni þau nefnast. Hver einast árekstur eykur landsframleiðsluna, hvert slys eykur landsframleiðsluna, hver eldsvoði eykur landsframleiðsluna, allar náttúruhamfarir auka landsframleiðsluna. Svona mætti lengi telja varðandi kostnaðarþætti, sem auka útgjöld okkar og gera okkur þar af leiðandi síður greiðslufær til greiðslu lánsfjár. Enginn greiðir af lánum með því fjármagni sem fer í kostnaði við að vera til.  Gosið í Eyjafjallajökli olli til dæmis mörgum milljörðum í auknum kostnaði fyrir okkur. Að áliti snillinganna sem ráða ferð í samráðshópnum gerði sá kostnaðarauki okkur stórum færðari um að vera greiðslufær fyrir hærra lánsfé. Landsframleiðslan jókst af völdum gossins, það jók færni okkar til að taka meira fjármagn að láni.

3.  Stöðugleiki náist í verðlagi og meðalverðbólga verði 2,5% til 2030.

Stöðugleiki ræðst fyrst og fremst af þeim þáttum sem að framan eru taldir upp. Stöðugleiki verður að nást í ímyndarheimi verðmætisaukninga á verðbréfamarkað. Stöðugleiki verður að nást í hringrás fjármagns um allar æðar þjóðlífsins og að enginn dragi til sín fjármagn sem honum er ekki ætlað, eða dragi það út úr hringrás fjármagnsins til að safna því í sjóð, utan samfélagsveltunnar, handa sjálfum sér. Stöðugleiki fæst einungis með yfirgripsmikilli þekkingu almennings á meginþáttum tekjuöflunar okkar og hvernig þeim tekjum er ráðstafað. Ógegnsæi og ósýnileiki geta aldrei skapað stöðugleika og enn hefur samráðshópurinn engar hugmyndir lagt fam um hvernig sá stöðugleiki sem þeir boða, verði laðaður fram.

Eins og ég gat um í upphafi, virðist flest benda til að þessi stöðugleikahópur hafi fyrst og fremst verið myndaður til að koma sjávarauðlindinni endanlega og varnalega í hendur útgerðarmanna. Það er eini markvissi punkturinn í fram komnum tillögum hópsins til þessa.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Reglu um evru er að Þjóðarseðlabanki gure sett niðu evrur sem fær á viðskiptagengi hcip, og miðat það við meðaltal síðust 5 ára og innfalið yfirdráttur sem dekkar max 25% verðnóla á 5 árum , meðatal 5,0% ári.  Hvað ef vantar evrur  ? Jú þá geta lögaiðlar sem vantar þær sel bréf í kauphallar neti EU og þá verða þeir að borga marksverð [ef kaupandi finnst og veð er í samræmi við kröfur].   Meiri yfirdráttur er glæpur nr. eitt í EU : refsingar fjársektir og brottrekstur . Vegna innri samkeppni. 

Grunnvextir í öruugri private banking eru 0-1,99% , kostnað vegna stofnunar IRR matrix fylkis 30 ára er 2,0%. 

Heildar vextir vegn nýs vegna nýs veðs geta því legið á bilum 7,0% til 5%+2,0% + 1,99% = 8,99%.
Eldra húsnæði 5,0% til 6,99% . Húsnæði þeira ríkiustur og rekstrartengt 2,0% áhættuálag í viðbót.

Kerfið hér NAGAM er að skila í samanburði í kreppu meira en tveggja stafa prósentu  . Hér er líka 4,5% grunnvextir [móti verðbótum að hluta].

Hinvegar er þetta bara bull verðbætur til auka veltu umfang og valda óþarfa greiðslu erfiðleikum síðar [yftrirtöku veðskuldum]. Nú fjölga leigendum. 1 af hverjum 2 Frökkum legir þrögnt og borgar 20% -30% að útborguðu reiðufé fyrir rafmagn og vatn innfalið , [inn í stórborgum er utantekning].

Græða á matarpengum almennings er Ísland í dag.

Júlíus Björnsson, 11.5.2013 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband