16.3.2014 | 18:25
Opið bréf til Samfylkingar
Meðfylgjandi í pdf skjali er opið bréf til Samfylkingar. Vitleysan sem frá þeim kemur er svo gjörsamlega að ganga fram af mér að ég bókstaflega varð að skrifa þetta bréf.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Facebook
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 151
- Frá upphafi: 165757
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 141
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Svo sannarlega vel sagt og skilmerkilega. Það væri fróðlegt að fá viðbrögð Árna Páls, eða vill hann ekki svara óþægilegum spurningum?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.3.2014 kl. 19:18
Takk fyrir frábæra grein Guðbjörn, mann setur hljóðan að lesa þetta og fer að hugsa hvort það sé rétt sem einn ágætur maður sagði við mig um daginn að það sé ekkert nema undirmálsfólk í pólitík á Íslandi. Ég vona að svo sé ekki og að vonandi vaknar fólk við að fá svona áminningu, ef það gerir það ekki þá er eitthvað mikið að.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 16.3.2014 kl. 21:41
Takk fyrir góða grein. Hjartanlega sammála greinarhöfundi.
Helga Þorkelsdóttir (IP-tala skráð) 17.3.2014 kl. 13:39
Takk fyrir þetta Guðbjörn. Ég var í alvöru farin að halda að ég væri einn um að sjá þetta svona. Ég vil gjarnan fá svör Árna Páls.
Hervar Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.3.2014 kl. 15:18
Nú var búið að ljka 11 köflum í aðildarviðræðum við ESB minnir mig. Gaman að vita hvar sú aðlögun sem höfundur les úr þessu hafur átt sér stað? Eins væri gaman að vita hvernig þetta bréf samrýmist því að í upphafi var gefin út sú yfirlýsing að formleg aðlögun hefðist ekki fyrr en að aðild hefði verið samþykkt í Þjóðaratkvæðagreiðslur. Og síðan væri gaman að vita hvað t.d. sérstaklega í þessari aðlögun séu atriði sem við hefðum ekki grætt á. Þ.e. maður man eftir að hér var að hefjast fyrir IPA styrki t.d. að koma upp rannsóknarstofu í eiturefnarannsóknum í matvælum. Og t.d. krafa um greiðslustofu fyrir styrki til landbúnað. Finnst fólk það eðlilegt að bændur semji um, úthluti og hafi eftirlit og aðhald með að þeim styrkjum sé rétt varið og þyggi hvað um hálfan milljarð fyrir viðvikin.
Minni á að Kóratar voru held ég síðasta þjóð sem gekk í ESB. Þar var samningurinn lagður í þjóðáratkvæðagreiðslu!
Svo væri gaman fyrir t.d mig sem er Samfylkingarmaður að menn sem eru að gagnrýna séu ekki svona hrokafullir. Yfirleitt hefur svona málflutningur verið rekin ofan í menn aftur.
Magnús Helgi Björgvinsson, 17.3.2014 kl. 17:28
Sæll og blessaður. Gott bréf - vonandi hefur þú fengið að birta það í einhverjum fjölmiðli eins og t.d. Morgunblaðinu þannig að fleiri fái að lesa en við sem erum með tölvur. Hver er hrokafullur og hver ekki? Margur heldur mig sig.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.3.2014 kl. 20:57
Sælt veri fólkið og kælrar þakkir fyrir ummælin. Við Kristján Helga vil ég segja þetta. Það er langt frá því að vera hroki í mér vegna þess hve mér finnst sárt á horfa upp á hvernig farið er með áður vel upp byggðan jafnaðarmanaflokk; flokk sem barðist af eldmóði fyrir stofnun verkalýðsfélaga launafólks og Aæmannatryggingakerfinu. Sú elíta sem í þessum pólitíska armi hefur náð öllum völdum (var komin til valda 1990) hefur á mjög markvissan máta fælt í burtu allt alvöru jafnarðarfólk. Ég á góða sögu af því þegar þessi elíta, sem kallast "leikritasmiðjan" gerði aðför að mér og ég hefndi mín með því að ganga i flokkinn, að ég sagði til að útrýma honum. Hann fór niður í rúm 4%, þá sagði ég mig úr flokknum, sem ég hefði ællíklega alls ekki átt að gera.
En til þess að fá frekaari upplýsingar um eitthvað af því sem þu spyrð um, getur þú farið inn á Facebooksíðu mína og skoðað þar beina samantekt um ESB ferlið. Kannski nærðu því á línknum sem ég set hér fyrir neðar. Með góðum kveðju. G.J.
"https://www.facebook.com/photo.php?fbid=611564178899241&set=a.178835292172134.57222.100001369941521&type=1&theater"
Guðbjörn Jónsson, 17.3.2014 kl. 21:48
Er þetta réttur kóði Guðbjörn?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.3.2014 kl. 23:50
Guðbjörn Jónsson, 18.3.2014 kl. 00:34
Ég gat náð þesu en með brasi. Ég ætla að reyna að koma þessu hérna inn á bloggið í annarri færslu.
Guðbjörn Jónsson, 18.3.2014 kl. 00:45
Get ekki opnað þetta, vildi gjarnan lesa.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.3.2014 kl. 00:45
Það verður að sleppa gæsalöppunum þegar slóðin er afrituð.
Jón Kristjánsson, 18.3.2014 kl. 11:05
það er nóg að afrita þennan hluta og smlla honum í url línuna efst á vafranum, https://www.facebook.com/photo.php?fbid=611564178899241
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 18.3.2014 kl. 11:12
eða bara smella á urlið í athugasemd minni hér fyrir ofan, það er virkt
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 18.3.2014 kl. 11:13
Búin að opna greinina, hún er frábær. Takk fyrir ábendingarnar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.3.2014 kl. 11:14
Ísland kaus lengst af fyrri kostinn sem smáríki stendur til boða. Að halla sér upp að voldugu nágrannaríki. Bandaríkin gegndu því hlutverki megnið af lýðveldistímanum. Þeir yfirgáfu þetta litla bandalagsríki sitt endanlega 2006 og tveimur árum síðar stóð Ísland uppi algerlega einangrað á alþjóðavettvangi, úthrópað sem blóraböggull í mesta efnahagshruni sögunnar.
Strax um sumarið 2009 tók ríkisstjórn Íslands það heillaskref að rjúfa þessa einangrun með því að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Með því að velja þann kost sem nánast öll smáríki Evrópu hafa valið til að standa vörð um sína hagsmuni. Ný ríkisstjórn er nú að gera sitt besta til að rjúfa það ferli. Enn á ný skilar það sér í algerri einangrun Íslands á alþjóðavettvangi. Nú stendur okkur bara til boða að hrópa á torgum: „Þetta er svindl!“ Enginn mun hlusta. Hvað þurfum við að fórna miklu til að núverandi valdhafar átti sig á þeirri stöðu sem við erum í?
(Magnús Á Magnússon)
Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 18.3.2014 kl. 11:52
Sæll Guðbjörn, ég þrælaði mér í gegnum þessa bréflufsu þína og þvílíkt bull...blessaður gakktu í Framsjallaflokkinn og hættu að tengja þig við jafnaðarmennsku.
Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 18.3.2014 kl. 11:58
Sæll Helgi. Í skrifum mínum er ekki einn einasti stafur bull. Að þér finnist það efast ég ekki, en það sýnir einungis dómgreind þína. Með kveðju, G.J.
Guðbjörn Jónsson, 18.3.2014 kl. 12:32
Guðbjörn málið er að allt sem ekki fittar inn í ESB heim aðildarsinna er bull, rugl, menn sem segja annað eru talaði niður, það koma aldrei nein rök, bara niðurrif og skætingur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.3.2014 kl. 12:40
Frábært bréf Guðbjörn. Flest hugsandi fólk sér, að Árni Páll er berrassaður án blekkingarhjúpssins sem han hefur sveipað um sig í öllu þessu ferli. Honum er hinsvegar fyrirmunað að gera sér grein fyrir eigin nekt
Kristján Þorgeir Magnússon, 18.3.2014 kl. 13:31
Ég veit ekki hvað ég á að segja um þetta. Mér leiðist að vera ekki málefnalegur en þó verð ég að segja að þetta er þvílíkt bull að mér hrýs hugur við. Svo einfalt er nú það.
Sigtryggru Karlsson (IP-tala skráð) 18.3.2014 kl. 14:02
Sammála Guðbirni.
Benedikt Helgason, 18.3.2014 kl. 15:09
sæll og blessaður Sigtryggur. Ekki hef ég hug á að meina þér að hafa þína skoðun á því sem ég skrifa. En þar sem þú segir þetta vera bull, þætti mér eðlilegt að þú rökstyddir það, þannig að í ljós kæmi hvort þú hefur þekkingu á þeim mikilvægu aðtriðum sem ég skrifa þarna um. Ég er meira en fús að rökræða við þig um þau efnisatriði sem ég fjalla þarna um, því ævinlega er það svo að þegar málefni eru rædd, þá koma fyllri upplýsingar íljós, sem ef til vill var ekki getið í fyrstu framsetningu. Ef einhver efnisleg forsenda er fyrir staðhæfingu þinni, þá reikna ég með vðbrögðum frá þér sem skýri hvað þú telur vera bull. Ekkert þeirra málefna sem ég vík að í þessum skrifum mínum á uppruna sinn í hugarheimi mínum. Allt eru þetta opinberar staðreyndir, staðfestar í skjölum eða dómum. Þess vegna er ég forvitinn og bíð nákvæmari lýsinga frá þér. Með kveðju, G.J.
Guðbjörn Jónsson, 18.3.2014 kl. 16:20
Hvar hefur þessu aðlögun átt sér stað í þeim köflum sem þegar er búið að loka? Hvergi nema þeir kaflar sem snú að EES samningnum.
Gunnar Kristjánsson (IP-tala skráð) 18.3.2014 kl. 16:39
Gunnar! Viltu útskýra þetta svolítið betur?
Guðbjörn Jónsson, 18.3.2014 kl. 16:47
Mjög athyglisverð lesning.
Gaman að hnjóta við eina af fullyrðingunum til hjá Magnúsi Helga. Hann sér amk. ekki ljósið í bjórglasinu sem hann heldur á, þótt ljóst sé ölið.
Ég er alveg búinn að sjá það að heilaþvotturinn sem átt sér hefur stað síðustu árin af Samfó hefur heldur betur náð í gegn. Ég er algerlega sammála þeim skilning þínum Guðbjörn, að afar og ömmur okkar kusu ekki Dani af sér til að ganga þessu á hönd, það er alveg morgun ljóst.
Ég lít á þessar tilraunir að lauma okkur inn í EU undir fölnaðri kratarós sem vanvirðing við þá áa okkar sem börðust fyrir sjálfstæði lands og þjóðar.
Sindri Karl Sigurðsson, 18.3.2014 kl. 21:33
Takk fyrir Guðbjörn minn. Þegar ég las utanríkis-samsuðuna á alþingisvefnum eftir svikakosninguna á alþingi sumarið 2009, sá ég að innihaldið í þeirri mótsagnarkenndu samsuðu-ESB-"umsókn", bauð ekki uppá bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu í lok aðlögunarferlisins, eftir að farið væri af stað í þá vegferð.
Ekki veit ég hvað varð um fyrirvarana, sem settir voru víst í góðri trú, sem skilyrði fyrir þessu feigðarflans-samkomulagi að ESB-aðlöguninni! Fyrirvararnir týndust líklega á leiðinni yfir hafið? Eða voru bara lyganet?
Ég hef oft bent á þetta skoðanakannana-dæmi, en ekki náð til þeirra ESB-sinna, sem virðast vera í algerri afneitun á þessari staðreynd, um marklausa þjóðaratkvæða-skoðanakönnun í lok aðlögunar.
Það er virkilega kominn tími til að ríkisfjölmiðillinn rán-dýri á Íslandi, sjái sóma sinn í að segja almenningi sannleikann, í sambandi við ESB-aðlögunarumsókn ríkisstjórnarinnar frá sumrinu 2009.
Þeir sem láta verst og hafa hæst núna, um "kosningarétt" þjóðarinnar til að greiða atkvæði um áframhald á svikum við þjóðina, eru í frekar slæmum og ótraustum málum, að því er virðist.
Hvers vegna ESB-trúarfólk velur blekkingar og svik við þjóðina, sem aðferð til að breyta gömlu, rotnu og ólíðandi stjórnsýslu-óréttlæti, yfir í "réttlæti", er mér alveg fyrirmunað að skilja.
Óréttlæti verður ekki breytt með endurnýjuðum svikum og óréttlæti. Gamla stjórnsýslu-svikaleiðin er ófær til betrunar, framfara og velferðar.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.3.2014 kl. 00:26
Takk fyrir innlegg þitt Anna Sigríður. Ég er fyllilega sammála því sem fram kemur hjá þér. Með kveðju, G.J.
Guðbjörn Jónsson, 19.3.2014 kl. 09:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.