Er alþjóðasamfélagið samkvæmt sjálfu sér ???

 Fyrir nokkrum árum vildu íbúar Kósovó héraðs ekki tilheyra Serbíu, heldur stofna sjálfstætt ríki, vegna þess að mikill meirihuti íbúa héraðsins væru kósóvar en ekki serbar. Þegar kósóvskir íbúarnir héraðsins samþykktu í allsherjar atkvæðagreiðslu að svæði þeirra í Serbíu skildi framvegis vera sjálfstætt ríki og heita Kósovó, fannst alþjóðasamfélaginu sjálfsagt að meirihluti íbúana réði því hvaða landi þeir tilheyrðu. Og Serbum var hótað efnahagsþvingunum og hervaldi ef þeir virtu ekki þennan vilja meirhluta íbúa héraðsins.

Síðan gerist það nú fyrir skömmu að íbúar Krímskaga í Úkraínu, sem flestir eru Rússar, ákveða í allsherjar atkvæðagreiðlsu að þeir vilji tilheyra Rússlandi en ekki Úkraínu, eins og þeim var úthlutað við fall Sovétríkjanna.  Þá gerist það hins vegar að alþjóðasamfélagið telur alls ekki rétt að íbúar svæðisins eigi að ráða neinu um það hvaða landi, ríki eða þjóð þeir tilheyri. Og þeir skuli sko gjöra svo vel að vera ánægðir með að vera lokaðir frá heimalandi sínu, Rússlandi. Og fallist Rússland á að tala við þessum löndum sínum, verði það beitt efnahagsþvingunum og útilokað frá samstarfi þjóða.
 
Af því sem að framan er skráð, virðist ekki vera nein vissa fyrir viðbrögðum alþjóðasamfélagsins þó meirihlutavilji íbúa svæðis liggi skýr og greinilegur fyrir. Alþjóðasamfélagið, sem áður hafði tekið afstöðu út frá tilteknum hagsmunum, eins og þeim að meirihuti íbúa afmarkaðs héraðs eigi að ráð hvaða landi, ríki eða þjóð þeir tilhreyri, kúvendir nú alveg í 180 gráður.  Að því er nú virðist ljóst, virðist alþjóðasamfélagið algjörlega andvígt fyrri stefnu sinni, um að meirihlutavilji íbúa skuli ráða.  Af núverandi viðbrögðum virðist það aðallega aðhyllast óskilyrta og ófyrirsjáanlega hentistefnu. Spurnignin er hins vegar hvort slík stefna sé hentum til eflingar heimsfriði?  Ég dreg það svolítið í efa.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hef einmitt verið að velta þessu fyrir mér á sömu nótum og er ekki par sáttur við utanríkisráðherra í stríðslúðrablæstri hans í Úkraínu. Maðurinn gengur sveimér ekki á öllum. Við erum með blóðugar hendur Í ólöglegum stríðum í Írak og Afganistan, þökk sé Davíð og Halldóri Ásgríms sem tóku það upp á sitt sjálfdæmi að segja þessum löndum stríð á hendur sem kostað hefur hundruð þúsunda saklausra borgara lífið. Menn virðast seint læra og gleypa allt hrátt sem kemur úr áróðursmyllu USA og ESB.

Ég ætla rétt að vona að þessi sveitalubbi beri það undir þing og þjóð aður en hann leggur í fleiri fjöldamorð fyrir okkar hönd.

Það voru ekki rúsar sem hófu þessa hildi.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.3.2014 kl. 05:08

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þetta er ekki alveg jafn einfalt og þið viljið vera láta. Lesið Wikipedia-greinina um sögu Krímskaga. Þarna kemur m.a. fram að Stalín stundaði þjóðernishreinsanir á svæðinu (eins og reyndar alls staðar þar sem hann gat) og rak t.d. Tatarana úr landi. Skömmu eftir fyrri heimsstyrjöld voru þeir 25% íbúafjöldans. Grískættaðir íbúar fengu sömu meðhöndlun. Fyrir fáum árum síðan sakaði utanríkisráðherra Úkraínu rússnesk yfirvöld um að gefa út rússnesk vegabréf til íbúa á Krímskaganum.

Þetta ber allt að sama brunni. Þjóðernishreinsanir og í kjölfarið að flykkja Rússum inn í löndin eða landsvæðin. Þetta er elsta bragðið í handbókinni fyrir útþenslustefnu Rússa. Fylla landið af Rússum og þykjast síðan þurfa að beita hervaldi "til að vernda hagsmuni rússneskra borgara."

Theódór Norðkvist, 24.3.2014 kl. 13:55

3 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæll Theódór og takk fyrir tilskrifin.  Ég ætla nú ekki að fara út í Norður-Írlands kenningarnar, að rekja til baka um aldir.  Ég læt mér nægja að skoða málin aftur fyrir hrun Sovétríkjanna, þegar þessar þjóðir voru undir einni stjórn, líkt og þjóðarbrotin í Júgósavíu á sinni tíð.  Sovétríkin skiptust að mestu friðsamlega upp í einstök ríki, ef mið er tekið af hörmungunum er Júkóslavía sundraðist. 
      Okkur finnst líka alveg sjálfsagt að Íslendingar sem búið hafa langdvölum erlendis fái útgefin íslensk vegabréf þó þeir hafi búið, jafnvel áratugi í öðrum löndum. Er útilokað að einhvað álíka eigi við um þá Rússa, sem búsettir voru á Krímskaga við sundurlimun Sovétríkjanna?  Gæti ekki verið að þar væri í raun um Rússneska ríkisborgara að ræða, sem átt hafi sama rétt á rússnesku vegabréfi, líkt og Íslendingar búsettir í öðrum löndum eiga rétt á íslensku vegabréfi? En hvað sem þessu líður, þá var ég einfaldlega að benda á þverstæðu í rökum fyrir erlendri íhlutun. Ekki er, eða var, ætlunin að fara í málsvörn fyrir annan hvort aðilan þarna austur frá.  Ég hef þá afstöðu að við eigum að halda okkur utan við slík átök, hvar sem þau eru í heiminum.

Með kveðju GJ

Guðbjörn Jónsson, 24.3.2014 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband