Launþegafélög GILDIS, lífeyrissjóðs, verja ofurlaun stjórnenda fyrirtækja

Miðvikudaginn 30. apríl fór ég á aðalfund GILDIS lífeyrissjóðs. Ég hafði lengi fylgst með þeim lífeyrissjóði í gegnum netið og með því að skoða ársreikninga sjóðsins, en nú fann ég alveg sérstakan innri þrýsting á að ég færi á fundinn. Framan af fundi var allt samkvæmt venju, greint var frá tapi á erlendum fjárfestingum stuttu á eftir því að formaður stjórnar tjáði væntingar sínar um að gjaldeyrishöftum yrði aflétt svo hægt væri að auka fjárfestingar í útlöndum.

Það var fyrst eftir að venjulegum aðalfundarstörfum var lokið, sem í ljós kom hvers vegna ég fékk svona sterkan þrýsting á að fara á fundinn. Þegar kom að síðasta dagskrárlið, sem var ÖNNUR MÁL, kom ástæðan í ljós. Í ræðustól steig Örn Pálsson, sjóðsfélagi og fulltrúi í fulltrúaráði Gildis, lífeyrissjóðs og lagði fram mjög skýra tillögu til ályktunar fyrir fundinn. Tillagan var vel rökstudd og m. a. vísað í samskipta- og siðareglur Gildis. Tillagan var svohljóðandi:
 
Ársfundur Gildis lífeyrissjóðs samþykkir að á næsta stjórnarfundi Haga, muni fulltrúi Gildis í stjórn fyrirtækisins bera fram eftirfarandi tillögu:
 
"Stjórn Haga samþykkir að ráðningasamningur við forstjóra fyrirtækisins verði tekinn til endurskoðunar þannig að mánaðarleg laun, hlunnindi og árangurstengdar þóknanir fari ekki umfram 3,0 milljónir. Jafnframt verði ráðningasamningar annarra stjórnenda fyrirtækisins teknir til endurskoðunar þar sem sambærilegar greiðslur verði innan hóflegra marka."
 
Það vakti strax undrun mína og tilfinningu fyrir því að, á bak við tjöldin, væri búið að ákveða að þessi tillaga yrði ekki samþykkt á fundinum. Hinn annars ágæti fundarstjóri, Magnús Norðdahl hrl., aðallögfræðingur ASÍ, fór í afar sérkennilegar útlistanir á því að það gæti verið ólöglegt að fundurinn sendi frá sér svona ályktun. Fundurinn gæti ekki skipað fulltrúa Gildis í stjórn Haga fyrir verkum.
 
Nokkuð athyglisverð lögskýring frá aðallögfræðing stærstu launþegasamtaka landsins.  Nokkuð greinilega tekin afstaða með hagsmunum atvinnurekenda, til að koma í veg fyrir gagnrýni á ört vaxandi ofurlaunastefnu stjórnenda fyrirtækja, líkt og algengt var fyrir hrun.
 
Nokkur umræða varð um þessa tillögu. Sú umræða var að mestu frá sjóðsfélögum sem ekki höfðu atkvæðisrétt, þó þeir ættu eignarhlut í sjóðnum, en aðrir sem ENGA EIGN eiga í sjóðnum sterkara atkvæðisvægi en sem nam einu atkvæði á mann. Það fyrirkomulag sem þarna birtist vekur upp spurninguna um það hver gætir hagsmuna okkar eldri borgara og annarra lífeyrisþega, þar sem við erum ekki aðilar að neinu stéttarfélagi en eigum samt æviuppsöfnun greiðslna í sjóðinn til lífeyrisgreiðslna.
 
Við, eiginlegir eigendur sjóðsins, höfum hins vegar ekki neinn aðkomurétt að stjórnun þessarar sjóðssöfnunar okkar og engan atkvæðisrétt á fundum sjóðsins. Þar eru ákvarðanir teknar um ávöxtunarleiðir, mat á áhættuþáttum í sambandi við skuldabréf og önnur verðbréf, hlutabréf eða aðrar fjárfestingar til ávöxtunar sjóðsins. Einnig mat á hvert sé eðlilegt hlutfall tekna sjóðsins sem fari í lífeyrisgreiðslur.
 
Fram kom á aðalfundinum að tæplega 40.800 sjóðsfélagar greiddu iðgjöld. Flestir þeirra (og mestu iðgjöldin) koma frá aldurshópnum 16 - 25 ára. Þetta sýnir að megnið af nýjum inngreiðslum iðgjalda er frá ungu fólki, en iðgjaldagreiðendur 67 ára eða eldri eru rétt í kringum 100 talsins og fækkar ört eftir þann aldur.

Það eru samtals 20.108 rétthafar til lífeyrisgreiðslna hjá sjóðnum. Þar af eru eldri borgarar 12.789, örorkulífeyrir 4.361, makalífeyrir 1.929, og barnalífeyrir 1.029.  Samtals var þessum hópi greiddar 9.936 milljónir í lífeyrisgreiðslur. Jafngildir það 2,99% ávöxtun á heildareign samtryggingasjóðsins, sem í ársreikningi er sögð vera 331,4 milljarðar.
 
Þetta er ótrúlega lágt hlutfall til lífeyrisgreiðslna þegar einnig kemur fram í ársreikning að "hrein raunávöxtun eignasafns á árinu var 5,3%, eða sem svarar 17.563 milljónum. Þessar staðreyndir benda til að þó lífeyrisgreiðslur hefðu verið 50% hærri en þær voru, hefði EKKERT ÞURFT AÐ SNERTA ÞANN HÖFUÐSTÓL SEM VIÐ ELDRI BORGARAR HÖFUM GREITT Í SJÓÐINN UM STARFSÆVINA.
 
Greiðslur okkar í lífeyrissjóð eru hrein eign okkar sem enginn hefur formlega afsalað sér. Það þýðir í raun að við, hver og einn greiðandi í sjóðinn, eigum ákveðna hlutdeild í heildar eignasafninu.  Greiðslur launagreiðenda eru einnig eign okkar, þar sem greiðslur þeirra eru hluti af launagreiðslum en ekki sérframlag þeirra, utan launasamninga. Launagreiðendur eiga því í raun engan rétt til þátttöku í rekstri eða starfi lífeyrissjóða því þeir hafa enga eignastöðu að verja, en það höfum við eldri borgarar og aðrir lífeyrisþegar.
 
En látum þetta duga í bili um ranglátt og vitlaust fyrirkomulag lífeyrissjóðakerfisins og víkjum aftur að tillögunni sem lögð var fyrir aðalfundinn.  Fundarstjórinn gaf til kynna að eina færa leið fundarins væri að vísa framangreindri tillögu til stjórnar. Það þýðir á máli venjulegra manna að svæfa tillöguna svo ekkert meira heyrist um efni hennar.  Sterk og málefnaleg rök voru færð fyrir hinu gagnstæða við það sem fundarstjóri sagði. Og fundarmönnum bent á mikilvægi þess að þeir öxluðu þá ábyrgð sem fylgdi því að vera ÆÐSTA VALD yfir svo ríkum hagsmunum sem þetta stórum sjóði fylgdi. Sjóði sem jafnframt væri að greiða svona lítið hlutfall vaxtatekna sinna í lífeyri til þeirra sem ættu verulega hlutdeild í eignum sjóðsins, eftir greisðlur í sjóðinn til loka ævistarfs. Hagsmunir okkar lífeyrisþega, að sporna við spillingaragrósku í þeim fyrirtækjum sem sjóðurinn á eignarhlut í, voru því miklir.  Það sorglega við þennan fund var að yfirgnæfandi meirihluti fulltrúa launþegafélagana samþykkti í atkvæðagreiðslu að vísa framangreindri tillögu til stjórnar OG SVÆFA HANA ÞAR MEÐ TIL VARNAR SPILLINGU OG OFURLAUNASTEFNU FYRIRTÆKJA LÍFEYRISSJÓÐSINS, Í TAKTI VIÐ SPILLINGU FYRIRHRUNS ÁRANA.
 
Já, það hefur löngum verið sagt að skynsemi sé ekki ofarlega hjá fulltrúum stéttarfélaga í samningagerð. Það sama virðist eiga við um hagsmunagæslu þeirra á öðrum sviðum, miðað við hina STREKU VÖRN LAUNÞEGAFÉLAGANNA Í LÍFEYRISSJÓÐNUM GILDI TIL VARÐVEISLU MJÖG SVO GREINILEGRA SPILLINGAR- OG OFURLAUNAVIÐHORFA SEM FYRIRTÆKI LÍFEYRISSJÓÐSINS STUNDA.      

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sæll Guðbjörn minn. Það var líka eitthvað sem knúði mig til að fara á þennan Gildis-fund. Og allt rétt sem þú hefur skrifað hér um fundinn. Þessi spillingar-opinberandi fundur var enn ein sjokk-lífsreynslan mín.

Og það sem olli mér mestu áfalli á þessum fundi, var það, að svona margir einstaklingar gætu með góðri samvisku, (að því er virtist), tekið þátt í að ræna lífeyri sjóðseigenda, með atkvæðisrétti sínum og ránsvöldum.

Og ekki virtist siðferðisvitundin flækjast fyrir yfirstjórnarforystunni! Enda með hæfileika-vottorð að eigin sögn. Það fylgdi ekki sögunni hverjir sáu um hæfismatið?

Fundarstjórinn var svo tilbúinn með klausu sem hann las upp, um að það væri ekki löglegt að afgreiða þessa tillögu á fundinum? Allt planað fyrirfram!

Þessu fólki í stjórninni finnst ekkert siðferðislega rangt við svona vinnubrögð!

Það er grafalvarlegur siðferðisbrestur hjá svo valdamiklu stjórnarfólki, sem á að verja og ávaxta eignir sjóðseigenda, en ekki ræna þeim! Og verkalýðs-"eitthvað" á fundinum var verra en ekkert fyrir verkafólkið.

Mér gjörsamlega ofbýður þetta samviskulausa siðleysi og þessi einbeitti mannréttindabrotavilji. Bæði í forystu stjórnar lífeyrissjóðsins Gildis, og hjá vakalýðs-atkvæðavélmennunum forrituðu og baráttuanda-lausu!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.5.2014 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 6
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 165770

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband