Skilur héraðsdómur Reykjavíkur ábyrgð sína?

Í gær, mánudaginn 5. maí 2014, barst mér tilkynning frá dómara við héraðsdóm Reykjavíkur, að málið mitt nr. E-500/2014, yrði tekið fyrir þann 13. maí n. k.  Var þá ætlunin að málflutningur yrði um kröfu Íbúðalánasjóðs, um frávísun málsins.

Ég varð dálítið hissa en fannst þetta þó nokkuð í takti við þann hroka sem héraðsdómur virðist sýna almenningi.  Ég gerði alvarlegar athugsasemdir við alla framgöngu dómstólsins í mínu máli, frá upphafi þess.  EN svo virtist eins og þau afbrot sem dómstóllinn framdi skiptu engu máli, eða raunar að afstaða mín skipti engu máli. Málið yrði bara tekið fyrir þarna og því vísað frá, sama hvað ég segði.

Ég svaraði því dómaranum með eftirfarandi tölvupósti:

Sæll Jón.  Ég veit ekki hvort þér er kunnugt um samskipti mín við Ingimund dómstjóra, en fram til þessa hefur ekki verið farið að lögum við þingfestingu málsins og dómstjóri hefur ekki enn svarað síðasta erindi mínu.  Ég var í morgun að panta tíma hjá Innanríkisráðherra til að fjalla um þessi atriði, því ekki er hægt að sjá, með góðu móti, að dómstóllinn sem þú starfar við, uppfylli ákvæði stjórnarskrár um óhlutdrægni og hlutleysi, varðandi málarekstur minn.   Ég get ekki farið fram á minna en að Dómstjóri svari því hvernig hann sjái dómstólinn uppfylla framangreind ákvæði um hlutleysi, áður en lengra er haldið.  Ég vildi helst ekki þurfa að fara í harðar aðgerðir, en meðan svo er ástatt að engra hagsmuna minna hefur verið gætt í fyrirtökum og enginn réttmætur dómari í hvorrugri fyrirtökunni, er mér ekki ljóst á hvaða forsendum á að halda áfram.  Ég gerði eðlilega kröfu um, við þingfestingu, að sá sem sagðist vera mættur fyrir gagnaðila, færði mér sönnur á að hann hefði umboð hins stefnda til að mæta fyrir hans hönd.  Í lögum 91/1991 er hvergi vikið að því að hinn stefndi geti vikið sér undan að mæta við þingfestingu máls, en hann getur þá jafnframt tilkynnt um hvern hann velur til að flytja mál sitt, en við þingfestinguna VERÐUR HINN STEFNDI AÐ MÆTA, annars á stefnandi rétt á útivistardómi.

Því miður virðist íslenskt réttarfar á margan hátt komið verulega á skjön við lögin, þó skýrt sé kveðið á um það í stjórnarskrá að dómendur DÆMI EINUNGIS EFTIR LÖGUM.   Einkar hlálegt er líka að heyra frá ólöglegum dómar í þinghaldi, að héraðsdómur starfi eftir LÖGUM UM LÖGMENN, því hvergi í lögum eða réttarfarsreglum verður fundin heimild fyrir slíkri fullyrðingu.

Ég sendi þér hérna með síðara bréf mitt til dómstjóra, sem ekkert svar hefur komið við enn og geri skýra kröfu um að fá nauðsynleg svör við því sem þegar hefur farið úrskeiðis, ásamt því hvernig rétturinn ætli að uppfylla stjórnarskrárbundin skilyri um hlutleysi, meðan hann svarar engum um þau brot á réttindum mínum sem þegar hafa orðið í þessu máli.  Haldið þú þeirri stefnu að hafa fyrirtöku þennan dag sem þú boðar, mun ég að sjálfsögðu mæta og fyrst og fremst fjalla um þau atriði sem fram koma í bréfum mínum, verði ekki komin fullænægjandi svör við þeim fyrir þann tíma.

Virðingarfyllst

Guðbjörn Jónsson    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 165581

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband