Mál nr. E-500/2014 Fyrirtaka 13. maí. 15:30 Salur 201

Þá liggur næsti leikur fyrir í  lögbrotum héraðsdóms Reykjavíkur sem sniðgengur stjórnarskrá og þau lög sem dómstóllinn á að starfa eftir. Eftirfarandi má sjá tilkynnt á dagskrá dómstólsins fyrir næstu viku:
 
Héraðsdómur Reykjavíkur
13. maí. 15:30 Salur 201 Jón Finnbjörnsson héraðsdómari
Mál nr. E-500/2014 Fyrirtaka Skuldamál
  Stefnandi: Guðbjörn Jónsson    (Sjálfur ólöglærður)
  Stefndi: Íbúðalánasjóður    (Karl F. Jóhannsson hdl.)

Þarna mæti ég að sjálfsögðu en er meðvitaður um að ég mæti ekki þarna fyrir HLUTLAUSUM OG ÓHÁÐUM DÓMSTÓL,  því enn er dómstóllinn ekki farinn að sýna þá reisn í þessu máli að virða stjórnarskrá eða lög nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Hefur þegar í tveimur þinghöndum um málið brotið margar greinar laga nr. 91/1991 og sumar oftar en einu sinni.  Það verður athyglisvert að ræða þessi mál í réttinum, þ. e. a. s. ef mér verður ekki hent út, eins og tilraun var gerð til að gera í síðasta þinghaldi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sæll Guðbjörn minn. Ég hef hugsað mér að mæta þarna og hlusta, þó það vegi víst ekki mikið að fá móralskan stuðning frá valdalausri og ó-lögfræðimenntaðri manneskju eins og mér. Ég hef þó frelsi hjartans og mína eigin réttlætiskennd. Og ég hef sterka trú á góðu orkunni í alheiminum okkar allra.

Vonandi get ég mætt, og staðið með þér á staðnum. Ef ég mæti ekki, þá mun ég samt sem áður senda þér bæn um góðra vætta hjálp. Almættið alvalda og góða er valdameira en jarðneskir dómarar og kúgandi fjármálaöfl.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.5.2014 kl. 17:50

2 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Hjartans þakkir fyrir hlý orð Anna Sigríður. Það er alltaf stuðningur að fólki sem hugsar hlýlega til manns.  Ekki er minna um vert að fá góðar fyrirbænir.  Almættið hefur svo oft komið mér til hjálpar um dagana að ég væri ekki hér í dag án mikillar hjálpar frá því.  Margt sérkennilegt hefur borið við síðan ég tók þá ákvörðun að stefna Íbúðalánasjóði.  Þegar im hægist og málið komið í höfn mun ég e.t.v. segja frá þessum sérkennilegu þáttum en þeir hafa ótvírætt vakið hjá mér tilfinningu fyrir því að ég standi síður en svo einn í þessari baráttu, fyrir utan allan þann stuðning sem ég finn frá vinum mínum hér á blogginu, á Facebook og víða í samfélaginu.  Hafið öll hjartans þökk fyrir velvildina.

Guðbjörn Jónsson, 12.5.2014 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband