21.5.2014 | 12:15
Kvartað til nefndar um dómarastörf
Þeir sem hafa fylgst með baráttu minni við að fá réttláta og eðlilega málsmeðferð varðandi stefnu mína á hendur Íbúðalánasjóði vil ég segja þessar fréttir.
Það er ekki einfallt mál að koma fram kvörtun vegna óeðlilegra framvindu mála fyrir rétti. Í lögum um dómstóla segir að beina skuli kvörtunum til Dómstólaráðs en það er hvorki hlutlaus eða óháður aðili. Það er skipað tveimur aðilum tilnefndum af dómstjórum og tveimur alium tilnefndum af dómurum. Sá fimmti tilnefndur af ráðuneyti. Dómstólaráð er því ekki trúverðugur kvörtunarvettvangur.
í 24. grein dómstólalaga segir eftirfaradi:
24. gr. Dómarar eru sjálfstæðir í dómstörfum og leysa þau af hendi á eigin ábyrgð. Við úrlausn máls fara þeir eingöngu eftir lögum og lúta þar aldrei boðvaldi annarra. Dómsathöfn verður ekki endurskoðuð af öðrum nema með málskoti til æðra dóms.
Ég hef leitað nokkuð vel að lögum eða reglum um starfshætti dómara en svo virðist sem slíkt sé ekki til. Það virðist látið nægja sem stendur í 24. greininni að Dómarar eru sjálfstæðir í dómstörfum og leysa þau af hendi á eigin ábyrgð. Þetta með EIGIN ÁBYRGÐ nokkuð athyglisvert, ef lesið er í þennan texta eins og hann er skrifaður. Þá virðast dómarar hafa heimild til að fara sýnar eigin leiðir í meðferð málsins, eftir að þeir hafa tekið við því frá dómstjóra. Þeir virðast persónulega ábyrgir, hver og einn, fyrir þeirri niðurstöðu sem þeir komast að og hafa engar skráðar eða lögfestar starfsreglur til að fara eftir.
Er það í raun ásættanleg staða að réttarfar okkar hafi engar samræmdar starfsregur til að fara eftir við úrlausn ágreiningsmála? Þá er ég ekki að tala um þau lög sem ágreiningsþættirnir eru dæmdir eftir. Ég er að tala um vinnureglur starfsmanna dómstólsins, því þrátt fyrir ákvæði 24. gr. dómstólalaga, um að dómarar séu sjálfstæðir í dómstörfum sínum og leysi þau af hendi á eigin ábyrgð, þá eru þeir ekki sjálfstæðir atvinnurekendur í þeim skilningi, heldur þjónar þess embættis sem þeir starfa fyrir og með venjulegt launþegasamband við embættið.
Og það er einmitt þessi augljósi skortur á samræmdum starfsreglum dómstóla, hvað varðar innra starf þeirra m. a. um meðferð mála, sem mér virðist vera af mjög svo skornum skammti.
Í öllum þessum pælingum mínum fann ég í Innanríkisráðuneytinu upplýsingar um NEFND UM DÓMARASTÖRF. Ég komst að því að fyrir þessa nefnd ætti að vera hægt að leggja málefni þar sem fólki finnst að dómari hafi ekki alveg farið að réttum lögum.
Þar sem ég taldi mig hafa fengið þannig svör frá Dómstjóra héraðsdóms Reykjavíkur að hann mundi ekkert gera í sambandi við meðferðina á mínu máli, tók ég þá ákvörðun að senda allt þetta ferli til þessarar nefndar.
Það skemmtilega við þetta var að það liðu ekki margir klukkutímar þangað til ég fékk tölvupóst þar sem ég var beðinn að senda frekari gögn. Ég gerði það og c. a. hálftíma seinna fékk ég svar um að þetta væri komið í ferli og fyrstu fréttir fengi ég eftir tvær til þrjár vikur, um það hvort nefndin teldi að þetta erindi heyrði undir nefndina. Kannski ljós punktur framundan, en á meðan skoða ég betur innri starfsreglur dómstóla.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 165581
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.