Afkáraleg afsökun fyrir mismun í skólastarfi

Í dag heyrði ég þá afkáralegustu afsökun fyrir mismunun innan sama árgangs skólabarna sem ég hef heyrt um ævina. Er þar um að ræða 10. bekk, sem er að kveðja grunnskóla. 
 
Það virðist orðin hefð, eða venja að eftir lok venjulegs kennslustarfs og prófa, fari þeir nemendur sem það vilja í ferðalag, sem þeir safna fyrir sjálfir.  Ferðalagið er því EKKI hluti af skólastarfi, heldur skemmtiferð til að halda upp á lok grunnskólanáms.
 
Það vakti því furðu mína þegar ég komst að því að eftir að öllum prófum og örðu starfi skólans var lokið, miðvikudaginn 28. maí, og EKKERT skólastarf var fimmtudaginn 29. eða föstudaginn 30. maí, þá væri undir lok vinnudags á föstudaginn 30. maí sendur út tölvupóstur um að þeir nemendur 10. bekkjar sem ekki færu í skólaferðalagið, ættu að mæta í skólann mánudaginn 2. - 6. júní og vera í skólanum (við leik og starf ???) meðan hinir nemendurnir væru að skemmta sér á ferðalagi.
 
Ég verð að viðurkenna að mér fannst þetta afar sérstök skilaboð frá fræðsluyfirvöldum okkar. Að eitt af síðustu verkum grunnskólans gagnvart burtfararnemum, væri að mismuna þeim, með þeim hætti sem þarna virtist vera, því sú aðgerð sem þarna var boðuð er alvarlegt brot á að opinberir aðila megi ekki mismuna jafnstæðum aðilum.
 
Allir 10. bekkingar eru jafnstæðir að því að vera að ljúka námi í grunnskóla. Það getur því vart flokkast undir jafnræði að veita 90 - 95% hópsins frí frá mætingu í skóla, til að fara í skemmtiferð, en gera á móti kröfu um að hin 5 - 10% mæti í skóla á sama tíma.  Engin námsdagskrá var skipulögð enda öllu námi lokið og lokapór búin. EKKERT frekara nám er í grunnskóla fyrir þennan aldurshóp.
 
Unglingar á þessum aldri eru mjög viðkvæmir fyrir mismunun. Einhver lítill hluti hópsins sem gat ekki af einhverjum ástæðum farið í skólaferðalagið, upplifa sér refsað. Sumir höfðu ráðið sig í vinnu og byrjað að vinna strax daginn eftir próf, algjörlega óvitandi um að þeir ættu að mæta í skóla meðan aðrir bekkjarféalgar væru í fríi og á skemmtiferðalagi.
 
Af samtali við ónefndan aðila hjá fræðslusviði Reykjavíkur, fengust þau svör að þetta væri gert svona til að fylla upp í lögskipaðan fjölda skóladaga.  Er þá niðurstaðan sú að til þess að fylla upp í lögboðna kennsluskyldu, sé beitt svona gróflegri mismunun á síðustu dögum grunnskóla? Ég spurðist fyrir um þetta hjá fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar og þar kom fólk af fjöllum og þekkti ekkert til svona mála.
 
Ég er sífellt að horfa á fleiri svið þjóðlífsins okkar og leita eftir heiðarleika, virðingu og kærleika í samskiptaferlum. Því miður hef ég enga slíka ferla fundið enn, en nokkuð mikið af ýmiskonar þáttum sem ekki ættu að vera í uppbyggilegum samskiptum fólks. Er virkilega orðin ástæða til að setja af stað almenna leit að heiðarleika, virðingu og kærleika í öllu samskiptamunstri okkar, ekki bara í opinbera geiranum?    

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband