Hver er afkoma þjóðfélagsins??

Undanfarna daga hafa menn velt því fyrir sér hvort það geti verið að Hagstofna sé að gefa upp rangar tölur um afkomu þjóðfélagsins. Einkanlega vakti það spurningar hjá fólki þegar Seðlabankastjóri lét í ljós efasemdir um að tölur Hagstofunnar væru réttar.Ég ákvað því að fara inn á vef Hagstofunnar og kíkja á þær tölur sem þar koma fram.

Slide1Hér má sjá tölur yfir út- og innflutning 2013 og 2014 í 9 mánuði hvors árs. Tölurnar eru í milljónum.

Eins og sést á neðstu línunni, mismun inn og útflutnings, var útflutningur umfram innflutt á árinu 2013 127,3 milljarðar.  Mismunurinn var minni 2014, eða 104,1 milljarður.

Mér finnst athyglivert og einnig skemmtilegt að sjá hve sala (útflutt) þjónusta er farin að slaga hátt upp í útfluttar vörur, sem líklega er þá bæði sjávarafurðir ál og fleiri iðnaðarvörur.  Við drögum þennan hagnað vissulega mikið niður með innflutningi þjónustu og væri fróðlegt að vita hve mikið af þessu er vegna innflutnings á miklum fjölda erlendra hljómsveita og skemmtikrafta og hvað mikið væri vegna kaupa opinberra aðila á erlendri sérfræðiþjónustu. En takið einnig eftir því að á þessu ári eru nettó gjaldeyristekjur okkar (útflutt - innflutt) ekki nema 104,1 milljarður, sem er rétt rúmlega sú upphæð sem þarf að greiða í vexti af erlendum lánum.

Við eigum tvo valkosti varðandi niðurstöður þessar. Annað hvort að líta á þær sem of mikla eyðslu á gjaldeyri, eða að við verðum að afla mun meiri gjaldeyris. Og það gerum við einungis með því að efla atvinnulífið. Til þess notum við það lausafé sem safnast upp hjá sjóðasöfnurum eins og lífeyrissjóðum og öðrum fjárfestum. Ef við flytjum lausaféð úr landi er útilokað að lífskjör hér geti batnað.   

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sæll Guðbjörn minn. Takk fyrir pistilinn.

Ég hef mikið velt fyrir mér hvað þessi gjaldeyrishöft eru í raun, og fyrir hverja? Ég hef ekki ennþá skilið þetta gjaldeyrishaftadæmi á Íslandi. Það er nefnilega hægt að kaupa sér gjaldeyri fyrir um 300 þúsund, gegn framvísun farseðils. Og engin takmörk eru á greiðslukortanotkunum erlendis?

Þess vegna velti ég fyrir mér hvort næsta bankarán sé fólgið í því að afnema gjaldeyrishöftin svokölluðu? Svo hægt sé að ræna landsmenn sínum lífeyri aftur?

Ég hef ekkert heyrt um að öryggi lífeyriseigenda (almennings í réttindalausa hópnum á Íslandi,) sé tryggður fyrir næsta EES/ESB-regluruglings-bankaráni? En ég hef heldur ekki fylgst vel með undanfarið, svo ég þarf greinilega að aga mig í samfélags-gagnrýniskyldunni, sem okkur öllum ber að gera.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.12.2014 kl. 10:27

2 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæl Anna og takk fyrir umsögnina.  Ég held að gjaldeyrishöftunum sé fyrst og fremst ætlað að hindra  stóru aðilana sem hyggjast flytja allt lausafé þjóðarinnar úr landi til að fjárfesta í útlöndum. Mér finnst hins vegar afar einkennilegt að það skuli líka vera höft á innstreymi gjaldeyris til landsins. Menn ættu að taka fagnandi á móti öllum gjaldeyri.

M.b.kv. Guðbjörn

Guðbjörn Jónsson, 16.12.2014 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband