2.3.2016 | 11:04
1. Athugasemd við Frumvarpsdrög um náttúruauðlindir
Ég velti fyrir mér hvort geti verið að það skorti málskilning og málvitund í þann hóp sem samdi textann í hina nýju væntanlegu 79. gr. stjórnarskrár Íslands? Þegar litið er til þess sem segir í 2. kafla greinargerðar með frumvarpinu, vakna enn fleiri spurningar því þar segir eftirfarandi: (Ath. feitletrun og litabreytingar texta eru undirritaðs.)
Við undirbúning frumvarpsins hefur verið lagt til grundvallar að markmið auðlindaákvæðis yrði að setja löggjafanum skýr mörk varðandi nýtingu og ráðstöfun á náttúruauðlindum og réttindum til þeirra.
Þegar maður les svo hina væntanlegu lagagrein, eins og hún birtist í frumvarpinu, og ber það saman við markmiðin um að setja löggjafanum skýr mörk, fer um mann ónotalegur hrollur. Lítum á 1. mgr. hinnar væntanlegu 79. gr. stjórnarskrár. Þar segir eftirfarandi:
Auðlindir náttúru Íslands tilheyra íslensku þjóðinni. Þær ber að nýta ၠsjálfbæran hátt og til hagsbóta landsmönnum öllum. Ríkið hefur eftirlit og umsjón með meðferð og nýtingu auðlindanna í umboði þjóðarinnar.
Hvað skildi orðið tilheyra eiga að merkja þarna í 1. málslið 1. mgr. Ég tilheyri t. d. íbúum fjölbýlishússins sem ég bý i. Ég tilheyri einnig tiltekinni fjölskyldu, en ég hef ákvörðunarvald í fjölbýlishúsinu í samræmi við eignarhlut minn en EKKERT ákvörðunarvald innan fjölskyldunnar. Ég verð að viðurkenna að ég skil alls ekki hugtakið tilheyra þarna í 1. málslið, því augljóst er að ef náttúruauðlindirnar eru innan 200 sjómílna efnahagslögsögu þjóðarinnar, þá tilheyra þær íslensku þjóðinni.
Í 2. málslið 1. mgr. er einnnig verið að tala um auðlindirnar en þar segir að þær beri að nýta á sjálfbæran hátt og: til hagsbóta landsmönnum öllum. Hagsmunir landsmanna eru áreiðanlega svo tugþúsundum skiptir og einnig ólíkir að umfangi og gerð. Því verður að telja víst að markmiði 2. málsliðar 1. mgr. verði ógerningur að koma í framkvæmd. Líklegast er að stjórnunarþáttur sé þar með brostinn. Í 3. málslið 1. mgr. þykir mér þó sett eftirtektarvert met í skilningsskorti á eðli og stjórnskýringu stjórnarskrár. Í frumvarpinu er málsliðurinn svohljóðandi:
Ríkið hefur eftirlit og umsjón með meðferð og nýtingu auðlindanna í umboði þjóðarinnar.
Hvernig skildu textahöfundar þessa 3. málsliðar 1. mgr. hinnar væntanlegu 79. gr. stjórnarskrár sjá þetnnan 3. málslið 1. mgr. fyrir sér í framkvæmd. Hvaða skilning skildu þeir hafa lagt í orðið Ríkið? Hvernig sjá þeir fyrir sér að Ríkið hafi eftirlit og umsjón í umboði þjóðarinnar? Hvaða merkingu leggja þessir textasmiðir í orðið Ríkið? Lítum aðeins á hvað segir um þetta orð á VIKIPEDIA, frjálsa alfræðiritinu. Þar segir eftirfarandi um orðið RÍKIÐ:
Ríki eru stjórnmálalegar einingar ábúenda tiltekinna landsvæða sem eru fullvalda. Skilgreining Max Webers um að ríki hafi einokun á lögmætri valdbeitingu á afmörkuðu landsvæði er viðtekin. Innlent fullveldi hefur ríki ef íbúar þess líta á það sem lögmætt. Alþjóðlegt fullveldi hefur ríki hljóti það einnig slíka viðurkenningu frá samfélagi þjóðanna.
Af því sem hér hefur verið skoðað virðist ljóst að RÍKIÐ, hefur hvorki sjálfstæða skynjun, eftirtekt eða huglæga getu til að hafa umsjón með nokkrum sköpuðum þáttum. Ljóst virðist að RÍKIÐ getur ekki gætt hagsmuna þjóðarinnar. Sú hugmyndafræði er álíka og að hús eigi að gæta hagsmuna íbúa sinna. Það mundi treglega ganga upp.
En hvernig gæti þá 1. mgr. væntanlegra 79. gr. stjórnarskrár litið út, í ljósi þeirra fyrrnefndu markmiða sem sett eru fram í greinargerð með frumvarpinu. Skoðum dæmi:
Auðlindir náttúru ́slands utan þinglýstra eignamarka og/eða lögmætra samninga, einstaklinga eða lögaðila, skal teljast ótvíræð eign íslensku þjóðarinnar. Slíkar auðlindir ber að nýta ၠsjálfbæran hátt til tekjuöflunar fyrir ríkissjóð, eða til samfélagslegra verkefna, samkvæmt nánari ákvæðum þar um í almennum lögum.
Alþingi setur lög og staðfestir reglur sem viðkomandi ráðherra setur um nýtingu auðlindanna. Ráðherra eða undirstofnun ráðuneytis hans hefur umsjón með meðferð og nýtingu auðlindanna í umboði Alþingis og þjóðarinnar. Eftirlit til lands verður í höndum Ríkislögreglustjóra og lögreglu í hverju umdæmi en til sjávar verður eftrlit í höndum Landhelgisgæslunnar.
Með hliðsjón af því útþynnta og tilgangslausa orðavali sem notað er í 1. mgr. væntanlegrar 79. gr. stjórnarskrár okkar læt ég staðar numið í bili við frekari skoðun á þeim texta sem þarna hefur verið lagður fram sem lagatexti fyrir stjórnarskrá Íslands. Reynist áhugi fyrir bættu orðfæri og beinni meiningu í væntanlegan lagatexta gæti e. t. v. komið fleiri athugasemdir. M.bk. Guðbjörn
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Breytt s.d. kl. 11:28 | Facebook
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 111
- Frá upphafi: 165759
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 103
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.