16.3.2016 | 23:48
Sannleikurinn um hækkun lífeyris eldri borgara
Ég mikið búinn að velta vöngum yfir öllu því talnaflóði sem frá Hagstofunni kemur og undrast aðferðir til sundurliðunar og uppgjörs útgjaldaliða. Einkum er athyglisvert hvernig niðurstöðutölur breytast á hverju ári mörg ár aftur í tímann, þannig að ekki kemur fram nein áreiðanleg samantekt af rauntölum tekju- eða gjaldaliða fyrir samfélags okkar.
Þetta hefur oft valdið mér nokkru basli og einnig nú að undanförnu, því ég hef verið að leita að skýringum á því hvers vegna sagt er í kerfinu að t. d. eldri borgarar hafi fengið til baka þær skerðingar sem af þeim voru teknar eftir bankahrunið 2008.
Það ætti að vera hægt er að sjá vísbendingar um slíkt með því að skoða lykilþætti í rekstri samfélagsins okkar gegnum skráningu Hagstofunnar. Ég hef til glöggvunar verið að skoða tímabilið frá 1998 2015 varðandi skerðingar. En að hinu leytinu skoða fólksfjölgun á árunum frá 1955 2015, til að bera saman við spá Hagstofunnar um mannfjöldaþróun næstu 50 ára. Ýmislegt athyglisvert hefur þegar komið í ljós, sem greint verður frá síðar.
Hafa kjör eldri borgara verið leiðrétt.
Á myndinni hér til hliðar má sjá að nokkur hækkun varð á vísitölu neysluverðs á árabilinu 1998 - 2015. Er þar um að ræða álíka breytingu og varð einnig á heildar útgjöldum hins opinbera á sama tímabili, eins og næsta mynd sýnir.
Þegar myndin hér til hliðar er skoðuð kemur í ljós að báðar línurnar eru með sömu þætti heildarútgjalda 13 ár aftur í tímann. Árið 2015 sótti ég skrá inn á vef Hagstofunnar sem hafði að geyma mestu sundurliðun á útgjöldum stjórnvalda fyrir árabilið 1998-2013. Er það rauða línan. Þegar ég var að vinna þau gögn sem hér birtast fór ég aftur á vef Hagstofunnar til að sækja meiri upplýsingar, sem þá væru til ársloka 2014. Tók ég þá eftir því að aðrar tölur voru komnar í nákvæmlega sömu skrána sem ég hafði sótt upplýsingar í ári fyrr. Óheimilt á að vera, í öllum tilvikum, að breyta niðurstöðutölum útgjalda fyrri ára eftir að rekstrarreikningi ársins hefur verið lokað og Ársreikningur gefinn út. Engu að síður breytir Hagstofan niðurstöðutölum rekstrarliða fyrri ára, án áberandi athugasemda. Engin leið er að vera viss um, hvort þær upplýsingar sem koma fram í bláu línunni, muni vera á sömu skrá á næsta ári.
Af myndinni hér til hliðar má sjá hlutfallsleg útgjöld til Almannatrygginga og velferðar, sýnt með blárri línu. En hins vegar sama viðmið varðandi öldrun (rauða línan), örorku og fötlun (græna línan) og fjölskyldu og barna (fjólublá línan). Glögglega má sjá þarna að tilgreindir málaflokkar halda ekki hlutdeild sinni í heildarupphæð málaflokksins. Öldrun er einnig nokkuð víðtækur flokkur. Þess vegna leitaði ég frekari sundurliðunar hjá Hagstofunni.
Til frekari glöggvunar á lífeyrismálum eldri borgara, tengdi ég sundurliðun Hagstofunnar á safnliðnum ÖLDRUN, við þá sundurliðun Öldrunarliðar sem ég fékk senda. Ég setti upp línurit sem sýnir hvert sé hlutfallið af heildarútgjöldum sem fer til liðsins Almannatryggingar og velferð. Einnig er frá sama viðmiði heildarútgjalda skoðað hlutfall liðsins Öldrun og helstu sundurliðunarþættir þess liðar, sem eru: Ellilífeyrir, Tekjutrygging, Heimilisuppbót og Aðrar bætur vegna aldraðra. Allir þessir liðir voru teknir út sem hlutfall af heildarútgjöldum.
Á myndinni hér til hliðar má sjá það hlutfall heildarútgjalda hin Opinber sem fara annars vegar til liðsins Almannatryggingar og velferð (Blá lína), en hins vegar til liðsins Öldrun (Rauð lína). Heildar útgjöldum hins opinbera á árinu 2014 námu 908,2 milljörðum króna.
Samkvæmt þessum virðist málaflokkurinn Öldrun vera rétt um eða yfir 5% af heildarútgjöldum hins opinbera. Lífeyrisgreiðslur til eldri borgara eru líklega nálægt helmingi af kostnaðarliðnum ÖLDRUN og því líklega nálægt 2,5- 3% af heildarútgjöldum.Varla er það hlutfall útgjalda óyfirstíganlegt.
Ef við lítum hins vegar til mikils vaxtar margra útgjaldaliða undanfarinna ára, t. d. á safnliðnum Almannatryggingar og velferð, þar sem liðurinn Öldrun er undirflokkur, virðist ljóst að aldraðir hafi ekki haldið hlutdeild sinni í heildarútgjöldum. Kemur það glöggtt fram þegar borið er saman vöxtur liðsins Almannatrygginga og velferð og vöxt liðsins ÖLDRUN, sem er undirflokkur Almannatrygginga.
Hér til hliðar gefur að líta í meginatriðum hvernig uppgjörsliðurinn Öldrun sundurliðast sem hlutfall af heildarútgjöldum liðsins Öldrunar.
Eins og fyrri myndin sýndi var liðurinn Öldrun rétt rúm 5% af heildarútgjöldum. Af þessari sundurliðun hér til hliðar má sjá að heildarútgjöld Tekjutryggingar hafi verið að hækka aðeins að undanförnu. Þegar skoðað er hver breytingin hafi orðið á hvern mann sem nýtur slíkra greiðslna, virðist breytingin ekki vera mikil.
Svona segir Hagstofan skiptinguna vera á hvern bótaþega. Þarna er tekið saman ellilífeyrir, tekju-trygging, heimilisuppbót og aðrar greiðslur vegna öldrunar. Þarna sést að árið 2014 var upphæð á hvern mann að verða svipuð og á árinu 2003. En á það hefur verið bent að frá árinu 2003 hefur vísitala neysluverðs hækkað töluvert, eins og sjá má á fyrstu myndinni. Þannig að greiðsla á mann nú, sem nær álíka verðgildi og 2003, ætti að vera umtalsvert hærri en þarna sýnir.
Ef heildarútgjöld hefðu verið svipuð upphæð og á árinu 2003, væri ekki mikið hægt að setja út á þetta. Hins vegar er ljóst að launakjör og verðlag hafa hækkað umtalsvert frá árinu 2003 en þær hækkanir hafa eldri borgarar ekki fengið bættar ennþá. Á þessari síðustu mynd má sjá hve lítið hlutfall af heildarútgjöldum er verið að tala um. Það ætti ekki að vera mönnum ofviða að leiðrétta kjör eldri borgara strax.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Breytt 17.3.2016 kl. 01:23 | Facebook
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 111
- Frá upphafi: 165759
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 103
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.