Ágætu þingmenn.
Ég þykist vita að ykkur sé heitt í hamsi og hyggist hefja átök við forsætisráðherra þjóðarinnar vegna meintra vanefnda hans á upplýsingagjöf til skrifstofu þingsins varðandi aflandsfélag á Tortola eyju, til geymslu á arfi núverandi kona hans, eins og ítarlega hefur verið rætt að undanförnu.
Það sem mér ofbýður hins vegar er framkoma ríkisútvarpsins í þessu máli. Væntanlega er enginn þingmaður svo fjarri umræðunni um skattaskjól að þið séuð ekki meðvituð um að Skattrannsóknarstjóri er í u.þ.b. heilt ár búinn að leita eftir að fá gögn um meint undanskot eða misferli í tengslum við þessi umtöluðu skattaskjól.
Í Kastljósþætti Ríkisútvarpsins Sunnudaginn 3. apríl 2016, kl. 18:00, kom fram að starfsmenn kastljóss hjá ríkissjónvarpinu hafa í marga mánuði haft undir höndum umfangsmikil gögn, að þeirra eigin sögn vera um eða yfir ein milljón skjala, þar sem fram komi umtalsvert af vafasömum viðskiptum 600 Íslendinga tengdum 800 aflandsfélögum. Gögnum þessum virðast þessir starfsmenn ríkisútvarpsins ekki hafa framvísað til skattrannsóknarstjóra, eða til Ríkissaksóknara, sem þó hlýtur að vera skylda þeirra, vegna þeirra meintu brota sem þeir telja vera að finna í gögnum þessum. Mér vitanlega er það meira en lítið alvarlegt mál ef starfsmenn ríkisfjölmiðils halda frá viðkomandi rannsóknar- eða Ákæruyfirvöldum svo viðamiklum upplýsingum sem þarna virðast á ferðinni. Slíkt tel ég afar alvarlegt brot á hegningarlögum, þar sem við liggja að mínu viti þungar refsingar.
Síðan kemur að framsetningunni. Ríkisfjölmiðill getur ekki með löglegum hætti tekið að sér hlutverk ákæranda gagnvart æðsta embættismanni ríkisvaldsins. Slíkt er í beinni andstöðu við ákvæði stjórnarskrár lýðveldis okkar, auk þess að vera brot á lögum um opinbera starfsmenn og einnig lögum um ríkisútvarpið sjálft.
Hver sá Íslendingur sem tekur beinan eða óbeinan þátt í slíku afbroti sem þarna var framið, lýsir sig í raun andvígan þeim réttarfarsreglum sem tilgreindar eru í stjórnarskrá og lögum um meðferð opinberra mála. Þjóðfélag okkar er vægast sagt komið út á afar hættulega braut, þegar ríkisfjölmiðill sem lýtur yfirvaldi eins ráðherra brýtur svo gróflega mannréttindi og réttarvernd æðsta embætismanns ríkisins, eins og átti sér stað í téðum Kastljósþætti Sunnudaginn 3. apríl 2016. Slík framkoma hefði verið siðlaust lögbrot gegn harðsvíruðum glæpamanni, þó starfsmenn kastljóss teldu sér heimil slík mannréttindabrot gagnvart æðsta embættismanni ríkisins.
Ég tel í sjálfu sér að það ætti að vera óþarft að vekja athygli ykkar á hinu mjög svo alvarlega afbroti sem starfsmenn Kastljóss gerðu sig seka um í þessu tilfelli, væntanlega með samþykki viðkomandi yfirmanna sinna og á ábyrgð Útvarpsstjóra og ráðherra menntamála. Ég geri það nú samt vegna þess að ég mun sjálfur mánudaginn 4. apríl 2016, senda Ríkissaksóknara formlega kæru, sem ríkisborgari þessa lands og áheyrandi að þeirri gengdarlausu illmennsku gagnvart forsætisráðherra, sem einkenndi framsetninguna. Engin afstaða er hér tekin varðandi það hvort forsætisráðherra er sekur eða saklaus af þeim ávirðingum sem á hann eru bornar. Meginatriðið er það, að ríkisfjölmiðillinn Ríkisútvarp er ekki ákærandi í slíku máli og getur aldrei orðið það. Rikisfjölmiðill á ekki að stunda MANNORÐSMORÐ gagnvart neinum, og þá ekki heldur gagnvart æðsta embættismanni ríkisins. Formleg ákæra verður því send á mánudegi, eins og tilgreint er.
Mælikvarði á vitund ykkar og virðingu gagnvart Stjórnarskrá og landslögum mun koma í ljós í því hve mörg ykkar gera kröfu um að Ríkissaksóknari yfirtaki umrædd gögn ríkisútvarpsins og birti þeim ákæru sem bera ábyrgð á svo alvarlegu lagabroti sem lýst var hér að framan. Þið verðið vafalítið spurð um viðbrögð ykkar við svona lögbroti fyrir næstu kosningar.
Virðingarfyllst,
Guðbjörn Jónsson kt: 101041-3289
Kríuhólum 4, 111 Reykjavík,
Sími 567 2001 GSM 860 84 00
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Breytt s.d. kl. 09:16 | Facebook
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 109
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 102
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Þú telur semsagt að Ríkisútvarpið hafi brotið lög með því að taka þátt í að upplýsa um málið ásamt tugum annarra fjölmiðla um víða veröld. Ja hérna, ekki er öll vitleysan eins.
Guðmundur Ásgeirsson, 4.4.2016 kl. 00:45
Kastljósi væri betra að fletta ofan af því að hérlendis er engin gild stjórnarskrá.
Guðjón E. Hreinberg, 4.4.2016 kl. 01:00
Guðbjörn minn. Tek undir þessi orð þín um það hvers konar óverjandi aðferðir eru notaðar til að klekkja á pólitískum andstæðingum, án vandaðrar ópólitískrar rannsóknar, sönnunar, löglegra réttarhalda og marktæks dómsúrskurðar.
Þetta MANNORÐSMORÐ á ríkisfjölmiðlinum 3.3.2016 er til skammar fyrir ríkisfjölmiðil Íslands, og allt dómsstóla-svikamyllu-batteríið meðvirka á Íslandi.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.4.2016 kl. 01:04
Það er komið rúmt ár síðan okkur Íslendingum stóð til boða algjörlega að kostnaðarlausu að fá afhent gögn er vörðuðu skattaundanskot er tengdust HSBC bankanum.
Það virstist hins vegar ekkert sérstaklega áhugavert þar sem ekkert var gert með þetta rausnarlega boð og skal engan furðu eftir hörmungarnar sem við urðum vitni að í kastljósþætti kvöldsins. Ef einhvern tímann þjóðin í heild sinni hefur þurft á áfallahjálp að halda varðandi rakalausar síendurteknar lygar ráðamanna þjóðarinnar þá er það nú.
Íslendingar geti fengið gögn HSBC-bankans
RUV. 14.02.2015 - 18:07
Efnahagsmál · Innlent
Maðurinn sem lak gögnunum um skattaundanskot tengd HSBC er tilbúinn til að láta íslensk stjórnvöld fá þau sem eru um Íslendinga þeim að kostnaðarlausu. Eva Joly setti sig í samband við manninn og hann er tilbúinn til að láta gögnin af hendi strax í dag.
Eva Joly, sérfræðingur í rannsóknum fjármálaglæpa og þingmaður á Evrópuþinginu, setti sig í samband við manninn sem lak gögnum um skattaundanskot tengd HSBC og spurði hann hvort hann væri tilbúinn til að láta íslensk stjórnvöld fá gögnin sem varða Íslendinga án endurgjalds. Hann er tilbúinn til þess og býður Eva Joly fram aðstoð við að setja sig í samband við hann.
Inga Sæland (IP-tala skráð) 4.4.2016 kl. 01:21
Þvílík steypa sem hér er hrærð.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.4.2016 kl. 06:39
Sæll Guðmundur. Mér sýnist athugasemd þín einkum upplýsa um afstöðu þína til mannréttinda, sem í sjálfu sér er athyglisvert. Það er hins vegar spurning um hvort RÚV var að taka þátt í fjöldaútsendingu. Útsendingin bar engin merki slíks.
Guðbjörn Jónsson, 4.4.2016 kl. 09:09
Sæll Guðjón. Það er misskilningur hjá þér að hér sé engin gild stjórnarskrá. Stjórnarskráin frá 1944 er í fullu gildi og á margan máta mjög góð stjórnarskrá, ef eftir henni væri farið.
Guðbjörn Jónsson, 4.4.2016 kl. 09:11
Ef ég segi Guðbjörn að þú sérst í hvítri skyrtu og með gleraugu á prófílmyndinni eða setti það í fréttatíma að þá er það ekki ákæra um eitt eða neitt heldur lýsing á raunveruleika. Það var það sem að fréttastofa gerði, lýsti raunveruleika. Ef að þú ætlar að ákæra hana fyrir það að þá ert það þú sem ert heldur betur kominn á villigötur. Hugleiddu það.
Heimir L Jóhannsson (IP-tala skráð) 4.4.2016 kl. 10:00
Hver er glæpurinn sem þú ætlar að kæra Guðbjörn?
Það er ekki ólöglegt að eiga félag í skattaskjóli, hver vegna ber RUV að tilkynna lögreglu um lögleg fyrirtæki?
Ég sé ekki hvað þú ætlar að kæra.
Sigurður (IP-tala skráð) 4.4.2016 kl. 10:11
Þú veist að þetta er hluti af risastórum alþjóðlegum leka sem inniheldur um 11 milljónir skjala og blaðamenn út um allan heim hafa verið að vinna í? Svo var ekki leyfilegt að fjalla um þessi gögn fyrr en kl. 18 í gær á heimsvísu og nota bene, þá hefur Kastljósið eitt og sér ekki haft þessi gögn heldur fyrst og fremst unnið af Reykjavík Media. Og hvernig í ósköpunum er RÚV að brjóta á mannréttindum og taka sér hlutverk ákæranda með þessari umfjöllun, sem er alþjóðlegt fréttaefni?
Skúli (IP-tala skráð) 4.4.2016 kl. 11:36
Sammála síðuhöfundi. Þessi gögn eiga heima hjá ríkisskattstjóra og hann hlýtir að kalla eftir þeim. Styð þig í þessarð aðgerð
Jón Aðalsteinn Jónsson, 4.4.2016 kl. 13:07
Við erum með gildandi stjórnarskrá á Íslandi. Það virðist vera sumum meira kappsmál að koma nýrri stjórnarskrá til varnar, heldur en að virða lögbundna skyldu ríkisfjölmiðilsins til hlutlausra verka.
Nýja stjórnarskráin leyfir afsal á lýðræði. Tyrkir gætu t.d. tekið yfir stjórnsýsluna samkvæmt nýju stjórnarskránni.
Viðreisn, sem er nýr flokkur, er með nýja stjórnarskrá á forgangslista sínum.
Undarlegt forgangsmál, sem Viðreisn er að berjast fyrir! Með siðlausum aðferðum. Væri ekki rétt að birta allt sem Nýherja-forstjórinn Benedikt Jóhannesson er með á erlendum slóðum? Eða á bara að aflétta leynd af sumum, en ekki öðrum?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.4.2016 kl. 16:01
Guðbjörn, ég skil ekki hvernig þú færð það út að ósköp hefðbundin rannsóknarblaðamennska fjölmiðla, jafngildi einhverri saksókn á hendur forsætisráðherranum og að Kastljós hafi tekið sér eitthvað ákæruvald. Það geta þeir ekki og hafa ekki gert, einungis rannsakað málið. Vissulega harkalega, en þegar um ósvífin brot er að ræða, þá kallar það á harða framgöngu.
Theódór Norðkvist, 5.4.2016 kl. 18:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.