8.4.2016 | 00:55
ENN TEKST FJÖLMIÐLAMÖNNUM AÐ EYÐILEGGJA MANNORÐ SAKLAUSS MANNS.
Á meðan mesti hasar átaka stendur yfir eins og þeirra sem fram fóru hér síðustu daga, er afar vonlítið að koma á framfæri sjónarmiðum sem ekki falla að þeirri hugmyndalínu sem er undirstaða æsingsins. Það er því fyrst núna sem mögulegt er að fólk gefi sér andrúm til að skoða önnur sjónarmið, sem komust ekki að meðan hasarinn var mestur. En hvað var þá athugavert eða gæti talist vanhugsað í hasar undanfarinna daga?
Frá mínum sjónarhóli virðast meginátökin snúast um tvenn sjónarmið. Annars vegar að ríkir menn, eða auðmenn, eigi ekki að vera í pólitík vegna þess að þeir hafi öðruvísi hagsmuni en fólk almennt hefur. Hæfileiki til að láta gott af sér leiða hefur í raun ekkert með peningana að gera, heldur snýst um upplag og eðlislægan vilja viðkomandi einstaklings. Ríkur einstaklingur gæti t. d. náð umtalsvert betri árangri fyrir fólkið í landinu, gagnvart fjármálaöflunum, því þau gætu ekki ógnað honum með því að loka lántökuleiðum hans og gjaldfellingu lána. Hann skuldar bönkunum ekki neitt, frekar gæti verið að bankarnir skulduðu honum.
Hinn þátturinn sem mér virðist mjög ráða afstöðu fólks er sú fullyrðing sem sett hefur verið fram t. d. í sambandi við fyrrverandi forsætisráðaherra, Sigmund Davíð Gunnlaugsson og konu hans. Fullyrt er að fyrst SDG sé giftur og enginn kaupmáli sé í spilinu, þá EIGI SDG 50% í félagi konu sinnar, þó hann hafi afsalað hinum skráða eignarhluta til hennar árið 2009.
Þessi fullyrðing stenst ekki því í hjúskaparlögum er tekið mjög skýrt til orða varðandi sameiginlegar skyldur hjóna. Í 4. gr. laganna er ákvæði um Forræði eigna og skuldaábyrgð. Þar segir svo um eignir hjóna:
- gr. Hvort hjóna ræður yfir eign sinni og svarar til skulda sinna eftir því sem nánar er fyrir mælt í lögum.
Þarna kemur skýrt fram að hvort hjóna fyrir sig ræður yfir eign sinni. Það staðfestir fullkomlega það sem SDG hefur ítrekað haldið fram, að þegar mistökin við skráningu félagsins var loksins leiðrétt með því að hann afsalaði sér þeim eignarhlut sem á hans nafn var skráð. Þar sem engar eignir til hans höfðu greiðst inn til félagsins var eignastaða hans engin í félaginu. Ef hann hefði afsalað sér þeim hlut sem á hann var skráður fyrir 0 krónur, hefði það verið talin vera gjöf til Önnu, sem skatturinn hefði metið sem 50% af bókfærðu verðmæti félagsins. Skatturinn hefði síðan reiknað Önnu S. Pálsdóttur gjöfina til tekjuauka á árinu 2009. Með því að selja hlutinn á 1 dollar, fær salan viðskiptalega stöðu í framtalslegu tilliti hjá skattinum og færð Önnu til eignaaukningar en ekki til tekjuaukningar. Hver reynir ekki að fara ódýrustu leiðina í gegnum skattalega umhverfið? Það ætti þjóðin að þekkja því líkur benda til að undanskot frá skatti hér eru ótrúlega mikil.
En við vorum að skoða á hvaða vegu almenn fjárhagsleg tengsl hjóna eru. Heyrst hefur t. d. að fyrst SDG og Anna S. Pálsdóttir séu gift, teljist félagið og eignir þess vera sameign þeirra. Af þeirri ástæðu hafi SDG verið skylt að gefa upp til hagsmunaskrár Alþingis 50% eignarhlut sinn í félaginu.
Þetta er ekki rétt. 4. gr. hjúskaparlaga, sem vísað er í hér að framan, skýrir ótvíræð yfirráð annars hjóna yfir eignum sínum en sameiginleg skylda hjóna er t. d. skilgreind í 2. mgr. 2. gr. hjúskaparlaga, en þar segir eftirfarandi:
(áhersluletrun G.J.)
Hjón eiga í sameiningu að annast uppeldi barna sinna, sjá þeim farborða og hjálpast að við að framfæra fjölskylduna með fjárframlögum, vinnu á heimili og á annan hátt.
Einnig segir í 1. mgr. 3. gr. húskaparlaga að:
3. gr. Hjón skulu skipta milli sín verkefnum á heimili eftir föngum, svo og útgjöldum vegna heimilisrekstrar og framfærslu fjölskyldu.
Þarna kemur skýrt fram að við hjónaband myndast einskonar sjálfstætt fjárfélag sem hjónin bera ábyrgð á að jöfnu. Hjónunum ber að leggja þessu fjárfélagi til tekjur til greiðslu rekstrargjalda fjölskyldunnar, en þar fyrir utan getur hvort þeirra um sig átt eignir sem hinn aðilinn á engan rétt á aðgangi að.
Þegar grannt er skoðað kemur í ljós að SDG sagði í öllum aðalatriðum satt og rétt frá varðandi þau eigna eða hagsmunaréttindi sem að honum sneru og honum var skylt að upplýsa Alþingi um á árinu 2010.
Í öllum þessum árásum á æru og trúverðugleika SDG hefur aldrei verið reynt að tengja hann við annað félag í skattaskjólum en félagið Wintris, sem stofnað var til varðveislu og ávöxtunar á arfgreiðslu til Önnu S. Pálsdóttur. Fyrir mistök bankamanns hjá Landsbanka í Lux. var SDG skráður helmings eigandi félagsins þó ekki væri gert ráð fyrir neinum eignum frá honum inn í félagið og ekkert fjármálalegt samband milli SDG og sambýliskonu hans.
Það vekur sérstaka undrun mína hve mikil harka er lögð í að véfengja að framangreind skráning SDG sem helmingseiganda í Wintris hafi verið mistök bankastarfsmanns í Landsbanka Lux. Hins vegar hafa á engan máta verið véfengdar upplýsingar frá öðrum aðilum, sem einnig höfðu látið Landsbankann í Lux. stofna fyrir sig félög, en aðilar hafa stigið fram og upplýst um samskonar eða sambærileg mistök bankans og um ræðir í tilviki SDG. Engin skýring er gefin á því hvers vegna SDG sé talinn segja ósatt en hinir segi satt?
Í þeim kastljósþætti sem sýndur var sunnudaginn 3. apríl 2016, brutu kastljósmenn afar alvarlega, kurteisis, jafnræðis og sannleika regluna í lögum um Ríkisútvarpið. Jóhannes Kr. hjá Reykjavik Media gerði sig hins vegar brotlegan á svo mörgum sviðum, bæði séð frá lögum um blaðamenn og fjölmiðla, stjórnarskrá varðandi mannréttindi, hegningalög varðandi ærumeiðingar og Sakamálalög vegna óheimilar innrásar á lokaðan einkafund forsætisráðherra með sænskum fréttamanni. Þar veittist Jóhannes að forsætisráðherra með frekju og dónaskap sem vel líklega verður kennsluefni um það hvernig ekki eigi að koma fram við æðstu stjórnendur ríkis.
Í þessum pistli hefur einungis að litlu leyti verið raktar rangfærslur og bein ósannindi sem viðhöfð hafa verið í þessum árásum á SDG til að ræna hann ærunni, embættinu og fella ríkisstjórn sem allt benti til að mundi starfa til loka kjörtímabils. Ekki er óhugsandi að bótakrafa geti skapast á hendur Ríkisútvarpinu og Jóhannesi, ásamt hinum Þýska fréttamanni Þýsks stórblaðs, sem sagt er vera dreifingar- og aðal úrvinnsluaðili Panamaskjalanna. Þá verður athyglisvert að sjá hvernig Sænsk stjórnvöld líta þá staðreynd að Sænskur fréttamaður hafi greinilega aðstoðaði Jóhannes við ólögmæta innrás hans á lokaðan einkafund forsætisráðherra Íslands. Hann aðstoðaði Jóhannes við innrásina með því að víkja úr sæti spyrils og hleypa Jóhannesi þar að. Hinn sænksi fjölmiðlamaður braut einnig alvarlega af sér gagnvart forsætisráðherra með því að taka upp á myndband, án heimildar forsætisráðherra, yfirgang og frekju Jóhannesar gagnvart forsætisráðherra og dreifði þeirri upptöku til fjölmiðla, án heimilar forsætisráðherra. Við slíku broti hlýtur einnig að liggja umtalsverð refsing, sem vart getur annað en aukist þegar um erlendan fjölmiðlamann er að ræða sem aðstoðar við ólögmæta aðför að forsætisráðherra landsins.
Það mun koma í ljós hvernig ríkisstjórnir Þýskalands og Svíþjóðar meta slíka framkomu þegna sinna við forsætisráðherra vinaþjóðar.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Facebook
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 109
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 102
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Forsætisráðherra sem gengur til samninga við kröfuhafa en leynir þjóð sína og þing því að eiginkona hans sé einn þessara kröfuhafa er ekki starfi sínu vaxinn.
Forsætisráðherra sem bregst við eins og barnaníðingur þegar hann mætir fréttamönnum þar sem hann hélt að væri 12 ára krakki er ekki starfi sínu vaxinn og fjölmiðlum ekki um að kenna.
Forsætisráðherra sem hefur 3 vikur frá því viðtalið var tekið þar til það var sýnt til að lágmarka skaðann en kýs að hundsa fréttamenn, snúa út úr og kenna öðrum um er ekki starfi sínu vaxinn.
Forsætisráðherra með próf frá Viðskipta og Hagfræðideild Háskóla Íslands sem reynir að sannfæra þjóð sína um að skattaskjól séu ekki skattaskjól og aflandsfélög ekki aflandsfélög er ekki starfi sínu vaxinn.
Jós.T. (IP-tala skráð) 8.4.2016 kl. 01:53
54. gr. Eign maka verður hjúskapareign nema sérstakar heimildir standi til annars. Á þetta við um eignir sem maki flytur í búið við hjúskaparstofnun eða öðlast síðar og gegnir einu með hverjum hætti eignar er aflað að lögum.
Jós.T. (IP-tala skráð) 8.4.2016 kl. 02:22
Hann sá algjörlega um þetta sjálfur blessaður maðurinn.
Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 8.4.2016 kl. 07:15
Guðbjörn,
Með ákaflega djúpri og innilegri virðingu, þá held ég að þú ættir að horfa aftur á Kastljósþáttinn og atburðarrásina eftir hann.
Hlusta af aðeins meiri yfirvegun á gagnrýnina sem á eftir kom.
Vegna þess að þú ert hvergi nákægt því að átta þig um hvað málið snýst.
Með takmarkalausri vinsemd og virðingu.
Kv.
Sigurður (IP-tala skráð) 8.4.2016 kl. 13:10
Ég ber mikla virðingu fyrir þér og þinni menntun og vinnu. En þarna var SDG óhæfur til að vera forsætisráðherra og stýra samningi við kröfuhafa. Svo veit ég að þegar þú giftir þig þá verða þínar eignir hjúskapareign. Sáraeinfalt nema gerður sé kaupmálu fyrir hjúskap. það hefur hvergi komið fram. Minn arfur eftir foreldra mina, sem étust á meðan ég var í hjúskap urðu að helmingi eign eigninmanns míns þegar við skildum. Þarna var ekki um skilýrtan arf að ræða.
Sigrún Jóna Sigurðardóttir, 8.4.2016 kl. 15:20
Guðbjörn. Fólk vill ekki skilja réttlæti og raunveruleika, hér á Íslandi. Það er ég loksins búin að átta mig um það bil algjörlega á.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.4.2016 kl. 22:44
þetta er nú eins konar kókópöffs lýðræði, að fólk eltir einhverja dellu sem blaðamaður
setur upp. Held að Sigmundur eigi betra skilið en þetta, svipað var með Davíð menn
höguðu sér eins og skepnur gegn honum, en svo var það hann sem bjargaði því að
ísland fór ekki í gjaldþrot. En vitleysan þrífst bara ágætlega á íslandi
bjarni (IP-tala skráð) 10.4.2016 kl. 13:43
37/1993: Stjórnsýslulög
3. gr. Vanhæfisástæður.
Starfsmaður eða nefndarmaður er vanhæfur til meðferðar máls:
1. Ef hann er aðili máls, fyrirsvarsmaður eða umboðsmaður aðila.
2. Ef hann er eða hefur verið maki aðila, skyldur eða mægður aðila í beinan legg eða að öðrum lið til hliðar eða tengdur aðila með sama hætti vegna ættleiðingar.
3. Ef hann tengist fyrirsvarsmanni eða umboðsmanni aðila með þeim hætti sem segir í 2. tölul.
4. Á kærustigi hafi hann áður tekið þátt í meðferð málsins á lægra stjórnsýslustigi. Það sama á við um starfsmann sem fer með umsjónar- eða eftirlitsvald hafi hann áður haft afskipti af málinu hjá þeirri stofnun sem eftirlitið lýtur að.
5. Ef hann á sjálfur sérstakra og verulegra hagsmuna að gæta, venslamenn hans skv. 2. tölul. eða sjálfseignarstofnun eða fyrirtæki í einkaeigu sem hann er í fyrirsvari fyrir. Sama á við ef næstu yfirmenn hans hjá hlutaðeigandi stjórnvaldi eiga sjálfir sérstakra og verulegra hagsmuna að gæta. Verði undirmaður vanhæfur til meðferðar máls verða næstu yfirmenn hans aftur á móti ekki vanhæfir til meðferðar þess af þeirri ástæðu einni.
6. Ef að öðru leyti eru fyrir hendi þær aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni hans í efa með réttu.
Eigi er þó um vanhæfi að ræða ef þeir hagsmunir, sem málið snýst um, eru það smávægilegir, eðli málsins er með þeim hætti eða þáttur starfsmanns eða nefndarmanns í meðferð málsins er það lítilfjörlegur að ekki er talin hætta á að ómálefnaleg sjónarmið hafi áhrif á ákvörðun.
4. gr. Áhrif vanhæfis.
Sá sem er vanhæfur til meðferðar máls má ekki taka þátt í undirbúningi, meðferð eða úrlausn þess. Honum er þó heimilt að gera þær ráðstafanir sem eru nauðsynlegar til að halda máli í réttu horfi á meðan staðgengill er ekki til staðar.
Nefndarmaður, sem vanhæfur er til meðferðar máls, skal yfirgefa fundarsal við afgreiðslu þess.
- Samkvæmt þessum lagaákvæðum mátti fyrrverandi forsætisráðherra ekki taka þátt í neinni afgreiðslu neinna mála er varða uppgjör við kröfuhafa á slitabú föllnu bankanna eða aðra hagsmuni þeirra, vegna þess að maki hans var fyrirsvarsmaður eins þeirra kröfuhafa. Undirmenn hans voru líka vanhæfir, og þar sem forsætisráðherra er æðsti embættismaður ríkisins voru í raun allir starfsmenn ríkisins vanhæfir í málinu. Það hlýtur að vera sérstakt afrek hjá stjórnmálamanni að klúðra svo gjörsamlega einhverju helsta baráttumáli sínu.
Guðmundur Ásgeirsson, 11.4.2016 kl. 18:10
Margt fólk heldur að ráðherrar fari á fundi og stýri þeim með einræðistilburðum, miðað við margar athugasemdir. Fólk sem vanþroskar greind sína ætti að hafa vit á að auglýsa það sem minnst.
Guðjón E. Hreinberg, 12.4.2016 kl. 01:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.