ALDRAÐIR MEÐHÖNDLAÐIR EINS OG NIÐURSETNINGAR FYRRI TÍMA.

Það er athyglisverð lífsreynsla að vera algjörlega háður öðrum um fjármuni til greiðslu á nauðsynjum til venjulegs lífs. Meðan maður hafði heilsu til að vinna sér fyrir lifibrauði, gat maður ekki gert sér í hugarlund hvernig það væri að vera algjörlega upp á aðra kominn með einföldustu lífsgæði.

Á unga aldri las ég bókina Niðursetningurinn, eftir Jón Mýrdal. Þrjár persónulýsingar úr þeirri bók hafa alla tíð verið mér minnisstæðar. Eru það stórmennin Páll sýslumaður, mikið prúðmenni sem hafði réttlætisviðhorfin alltaf að leiðarljósi. Einnig stórvinur hans og mikið prúðmenni, Þorgrímur bóndi, með alla sína hóværð, drenglindi og höfðingsskap. Þriðji aðilinn sem er minnisstæður var Sigríður húsfrú Þorgríms, drambsöm mjög með lítinn viskuforða. Lagði hún bókstaflega allt í sölurnar til að kaupa sér álit mektarmanna. Hún skar jafnframt við nögl allan viðurgjörning, handa þeim sem henni var ætlað að ala önn fyrir.

Engin vandi er að sjá samsvörun í persónulýsingum bókar Jóns Mýrdal, við ýmsa aðila nú í samtímanum. Framkoma Alþingis og ríkisstjórna (fyrr og nú), gagnvart eldri borgurum og öryrkjum, er svo lík framgöngu húsfrú Sigríðar að fátt skilur þar á milli.

Alla jafnan virðast nægir fjármunir vera til þegar greiða þarf gæluverkefni eða ónauðsynlegar sérþarfir betur staddra aðila. Nærtækast er að vísa til Alþingismanna sjálfra, varðandi þeirra eigin ákvörðun um skattfrjálsar sérstakar mánaðarlegar viðbótargreiðlur til þeirra sjálfra, sem nemur u. þ. b. tvöföldum útborguðum lífeyri til eldri borgara. Nei, þingmenn eru ekki illa launaðir. Þeir hafa, fyrir utan bílastyrk, rétt um eina milljón á mánuði, sem þeir borga skatta af. Jú, að sjálfsögðu þarf eldri borgarinn að borga skatta af lífeyri sínum, sem þó er bara rétt um helmingur þeirrar upphæðar sem þingmenn hafa skammtað sér, skattfrjálsri. Alþingismönnum þykir eldri borgarar ekki of góðir til að borga skatta til ríkisins, af upphæð sem dugar ekki fyrir nauðsynlegum lágmarks útgjöldum til lífsviðurværis, meðan þeir skammta sjálfum sér tvöfaldri þeirri upphæð skattfrjálsri.

Svo er nú ekki beinlínis skorið við naglarrætur það sem er fyrir ættingja, vildarvini eða þá sem kaupa þarf velvild frá. Slíkum aðilum væri ekki boðin svo lítil greiðsla, sem þó væri tvöfallt hærri en Alþingi og stjórnvöldum þykir sómasamleg greiðsla til Lífsviðurværis fyrir þá sem lokið hafa þjónustu sinni á vinnumarkaði. Eða til þeirra sem hlotið hafa örorku eða fötlun vegna slyss eða sjúkdóma. Allir þessir aðilar eru algjörlega upp á Alþingi og stjórnvöld komnir með fjármögnun til framfærslu sinni og lífsgæðum.

Sá lífeyrir sem Alþingi ætlar þessum hópum til greiðslu allra sinna lífsgæða, er hins vegar skorið svo við nögl að slíkt telst ekki bjóðandi unglingum fyrir unglingavinnu. Unglingum sem þó lifa við frítt fæði og húsnæði í foreldrahúsum. Það er svolítið sérstakt að á Alþingi skuli ekki lengur finnast drenglunduð höfðingsluns, líkt og þeir Páll sýslumaður og Þorgrímur bóndi voru gæddir. Er sá möguleiki virkilega fyrir hendi að slík óeigingjörn höfðingslund hafi nánast horfið; hrökklast út í horn undan sjálfhverfu, græðgi og vaxandi ókurteisi í almennum samskiptum fólks?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband